Fréttablaðið - 18.07.2008, Page 56

Fréttablaðið - 18.07.2008, Page 56
32 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Samtök hljómlistarmanna í 27 löndum sendu Evrópuráðinu erindi sem tekið var til umræðu á vettvangi ráðsins í gær. Þar er óskað eftir að ráðið beiti sér fyrir lagasetningu sem lengi hlut flytj- enda í flutningsgjöldum á hljóðrit- unum frá fimmtíu árum til níutíu og fimm ára. Réttur flytjenda er víðast í lönd- um Evrópu bundin við hlutdeild í flutningsrétti og eiga þeir þá hlut í flutningsgjöldum á móti höfund- um og tónsmiðum. Hér á landi er hlutur flytjenda heldur rýr. Á vett- vangi Evrópu eru starfandi stór og öflug samtök flytjenda sem safna saman hlut flytjenda og hafa til þess umboð og rétt í fimmtíu ár frá hljóðritun. Í frétt The Stage eru tekin dæmi af hljóðfæraleik- urum á borð við Herbie Flowers sem lék á bæði Walk on the wild side með Lou Reed og Space Odd- ity með David Bowie. Hans réttur til flytjendagreiðslna rennur út um 2020: „Verndarákvæði í rétti flytjenda hefur ekki haldist í hend- ur við þróun í langlífi tónverka og það er kominn tími á leiðréttingu. Ég lék í nokkrum vinsælum lögum og hætti að fá tekjur af þeim flutn- ingi eftir fimmtíu ár um það leyti sem ég þarf mest á þeim tekjum að halda.“ Talsmaður Evrópusambandsins um málefni innri markaðar, Charl- es McCreevy, hefur lýst stuðningi sínum við kröfu tónlistarmanna og vill að réttur þeirra verði í sam- ræmi við réttarvernd tónsmiða. Sá réttur var framlengdur, ekki síst með tilliti til þess tekjutaps sem höfundar á þýska málsvæð- inu urðu fyrir á löngu tímabili frá 1933 til 1947. Hér á landi er réttur flytjenda afar vanþróaður og hafa rétt- indagæslumenn leikara og tón- listarmanna þegar gefið eftir flutningsrétt á tilteknu safni verka í fórum sjónvarps og hljóð- varps Ríkisútvarpsins. Stórt safn Senu af íslensku hljóðritunum veitir þeim tónlistarmönnum sem þar eiga flutning lítinn arð og hætt er við að nýir miðlar um vef og í símum geri mönnum erf- itt fyrir að halda utanum rentur af hugverkum og flutningi, en túlkun á hljóðfæri virðist vera að færast í þá áttina. Hér á landi er höfundarréttur óhemju sterkur samkvæmt lögum og má einung- is leigja hann tímabundið. Fróð- legt verður að sjá hvernig hags- munagæslumenn íslenskra listamanna taka á þeim kröfum sem nú eru að ganga fram í Evr- ópu. - pbb Flytjendaréttur framlengdur TÓNLIST Hljómlistarmenn á diskum Bjarkar fá greitt fimmtíu ár eftir útgáfu- dag en sterkar líkur eru á að sá arður framlengist í níutíu og fimm ár. Áhugaverðir tónleikar fara fram á Kirkjubæjarklaustri kl. 15 á sunnudaginn. Hallveig Rúnars- dóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma þar fram í Kirkjuhvoli og flytja sönglög af ýmsum toga. Tónleikarnir eru liður í nýrri tónleikaröð þar eystra sem nefnist Klassík á Klaustri. Á efnisskrá tónleikanna kennir ýmissa grasa; helst ber að nefna stórvirki Páls Ísólfssonar, Söngva úr Ljóðaljóðum sem ekki heyrast nógu oft flutt en verður að teljast ein merkasta tónsmíð Íslendinga. Íslensk leikhústónlist verður einnig í öndvegi en bæði verða flutt lög Atla Heimis Sveinssonar úr Sjálfstæðu fólki og lög Hjálmars H. Ragnarssonar úr sýningu Þjóðleikhússins á Pétri Gauti árið 1992. Rúsínan í pylsuendanum verða svo sönglög við ljóð úr Heims- kringlu Þórarins Eldjárn eftir Tryggva M. Baldvinsson. Lögin eru stórskemmtileg og hnyttin og passa vel hinum frábæru ljóðum Þórarins. Ljóst er að aðdáendur íslenskrar ljóðlistar fá sitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum, ekki síður en aðdáendur vand- aðrar tónlistar. Tónleikarnir eru hluti af verk- efninu „Tónleikar a landsbyggð- inni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ Sönglög á Klaustri HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR SÓPRAN Kemur fram á tón- leikum á Kirkjubæjarklaustri á sunnudag ásamt Hrönn Þráinsdóttur. > Ekki missa af … sýningunum Hundrað og Hafnfirðingar, en þeim lýkur um helgina í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni Hafnfirðingar má sjá ljósmynd- ir Árna Gunnlaugssonar af eldri Hafnfirðingum á árunum 1960-1992. Á sýningunni Hundrað má aftur á móti sjá ljósmyndir sem spanna hundrað ára sögu Hafnarfjarð- arkaupstaðar. Kl. 13 Leikritið Fjölskyldukvöld verður flutt í Útvarpsleikhúsi Rásar 1 kl. 13 í dag. Leikritið var upprunalega hluti af Vasaleikhúsi leikskáldsins, rithöfundarins og myndlistarmanns- ins Þorvaldar Þorsteinssonar, en það var á dagskrá Rásar 2 snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Um dagskrárgerð Útvarpsleikhússins sér Viðar Eggertsson. Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spenn- andi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arn- ardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigur- sveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistar- hefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun æva- gamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistar- handritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteins- sonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tón- listarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur“ hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukku- stund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomn- ir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söng- kona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðal- dal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akur- eyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norður- landi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsókn- in lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skaga- fjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar“ leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár full- trúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is Harpa, symfón og gígja TÓNLIST Örn Magnússon með eitt þeirra hljóðfæra sem þanið verður á sunnudag. Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.