Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 16
16 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ö ll þráum við óskastundina, stundum oft á dag. ég vildi, ég óska … Þráin, viljinn að heimta það torsótta, óvænta, er efld með öllum ráðum í vitund okkar: hinn óvænti vinningur, hamingjustundin, sæla augnabliks er lofuð og upphafin allt í kringum okkur en er torfengin: til forna stigu óskasteinar upp úr djúpum brunnum utan alfaraleiða og flutu þar skamma næturstund. Í dag rætist sú ósk borgarbúa að þeir komi saman á torgum og dreift samfélag borgar okkar verði eitt mannhaf: við komum saman. Og gríðarleg þátttaka borgarbúa í hátíð dagsins er til marks um að við náum saman þegar við hörfum inn í gamla kvosina og holtadrögin umhverfis. Göturnar fyllast af gangandi fólki og borg- in iðar af lífi. Óskin um lifandi borgarlíf verður staðreynd. Og fólk talar þá saman. Borgarbúar hafa um margt að tala þessa dagana. Borgin okkar hefur fengið nýja en þó gamla stjórn. Víst vildu margir borgarbúar geta kosið nýja borgarstjórn, veitt nýjum og sterkari meirihluta skýrara umboð en nú ríkir í borginni. Það finna fulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Það sundraða vald sem þar hefur ríkt um langa hríð finnur þá megnu óánægju sem logar enn meðal umbjóðenda borgarfulltrúanna. Margt breyttist ef þá bitru virkjun mætti gangsetja strax og hætt við að margir yrðu þá að verja sæti sín á framboðslistum. En það verður ekki, hvorki hér né í öðrum sveitarfélögum þar sem sundrung og valdabarátta hefur laskað sveitarstjórnir. Ekki er hægt að breyta sveitarstjórn- arlögum þannig að kosið verði upp á nýtt í hvert sinn sem meiri- hlutasamstarf hrekst milli fylkinga sökum eiginhagsmunapots kjörinna fulltrúa. Í Reykjavík hefur harmleikur verið endurtekinn sem farsi. Ungur leiðtogi sjálfstæðismanna hefur loksins heimt það vald sem henni bar greinilega fyrir mörgum mánuðum. Vanmat sjálf- stæðismanna á kvenlegri forystu í sínum flokki ræðst ekki af öðru en rótgróinni íhaldssemi sem hefur valdið flokknum skaða sem mögulega verður ekki bættur. Afdráttarlaus afstaða hins nýja borgarstjóra í fjölda mála er fagnaðarefni. Reykvíkingar vilja skýrar línur, áhugi þeirra á framfaramálum sínum er líka skýrari eftir valdabrölt síðustu missera. Þeirra óskir eru skýrari um sumt en annað ekki: vilja þeir reisa fleiri gufuaflsvirkjanir á gropnu Hengilssvæðinu í túnfæti Hvergerðinga? Ekki vildu þeir hafa þær í Laugardalnum. Vilja þeir sjá hafnaraðstöðu sína flytjast út í eyjar eða í nálægar víkur? Sætta þeir sig við að þvergirðingsleg afstaða flugmálayfirvalda standi áfram í vegi fyrir hraðri leit að nýju flugvallarstæði? Óskastundina fær maður aldrei gripið, stundum hittir óska- stundin mann óvænt. Þennan dag þegar borgarbúar koma saman hlýtur sú ósk að vera rík í brjóstum þeirra að borgarstjórn Reykja- víkur nái saman þokkalegri liðsheild og nái að vinna borgarbúum gagn. Því eins og gærdagurinn sýndi okkur verða menn að vinna til þess að fá óskir sínar uppfylltar. Þrotlaus vinna, bjartsýni og gleði til verka skila liðsheild árangri. Dagdraumar og framavonir ræt- ast ekki nema menn vinni fyrir þeim, rétt eins og okkar menn í Beijing sýndu í gær, rétt eins og þeir munu sýna sjálfum sér og öllum heiminum á morgun. Óskir okkar duga skammt og rætast aðeins í framkvæmdinni. Dagdraumar og framavonir: Óskastundin PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um efnahagslíf. Við erum á tímamótum, íslenskt efnahags- og atvinnulíf er að ganga í gegnum þreng- ingar. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að skilningur og traust ríki á milli þeirra sem ábyrgð bera á undirstöðum samfélagsins, vinnuveitenda, verkalýðsfélaga, ríkisstjórnar og sveitarfélaga. Það kreppir að og stefnir í ástand á atvinnu- markaði sem við höfum ekki séð um áraraðir. Við þeim aðstæðum þarf að bregðast með aukinni atvinnu- og verðmætasköpun. Við erum rík þjóð, eða eins og iðnaðarráðherra orðaði það í einni af sínum fleygu ræðum, „blessuð þjóð“, fyrir þá orku sem við eigum óbeislaða. Tækifærin liggja í nýtingu náttúruauðlinda okkar og sérstaklega verður að horfa til landsbyggðarinnar þegar ákvarðanir um framkvæmdir eru teknar. Langtímalausnir í efnahagsmálum liggja í því að efla framleiðslu og auka útflutningstekjur okkar. Við höfum ekki efni á að framleiðslulína orkufreks iðnaðar á Íslandi hiksti. Í þeirri uppbyggingu verður að vera samfelld framleiðsla. Sjávarútvegur hefur verið grunnur okkar velferðasamfélags. Það þarf meira til og þess vegna verður að virkja orku- auðlindir og skapa umhverfi sem hvetur erlend fyrirtæki til að koma með atvinnu- skapandi starfsemi til landsins. Þeirri óvissu sem skapast hefur við misvísandi skilaboð frá stjórnmálamönnum í þessu máli verður að linna. Fram hefur komið hjá ráðherra að fyrirtæki með fjölbreytta orkufreka starfsemi hafi áhuga á uppbyggingu hér á landi. Mikilvægt er að hraða þeirri undirbún- ingsvinnu sem nauðsynleg er og að þau fyrirtæki sem um er að ræða geti treyst því að full alvara sé við samningaborðið. Ef ekki verður þannig búið um hnútana snúa þau sér einfaldlega annað. Með nýjum meirihluta í Reykjavík hefur óvissunni verið eytt hvað varðar frekari virkjanaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Reikna má með að ráðist verði óhikað í Bitruvirkjun og framhald geti orðið á viðræðum við stórfyrirtæki sem hyggur á atvinnustarfsemi sem skapar hundruð hátæknistarfa á Suðurlandi. Misvísandi skilaboð höfðu stefnt þeim viðræðum í hættu. Með sama hætti verður að eyða allri óvissu varðandi framkvæmdir við álver í Helguvík og á Bakka. Stjórnvöld verða að hafa það sem forgangsatriði að greiða götu þeirra framkvæmda sem best þau geta. Óvissa er eitthvað sem ekki gengur upp í viðskiptum og það er ósk- hyggja að reikna með því að Ísland sé eini valkostur- inn fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði. Höfundur er alþingismaður. Er óvissan framtíðin? JÓN GUNNARSSON Borgarstjóri ágústmánaðar er Hanna Birna Kristjánsdóttir. Við óskum henni velfarnaðar í starfi sem hún er vel að komin, jafn glæsileg, skelegg og hraðvirk sem hún birtist okkur. Einhvern- tíma hefði verðskulduð tign hennar þótt til tíðinda en nú er þetta bara dapurleg neðanmáls- frétt eins og gat að líta í blaðinu í gær: „Hanna Birna borgarstjóri“, örfrétt neðst á síðu, eins og um væri að ræða nýjan hreppstjóra á Ströndum. Hanna Birna tekur við á ömurlegum tíma. Hún reynir að brosa framan í vélarnar en það glampar á blóð á bakvið. Yfir öxl hennar má sjá þrjá borgarstjóra liggja í valnum. Þann fyrsta felldi hún óvart, þann næsta felldi hún með þögninni en þann þriðja tók hún sjálf af lífi. Enda hafði stálkonan þá lært vel til verka og auk þess eignast eigið hnífasett. Fjórði meirihluti kjörtímabils- ins, sem alveg má kalla Leið 4 Vonarstræti – Vígaslóð, birtist okkur blóðugur upp að öxlum með beittan hníf í hendi. Hann virkar því sterkur. Hér er einbeitt fólk og grimmt að taka við. Hanna Birna vó Vilhjálm Þ, Dag B og Ólaf F en Óskar Bergsson bakstakk félaga sína í minnihlut- anum, fólkið sem hafði gefið honum allan heimsins séns, allt það pólitíska pláss sem hann vildi og meira að segja stól í sjálfu borgarráði að auki: Gjörðu svo vel, Óskar minn. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. En Óskar er smiður og vanur að sjá verk sín rísa. Bitra var hinn bitri sannleikur sinnaskipta framsóknarmannsins. Og sjálfur hefur maður nettan skilning á því. Hugtakið umhverfisvernd hefur líklega hámarkað áhrif sín þegar ekki má lengur bora eftir peningum á Hellisheiði, þeim yndisfagra stað. Nú þegar kreppir að og allur heimurinn leitar að umhverfisvænum orkugjöfum má það teljast hugsjónalegur flottræfilsháttur að ætla sér að sitja á gullinu græna og neita sér um nýtingu þess bara vegna þess að stöðvarhúsin eru ekki nógu flott og leiðslurnar ljótar. Því verður vart neitað að tækifæri okkar sem þjóðar hljóta að liggja í nýtingu jarðvarmans, hinnar „hreinu olíu“. Og við hljótum að geta fundið leið til að gera það í sátt við umhverfið og VG. Við vonum því að Leið 4 láti ekki aðeins blóðverkin tala og beiti hnífum sínum á annað en kollegana í borgarstjórn. En þó mætti nýi borgarstjórinn byrja á því að að skera niður í eigin ranni. Enn á ný sest Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í virðulegan stól á vegum borgarbúa. Eftir að hafa opinberað stórfellt vanhæfi á stóli borgarstjóra og staðið fyrir ómerkilegasta skollaleik í stjórnmálasögu seinni tíma, leik sem nú hefur opinberast kjósend- um svo við blasir að höfundar hans stálu hálfu ári úr lífi heillar borgar til þess eins að tryggja eigin rassi mýkri sessu, hefur nú bæst á tossablað hans boðsferð í laxveiði á vegum Baugs, mánuði áður en Orkuveitan gekk til sængur með einkarisanum. Út með manninn og það strax. Og út með hina líka. Ekki bara ráðherrann sem flaut með í för, (í Svíþjóð og Noregi væri Gulli Þór að segja af sér núna) heldur líka Kjartan Magnússon, höfuðpaurinn í janúarplottinu mikla. Hvernig getur hann setið áfram eftir öll loforðin sem hann gaf Ólafi F? Hvernig getur hann boðið okkur upp á bros sitt eftir að hafa orðið uppvís að því að beita mafíu- brögðum á veikan mann, gert honum „tilboð sem hann gat ekki hafnað“? En í staðinn fyrir að hann taki pokann sinn er siðferð- ismeistarinn settur yfir barna- skóla borgarinnar… Nei. Hanna Birna ætlar ekki að losa okkur við þessa menn. Hún ætlar að dragnast með draugana út kjörtímabilið vegna þess að sjálf er hún samsek og meðsek í flestum þeirra gjörðum. Hún stóð þögul að baki janúarplotturunum kvöldið illa á Kjarvalsstöðum og naut svo góðs af gjörðum þeirra í 200 daga en uppsker nú fyrst almennilega. Og hún skrifaði líka upp á málefnasamninginn við Ólaf F sem gekk gegn öllum stefnu- málum flokksins hennar. Enda nú búin að semja nýjan samning sem er viðsnúningur á öllu sem hún samþykkti í janúar. Hversu margar skoðanir getur einn flokkur haft á einu kjörtímabili? Það er sorglegt að sjá öflugan og efnilegan stjórnmálamann komast til valda með slíku brölti. Að þurfa að klofa yfir klaufaskap forvera sinna, kokgleypa allt þeirra rugl og samsinna lygum þeirra, og sitja svo uppi með þrjótana innanborðs, starfa í skugganum af gerðum þeirra út kjörtímabilið og ganga til kosninga með sakbitnar varir. Af öllum þessum sökum verður Hanna Birna alltaf borgarstjóri mánaðarins, því mánuðurinn janúar 2008 mun fylgja henni um ókomin ár. Borgarstjóri mánaðarins HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga Höfðingleg heimsókn Á meðan borgarmála- og ólympíu- fárið mikla geisar hafa smærri, en þó ekki endilega ómerkilegri, viðburð- ir viljað lenda utan kastljóssins. Einn slíkra viðburða var höfðingleg heimsókn Jóseps nokkurs Parry hingað til lands, en hann dvaldi hér dagana 17. til 20. ágúst og snæddi meðal annars hádegisverð með Geir H. Haarde forsætis- ráðherra. Parry þessi er starfsbróðir Geirs í öðru litlu eyríki, Nevis í Kar- íbahafi, sem er hluti af hinu stærra eyríki St. Kitts og Nevis. Á Nevis búa hvorki meira né minna en tólf þúsund manns. Hér kynnti Parry sér meðal annars nýtingu jarðvarma. Eitt litlasta landið Á meðal eyjaskeggjanna tólf þúsund má eflaust finna einn, jafnvel maka þjóðhöfðingja, sem álítur Nevis „stórasta land í heimi“, þótt það sé raunar mun nær því að vera eitt litlasta land í heimi. Eins og Ísland. Engin verðlaun Það er þó engin ástæða til að gera lítið úr þjóðinni, þótt hún sé vissulega afar lítil. Eins og sannast hefur á síðustu dögum eru smáþjóðum allir vegir færir. Ólíkt Íslendingum hafa íbúar St. Kitts og Nevis, alls um fjörutíu þúsund, hins vegar aldrei unnið til verðlauna á Ólympíuleikum. Eini þátttakandi þeirra á leikunum í ár er hundrað metra hlauparinn Kim Collins, sem hafnaði í fimmta sæti í sínum riðli í undanúrslitahlaupi. Eins og íslensku handbolta- mennirnir er Collins þjóðhetja í heimalandi sínu. Ólíkt þeim komst hann hins vegar ekki upp úr undanúrslitum og hefði það líklega orðið stoltum Geir Haarde tilefni til háðs- glósa ef heimsóknina hefði borið að fáein- um dögum síðar. stigur@frettabladid.is Borgarmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.