Fréttablaðið - 18.07.2008, Page 4
4 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
Grill-leikur
me› s‡r›um rjóma!
Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir
unnið glæsilegt Weber-grill eða
vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum
rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu
inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú
færð strax að vita
hvort þú hefur
unnið.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-1
0
2
0
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
Helsinki
Eindhoven
Amsterdam
London
Berlín
Frankfurt
Friedrichshafen
París
Basel
Barcelona
Alicante
Algarve
Tenerife
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
20°
20°
21°
20°
20°
19°
20°
22°
21°
19°
17°
21°
20°
27°
29°
30°
22°
6
11
18
Á MORGUN
5-10 m/s
SUNNUDAGUR
Hæg, breytileg átt.
9
6
8
7
9
10
13
11
12
11
4
6
6
8
8
5
3
5
7
5
7
12 14
12
13
15
17
1613
16
ÁGÆTAR
HELGARHORFUR
Það er ekki að sjá
annað en fram
undan sé fín helgi
í veðrinu. Vindur
verður skaplega
hægur og víða
ágætlega bjart, síst
þó reyndar austan
til á laugardegin-
um og vestan til
á sunnudag. Auk
þessa hlýnar nokk-
uð víðast hvar ekki
síst norðan til.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
LÖGGÆSLA „Innbrot og skemmdar-
verk eiga ekki að líðast en það er
hægt að útfæra það á ýmsa vegu
hvernig hjá því er komist. Við
höfum hingað til lagt áherslu á
nágrannagæslu, því góður granni
er besta forvörnin,“ segir Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Seltjarnarnes kom sér upp svo-
kallaðri hverfagæslu árið 2005. Í
því felst að hverfagæslumenn
keyra um hverfi Seltjarnarnes-
bæjar nokkrum sinnum á dag. Til-
gangurinn er að koma í veg fyrir
innbrot og skemmdarverk. Nú
hafa Kópavogur og Mosfellsbær
ákveðið að fylgja fordæmi Seltjar-
ness. Hafnarfjörður og Garðabær
hafa enn ekki tekið ákvarðanir
varðandi þetta.
„Við höfum verið í viðræðum
bæði við lögregluna og einkafyrir-
tæki um aukna þjónustu í sveitar-
félaginu,“ segir Gunnar. Atvinnu-
og tækniþróunarnefndar
Garða bæjar er að fjalla um þessi
mál að sögn Gunnars og mun
leggja fram tillögu um hvernig
auka megi öryggi íbúa fyrir haust-
ið.
„Löggæslan á höfuðborgar-
svæðinu er í fjársvelti og þar ligg-
ur hundurinn grafinn í vandræð-
um löggæslunnar. Ég hef ekki séð
þann árangur sem sameining lög-
regluembætta á höfuðborgar-
svæðinu átti að skila.“
Gunnar segir það stóra ákvörð-
un að taka upp hverfagæslu og
sveitarstjórnir reyni í lengstu lög
að forðast að greiða fyrir verkefni
sem ríkið á að sjá um. „Hins vegar
finnst mér að sveitarfélögin eigi
að hafa sem flest verkefni á sinni
könnu því starfsemi ríkisins er oft
svo hægvirk í málum sem þess-
um.“
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, segir ekki standa til
að koma upp hverfagæslu í Hafn-
arfirði. „Það er ekki sveitar-
félaganna að grípa til svona við-
bótareftirlits. Ríkisvaldið fer með
löggæsluna í landinu og á að
tryggja góða löggæslu í sveitar-
félögunum.“
Hafnarfjörður var á sínum tíma
mótfallinn sameiningu lögreglu-
embætta á höfuðborgarsvæðinu.
Lúðvík segir löggæslu hafa hrak-
að síðan ákveðið var að loka lög-
reglustöðinni í Hafnarfirði á
kvöldin og um helgar.
„Þjónustan er ekki eins snör og
víðtæk eins og þegar lögreglan
var undir sýslumanninum. Ef ríkið
getur ekki ráðið við löggæsluna þá
ætti að huga að því að löggæslan
fari til sveitarfélaga,“ segir Lúð-
vík. vidirp@frettabladid.is
Bæjarstjóri segir
lögregluna fjársvelta
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir það ekki vera hlutverk sveitarfélaga að grípa til
hverfagæslu eins og í nokkrum nágrannasveitarfélögum. Bæjarstjóri Garðabæj-
ar segist ekki hafa séð árangurinn af sameiningu lögregluembætta.
GUNNAR
EINARSSON
LÚÐVÍK
GEIRSSON
LÖGREGLAN Bæjarstjórarnir tveir viðra báðir hugmyndir um að löggæsla ætti að vera
á vegum sveitarfélagana. FRÉTTABLAÐIÐ/EGGERT
KJARAMÁL Tæplega 78 prósent
félagsmanna í Félagi háskólakenn-
ara samþykktu kjarasamninga
sína. Um 73 prósent félagsmanna í
kennarafélagi KHÍ samþykktu sína
samninga. Þrjátíu prósent þátttaka
var hjá KHÍ en tæp 42 prósent hjá
háskólakennurum.
Félögin voru þau síðustu innan
Bandalags Háskólamanna, BHM,
til að klára atkvæðagreiðslur sínar.
Það gerðu þau síðastliðinn
miðvikudag. Kjarasamningarnir
gera ráð fyrir 20.300 króna
launahækkun á alla launþega.
Félagsmenn stéttarfélags lögfræð-
inga voru þeir einu sem höfnuðu
samningi sínum hjá BHM. - vsp
Kennarar samþykktu kjörin:
Síðustu félögin
innan BHM
UMHVERFISMÁL Fleiri landsmenn
eru á móti álveri í Helguvík en
ekki, miðað við niðurstöður
skoðanakönnunar Capacent, sem
birtar voru í gær.
Af þeim sem svöruðu segjast
41,6 prósent mótfallin álverinu,
en 36 prósent hlynnt. Taka 22,4
prósent ekki afstöðu.
Könnunin var gerð fyrir Vinstri
græna og segir formaður þeirra, í
samtali við Vísi, niðurstöðurnar
sýna að „skýr meirihlutavilji“ sé
fyrir því að ekki verði gengið
lengra í stóriðjuátt. Yngra fólk og
tekjuminna er andvígara álverinu
en eldra fólk og konur frekar en
karlar. - kóþ
Skoðanakönnun Capacent:
Fleiri leggjast
gegn Helguvík
UMFERÐ Framkvæmdum við gerð
nýrrar akreinar við Miklubraut
lýkur væntanlega um miðjan
ágúst. Er það um tveimur vikum
síðar en áætlað var, samkvæmt
Garðari Þorbjörnssyni hjá
verktakafyrirtækinu Urð og grjóti
sem hefur yfirumsjón með
framkvæmdunum.
Garðar segir starfsmenn sína
vinna dag og nótt við fram-
kvæmdirnar, sem fela einnig í sér
endurnýjun á umferðarljósum á
brautinni. „Það er vilji fyrir því
að klára þetta áður en skólar
hefjast,“ segir Garðar. Hann segir
bið eftir efni frá útlöndum orsaka
seinkunina. - kg
Unnið dag og nótt:
Tafir á vinnu
við Miklubraut
UNNIÐ DAG OG NÓTT Framkvæmdirnar
við Miklubraut eru vel á veg komnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MIÐBÆRINN „Við þurfum að óska
eftir breytingu á ríkjandi deili-
skipulagi,“ segir Hjálmar Helgi
Ragnarsson, rektor Listaháskól-
ans.
Hjálmar kynnti í gær sigurtil-
lögu +Arkitekta í samkeppni um
nýjan Listaháskóla við Lauga-
veg.
Tillagan gerir ráð fyrir að öll
gömul hús á reitnum víki, utan
eitt, Laugavegur 41, sem á að
friða.
„Formaður skipulagsráðs lagði
það sérstaklega að okkur að gæta
götumyndarinnar og það teljum
við okkur hafa gert,“ segir
Hjálmar og bendir á að hæð húss-
ins sé í samræmi við önnur há
hús við götuna og að gangstétt
fyrir utan húsið verði breiðari.
„En það dettur engum í hug að
í götumynd Laugavegar séu bara
19. aldar hús. Ef það er heilagt að
þessi gömlu hús standi þarna þá
þýddi það að húsið þyrfti að vera
yfirþyrmandi stórt,“ segir hann.
Spurður hvort geti verið að
Listaháskólinn sé einfaldlega of
stór fyrir reitinn, segir rektor
hans: „Ég myndi þá frekar segja
að borgin væri of lítil fyrir skól-
ann. Ef svo er þá eru til önnur
bæjarfélög sem hafa boðið okkur
að koma. Það skilja allir þörfina á
að finna Listaháskólanum góðan
stað,“ segir hann.
Tillagan gerir ráð fyrir rúm-
lega 13.000 fermetra húsi, með
viðbótarstækkunarmöguleikum
við Hverfisgötu.
- kóþ
Vinningstillaga í keppni um byggingu Listaháskólans við Laugaveg sýnir rúmlega 13.000 fermetra byggingu:
LHÍ krefst breytingar á deiliskipulagi
VÆNTANLEGUR LISTAHÁSKÓLI Nýjum Listaháskóla var í gær líkt við Tollstjórahúsið og
við Landsbankahúsið að Laugavegi 77. MYND/SAMSON PROPERTIES
Samfylking væri komin í ESB
Samfylkingin, sæti hún ein í ríkis-
stjórn, væri nú þegar búin að sækja
um aðild að ESB. Þó er gleðiefni að
Sjálfstæðisflokkurinn sé að fikra sig í
átt til Evrópu. Þetta segir í tilkynningu
ungra jafnaðarmanna.
STJÓRNMÁLEðla úti á götu
Birkir Örn Skúlason, 11 ára drengur í
Keflavík, sá um eins metra langa eðlu
úti á götu þar í bæ á þriðjudag. Kallaði
hann á lögreglu sem kom á vettvang
og tók dýrið eftir nokkurn eltingaleik
en eðlan leitaði skjóls meðal annars
inni í bretti á bíl. Eðlunni var fargað.
LÖGREGLUFRÉTT
GENGIÐ 17.07.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
155,694
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
76,62 76,98
153,36 154,10
121,46 122,14
16,28 16,376
15,057 15,145
12,800 12,874
0,7261 0,7303
125,38 126,12
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR