Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 10
10 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögregla gómaði í fyrrakvöld karlmann á fertugs- aldri eftir að hann hafði fest sig í gaddavír. Hann reyndist vera með ýmsar tegundir af fíkniefn- um í fórum sínum. Maðurinn var handtekinn í Háaleitishverfi. Hann tók til fótanna þegar hann varð lögreglu var. Á vegi hans varð grindverk sem gaddavír var strengdur ofan á. Í honum festist maðurinn þegar hann reyndi að klifra yfir. Lögreglumenn losuðu hann úr prísundinni og óku honum á lögreglustöð þar sem hann var færður í fangageymslu. - jss Tekinn með fíkniefni: Festist í gadda- vír á flótta ORKUMÁL Mikill áhugi er á olíuráðstefnunni Iceland Exploration Conference sem haldin verður í Reykjavík í byrjun sept- ember og hafa um áttatíu menn þegar skráð sig nú þegar enn er vika til stefnu. Ráðstefnan er haldin til að kynna Dreka- svæðið og fyrirhugað útboð á sérleyfum til olíu- leitar sem íslensk stjórnvöld standa fyrir fljótlega eftir ára- mótin. Kristinn Einarsson, verkefnis- stjóri hjá Orkustofnun, segir að það séu fyrst og fremst Norð- menn, Bretar, Danir og Færey- ingar sem hafi skráð sig á ráð- stefnuna og þá einkum fólk frá smáum og millistórum olíuleitar- fyrirtækjum sem hafa áhuga á að fylgjast með og jafnvel að gera tilboð í sérleyfi til olíuleitar. Kristinn staðfestir að fulltrúar norska olíurisans Statoil Hydro verði á ráðstefnunni. „Við höfum kynnt þetta fyrir þeim eins og öðrum. Við vorum á sölusýningu á nýjum tækifærum í London í mars og höfðum þá samband við ýmsa á staðnum. Við höfum síðan sent bréflegar upp- lýsingar til um hundrað aðila þannig að Statoil er ekki eina félagið. Það eru til fleiri félög af svipaðri stærðargráðu og stærri en Statoil í olíuleitinni. Við vitum að fulltrúar frá þessum olíurisum fylgjast með okkur en ég veit ekki ennþá hvort þeir koma,“ segir hann. Um svipað leyti og Íslendingar opna fyrir olíuleit á Drekasvæðinu verða svæði opnuð í Rúss- landi, Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Krist- inn segir að alltaf sé í gangi leit að nýjum svæð- um en stöðugt fleiri svæði lenda undir áhrifum ríkisolíufé- laga eða olíufélaga sem séu bund- in við ákveðin lönd. Statoil Hydro sé til dæmis að leita á hafsvæðinu vestan við Grænland. „Rússarnir eru til dæmis ekki mikið fyrir að hleypa öðrum að hjá sér. Sérstaðan hjá okkur er sú að við ætlum ekki að koma á mót ríkisolíufélagi heldur verður þetta frjálst og opið útboð. Við gætum að vísu neyðst til að stofna ríkisolíufélag til að nýta okkur réttindi kkar Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum en við tökum afstöðu til þess þegar þar að kemur.“ Á ráðstefnunni mun norska olíuleitarfyrirtækið Wavefield Inseis, sem fékk leitarleyfi á Drekasvæðinu 2001, kynna fyrstu niðurstöður á hljóðbylgjumæling- um á Drekasvæðinu í sumar og sagt verður frá rannsókn Haf- rannsóknastofnunar á 10.500 fer- kílómetra svæði á botni Dreka- svæðisins og rannsókn á lífríkinu á botninum. ghs@frettabladid.is Statoil Hydro hefur áhuga á Drekaleit Tugir manna frá erlendum olíuleitarfyrirtækjum hafa skráð sig á olíuleitarráðstefnu í byrjun sept- ember, þar á meðal frá norska olíurisanum Statoil Hydro. Sérstaða Íslendinga felst í opnu útboði. DREKASVÆÐIÐ Bretar, Danir, Færeyingar og Norðmenn hafa skráð sig á olíuráðstefn- una í Reykjavík í byrjun september en á henni verða kynntar niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu á Jan Mayen-hryggnum. Drekasvæðið GRÆNLAND Síldar- smugan Jan Mayen ÍSLAND FÆREYJAR KRISTINN EINARSSON Er rétt af Matthíasi Johanness- en að birta trúnaðarsamtöl úr dagbókum sínum á netinu? Já 36,7% Nei 63,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að Íslendingar verði Ólympíumeistarar í handknatt- leik karla? Segðu þína skoðun á vísir.is REYKJAVÍK Ekki hefur enn verið gripið til þvingunaraðgerða gagnvart húseigendum í miðbæ Reykjavíkur sem ekki hafa hlýtt boði um úrbætur á húsum sínum. Samkvæmt bréfi sem fyrsti hópur húseig- enda fékk í sumar, var gefinn frestur til 1. ágúst til þeirra úrbóta sem skoðunar- menn borgarinnar kröfðust. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir að ekki hafi komið til sekta. „Við skoðum það seinna í vetur, við höfum ekki sent öll bréfin út. Menn fá nú ekki sektir nema eitthvað verulega mikið sé að,“ segir Magnús. - kóp Hreinsunarátak í miðborginni: Ekki gripið til dagsekta enn LÖGREGLUMÁL Þýsku pari var sleppt úr fangelsi í gærdag, eftir að upp hafði komist um tilraun fólksins til þess að smygla fíkniefnum inn í landið. Við komu ferjunnar Norrænu í fyrradag til Seyðisfjarðar fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæsl- unnar magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið fólksins. Hund- arnir merktu á bílinn og fundu fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins var um nokkrar tegundir fíkniefna að ræða en lítið af hverri tegund. Hjúin, sem eru á milli tvítugs og þrítugs, voru að koma hingað til að eyða hér þriggja vikna sumarfríi. Þau játaði vörslu fíkniefnanna. Málinu var síðan lokið með sektar- gerðum hjá sýslumannsembætt- inu á Seyðisfirði í gær. Þar með var fólkið laust allra mála og gat hafið för sína um landið, eins og fyrirhugað hafði verið. Þetta var í fyrsta skipti sem nýr fíkniefnaleitarhundur embættis- ins var notaður við leit og lofar frammistaða hans góðu um fram- haldið, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Seyðisfirði. - jss Þýsku pari sleppt eftir að fíkniefni fundust í bílnum: Með fíkniefni í sumarfrí NORRÆNA Öðru hverju koma upp mál þar sem reynt er að smygla fíkniefnum með ferjunni Norrænu til landsins. SPÁNN, AP Flugmálastjóri Spánar sagði í gær að nokkrir samverk- andi þættir hefðu valdið flugslys- inu á Barajas-flugvelli við Madríd í vikunni, sem kostaði 153 manns lífið. Víðtæk rannsókn er í gangi á orsökum slyssins, með þátttöku bandarískra sérfræðinga og full- trúa flugvélaframleiðandans, meðal annarra. Flugmálastjórinn Manuel Bautista sagði of snemmt að segja til um hvort mannleg mis- tök hefðu átt hlut að máli eða hvort óviðráðanleg tæknileg bilun hefði orðið. Bautista sagði í viðtali við AP- fréttastofuna að hann hefði séð myndbandsupptöku af tilraun MD-82-þotu Spanair-flugfélagsins til flugtaks á miðvikudag, sem endaði með þessum ósköpum. Hann vildi þó ekki tjá sig um hana. Samkvæmt fréttum spænsku dag- blaðanna El Pais og ABC er á upp- tökunni ekki að sjá að eldur hafi komið upp í öðrum hreyflinum áður en vélin skall í jörðina, eins og vitni höfðu talið sig hafa séð. Vélin hafði einu sinni hætt við flugtak vegna loftinntaks-hita- nema framan á henni sem ekki virtist virka. Vélin fórst svo þegar flugtak var reynt aftur, en þá hafði verið lokað fyrir þennan nema. Að sögn Bautista er ómögulegt að segja til um það á þessu stigi hvort neminn gefi nokkra vísbendingu um orsök slyssins. - aa Rannsóknin á orsökum flugslyssins við Madríd: Samverkandi þættir að baki HVAÐ OLLI? Aðstandendur fórnarlamba slyssins lesa um það í dagblaði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MAGNÚS SÆDAL KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.