Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2008, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 18.07.2008, Qupperneq 56
32 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Samtök hljómlistarmanna í 27 löndum sendu Evrópuráðinu erindi sem tekið var til umræðu á vettvangi ráðsins í gær. Þar er óskað eftir að ráðið beiti sér fyrir lagasetningu sem lengi hlut flytj- enda í flutningsgjöldum á hljóðrit- unum frá fimmtíu árum til níutíu og fimm ára. Réttur flytjenda er víðast í lönd- um Evrópu bundin við hlutdeild í flutningsrétti og eiga þeir þá hlut í flutningsgjöldum á móti höfund- um og tónsmiðum. Hér á landi er hlutur flytjenda heldur rýr. Á vett- vangi Evrópu eru starfandi stór og öflug samtök flytjenda sem safna saman hlut flytjenda og hafa til þess umboð og rétt í fimmtíu ár frá hljóðritun. Í frétt The Stage eru tekin dæmi af hljóðfæraleik- urum á borð við Herbie Flowers sem lék á bæði Walk on the wild side með Lou Reed og Space Odd- ity með David Bowie. Hans réttur til flytjendagreiðslna rennur út um 2020: „Verndarákvæði í rétti flytjenda hefur ekki haldist í hend- ur við þróun í langlífi tónverka og það er kominn tími á leiðréttingu. Ég lék í nokkrum vinsælum lögum og hætti að fá tekjur af þeim flutn- ingi eftir fimmtíu ár um það leyti sem ég þarf mest á þeim tekjum að halda.“ Talsmaður Evrópusambandsins um málefni innri markaðar, Charl- es McCreevy, hefur lýst stuðningi sínum við kröfu tónlistarmanna og vill að réttur þeirra verði í sam- ræmi við réttarvernd tónsmiða. Sá réttur var framlengdur, ekki síst með tilliti til þess tekjutaps sem höfundar á þýska málsvæð- inu urðu fyrir á löngu tímabili frá 1933 til 1947. Hér á landi er réttur flytjenda afar vanþróaður og hafa rétt- indagæslumenn leikara og tón- listarmanna þegar gefið eftir flutningsrétt á tilteknu safni verka í fórum sjónvarps og hljóð- varps Ríkisútvarpsins. Stórt safn Senu af íslensku hljóðritunum veitir þeim tónlistarmönnum sem þar eiga flutning lítinn arð og hætt er við að nýir miðlar um vef og í símum geri mönnum erf- itt fyrir að halda utanum rentur af hugverkum og flutningi, en túlkun á hljóðfæri virðist vera að færast í þá áttina. Hér á landi er höfundarréttur óhemju sterkur samkvæmt lögum og má einung- is leigja hann tímabundið. Fróð- legt verður að sjá hvernig hags- munagæslumenn íslenskra listamanna taka á þeim kröfum sem nú eru að ganga fram í Evr- ópu. - pbb Flytjendaréttur framlengdur TÓNLIST Hljómlistarmenn á diskum Bjarkar fá greitt fimmtíu ár eftir útgáfu- dag en sterkar líkur eru á að sá arður framlengist í níutíu og fimm ár. Áhugaverðir tónleikar fara fram á Kirkjubæjarklaustri kl. 15 á sunnudaginn. Hallveig Rúnars- dóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma þar fram í Kirkjuhvoli og flytja sönglög af ýmsum toga. Tónleikarnir eru liður í nýrri tónleikaröð þar eystra sem nefnist Klassík á Klaustri. Á efnisskrá tónleikanna kennir ýmissa grasa; helst ber að nefna stórvirki Páls Ísólfssonar, Söngva úr Ljóðaljóðum sem ekki heyrast nógu oft flutt en verður að teljast ein merkasta tónsmíð Íslendinga. Íslensk leikhústónlist verður einnig í öndvegi en bæði verða flutt lög Atla Heimis Sveinssonar úr Sjálfstæðu fólki og lög Hjálmars H. Ragnarssonar úr sýningu Þjóðleikhússins á Pétri Gauti árið 1992. Rúsínan í pylsuendanum verða svo sönglög við ljóð úr Heims- kringlu Þórarins Eldjárn eftir Tryggva M. Baldvinsson. Lögin eru stórskemmtileg og hnyttin og passa vel hinum frábæru ljóðum Þórarins. Ljóst er að aðdáendur íslenskrar ljóðlistar fá sitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum, ekki síður en aðdáendur vand- aðrar tónlistar. Tónleikarnir eru hluti af verk- efninu „Tónleikar a landsbyggð- inni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ Sönglög á Klaustri HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR SÓPRAN Kemur fram á tón- leikum á Kirkjubæjarklaustri á sunnudag ásamt Hrönn Þráinsdóttur. > Ekki missa af … sýningunum Hundrað og Hafnfirðingar, en þeim lýkur um helgina í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni Hafnfirðingar má sjá ljósmynd- ir Árna Gunnlaugssonar af eldri Hafnfirðingum á árunum 1960-1992. Á sýningunni Hundrað má aftur á móti sjá ljósmyndir sem spanna hundrað ára sögu Hafnarfjarð- arkaupstaðar. Kl. 13 Leikritið Fjölskyldukvöld verður flutt í Útvarpsleikhúsi Rásar 1 kl. 13 í dag. Leikritið var upprunalega hluti af Vasaleikhúsi leikskáldsins, rithöfundarins og myndlistarmanns- ins Þorvaldar Þorsteinssonar, en það var á dagskrá Rásar 2 snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Um dagskrárgerð Útvarpsleikhússins sér Viðar Eggertsson. Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spenn- andi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arn- ardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigur- sveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistar- hefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun æva- gamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistar- handritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteins- sonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tón- listarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur“ hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukku- stund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomn- ir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söng- kona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðal- dal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akur- eyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norður- landi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsókn- in lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skaga- fjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar“ leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár full- trúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is Harpa, symfón og gígja TÓNLIST Örn Magnússon með eitt þeirra hljóðfæra sem þanið verður á sunnudag. Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.