Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 54
30 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Auðvitað lifðu þau hamingjusöm til æviloka - hvers vegna heldurðu að þetta sé kallað ævintýri? Þetta zkulum við zkoða! Þeir áttu reyndar kort fyrir þetta tækifæri! Áttu þeir eitthvað með textanum „Góðan bata, litli Þjóðverji“? Hm. Hm? Já, venjulega faðmarðu mig fastar á leiðinni í líffræði en á leiðinni í stærðfræði ... ... en í dag faðmaðirðu mig fastar á leiðinni í stærðfræði en í líffræði. Truflað, maður. Stundum ertu svo óútreiknan- legur. Ég er bara ég. Jæja, það var gaman að sjá þig Lalli ... En ég finn lyktina af kvöldmat og það er orðið seint ... Góða nótt. Sjáumst! Þetta er húsið mitt. Morgunmatur í rúmið á afmælis- deginum mínum er æðislegt, krakkar ... En er klukkan fjögur ekki aðeins of snemmt? Þetta átti að koma á óvart! Þið hafið heldur betur komið mér á óvart með huggulegum morgun- mat ... Hvað er þetta? Við megum ekki steikja pönnukökur sjálf, svo við skárum ristað brauð út í hringlaga kökur! Það er aldeilis ekki auðvelt! Flest gerum við hluti sem við höfum gaman af, en viljum síður að aðrir viti um. Enskumælendur tala um „guilty pleasures“, eitthvað sem almennt þykir hallærislegt, en er engu að síður ómót- stæðilegt fyrir viðkomandi aðila. Þessar leynilegu ánægju- stundir geta verið af öllum toga. Ein helsta gleði Hómers Simpsons er til dæmis að borða túlípana inni á bað- herbergi, svo nærtækt dæmi sé tekið. Einna áþreifanlegustu dæmin um leynilegar ánægjustundir snúa að tónlistarsmekk fólks. Ég hef ekki tölu á þeim lögum, tónlistarmönnum og hljómsveitum sem ég dáist að, en skammast mín fyrir um leið. Ég hef þó fundið útrás fyrir þessa laumudýrkun og það er geislaspilarinn í bílnum mínum. Sérstakt yndi hef ég af ökuferðum sem eiga sér stað seint um kvöld, þegar fáir eru á ferli, og ég er einn við stjórnvölinn á bílnum og geisla- spilaranum. Þá glymur út um niður- skrúfaða bílrúðuna hver hallæris- perlan á fætur annarri á hæsta styrk og sjálfur gaula ég með af takmarkaðri getu en þeim mun meiri innlifun. Unaður. Þó bar skugga á sælu mína eitt kvöldið fyrir ekki alls löngu. Ég var að keyra heim úr vinnu, í kunnug- legum stellingum með músíkina í botni, og söng hástöfum með hinum ódauðlega slagara níunda ára- tugarins, Do you believe in Love? með Huey Lewis (sem þykir einmitt glæpsamlega hallærislegt). Skyndi- lega fór ég velta vöngum yfir því hvort þetta væri virkilega rétta lagið til að hafa í gangi ef ég skyldi lenda í árekstri og deyja. Vildi ég að rödd Hueys yrði það síðasta sem ég heyrði í þessu jarðlífi? Ég komst að þeirri niðurstöðu að svo væri hreint ekki. Í framhaldinu hóf ég að íhuga hvert rétta lagið við slíkar aðstæð- ur væri. Ég komst að þeirri niður- stöðu að líklega væri mest töff að deyja með einhvert ofursvalt djass- lag sem undirleik. Það er bara einn hængur á. Ég er svo lítið fyrir djass að ég yrði eflaust löngu látinn úr leiðindum áður en mín hinsta stund rynni upp. STUÐ MILLI STRÍÐA Sakbitnar lystisemdir KJARTAN GUÐMUNDSSON SKAMMAST SÍN FYRIR ÓTAL MARGT SEM HANN FÍLAR Hemmi Gunn og Svansí í útilegu á Flúðum 19. ágúst Útihátíð Bylgjunnar Flúðum Hemmi Gunn og Svansí hafa verið á ferðalagi um ævintýraeyjuna með Bylgjunni og Olís í sumar og láta ekki deigan síga um næstu helgi. Þau standa fyrir útihátíð Bylgjunnar fyrir utan félagsheimilið á Flúðum á laugardag og fá til sín fjölda skemmtikrafta þar sem slegið verður á létta strengi. Meðal gesta verða Ingó og Veðurguðirnir, Gunni Óla og Sjonni Brink, Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvaldsson og Bjarni Arason. Óperuídýfurnar Davíð og Stefán, öðru nafni Dúett.is mæta í banastuði, að ógleymdum Harasystrum. Einnig verður sveitastjórasprell, grillveisla í boði Olís og dregið verður um utanlandsferð í Olísleiknum. Mikið fjör verður á Flúðum næsta laugardag strax að loknum hádegisfréttum og að þætti loknum verður útiskemmtun með Gunna Óla og Sjonna Brink. Vertu velkomin/n á útihátíð Bylgjunnar. Góða skemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.