Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2008
UMRÆÐAN
Hinrik Ólafsson skrifar
um jarðfræði.
Náttúra Íslands er stór-brotin. Það er sama
hvar litið er á þessari eld-
fjallaeyju alls staðar
getur maður með góðum
vilja og örlítilli innsýn í
jarðfræði getið sér til
hvernig land hefur mótast í gegn-
um árþúsundin og jafnvel lengur.
Dæmin eru út um allt meira að
segja í Reykjavík. Ísland er ungt
land jarðfræðilega séð, aðeins 16
milljón ára gamalt og enn í mótun.
Í raun „nýfætt“ landsvæði ef
maður notar myndlíkingu við
kornabarn. Einhvers staðar las ég
að jörðin væri 3.600 milljón ára
gömul.
Ég sem leiðsögumaður og
áhugamaður um jarðfræði Íslands
hef umbreytt þessum stærðum
gróflega og barnslega fyrir sjálf-
um mér og öðrum til betri skiln-
ings á ungviðinu, Íslandi.
Ef við ímyndum okkur að jörð-
in sé 50 ára þá er Ísland þriggja
mánaða gamalt. Þetta er ágætt að
hafa í huga þegar maður ferðast
um þessa viðkvæmu og „nýfæddu“
náttúru sem Ísland geymir.
Einhvers staðar las ég að
eldjföllin væru upphaf alls lífs á
jörðinni, lofthjúpsins og meira til!
Þrátt fyrir allt eru eldfjöll og eld-
virk svæði jafnframt heillandi og
óhugguleg. Það er allavega mín
upplifun og flestra þeirra sem ég
hef ferðast með á Íslandi.
Flestir erlendir ferðamenn reka
upp stór augu yfir hvernig lands-
lag Íslands er og finnst margt
framandi í náttúrunni svo ekki sé
talað um sögu og menningu þess-
arar þjóðar. Ég sem leiðsögumað-
ur reyni af fremsta megni að
útskýra og svara spurningum um
jarðmyndanir ásamt öllu hinu sem
þarf útskýringar við. Söfnin á
Íslandi eru frábær viðbót til að ná
utan um öll herlegheitin. Betur
má ef duga skal.
Grunnþekking flestra ferða-
manna sem koma til Íslands á jarð-
fræði er almennt lítil sem engin.
Ekkert óeðlilegt við það. Fá land-
svæði hafa jafn skýr jarðfræði-
dæmi og Ísland. En aukin umræða
og vitund undanfarna áratugi um
hnattræna hlýnun, breytt veður-
far, bráðnun jökla og hafíss er
farin að hljóma sí og æ í flestum
fjölmiðlum sem ógnar-spennu-
saga. Alltaf kemur eitthvað nýtt
fram. Hægt er að greina út frá
þessu aukin áhuga m.a. útlendra
ferðalanga hér á landi á jarðfræði.
Ísland er líkt og rannsóknar-
stofa í jarðvísindum og í fleiru er
tengist náttúrunni. Það er einstakt
að hafa slík náttúrufyrirbrigði að
sýna í ferðaþjónustu á Íslandi. En
þrátt fyrir þetta vakna margar
spurningar ferðalanga sem erfitt
getur reynst að svara nema með
vitneskju vísindamanna á þessu
sviði eða með samantekt í myndum
og máli.
Flestir ferðamenn vilja fræð-
ast meira og spyrja þegar lengra
líður á Íslandsferðina um
heimsókn á jarðfræði-
safn. Þá er í raun fátt um
að velja sem gefur heild-
armynd af fræðunum.
Það fyrirfinnast söfn
eða sýningar er tengjast
jarðfræði að einhverju
leyti hér á landi. Þau eru
oftast samansett um
afmarkaða þætti hennar.
Eins og einstakt steina-
safn Petru á Stöðvarfirði, ásamt
frábærum eldgoskvikmyndum
Osvalds og Vilhjálms Knudsen í
Reykjavík (Volcano Show) svo
eitthvað sé nefnt. En það vantar
safn sem gefur bæði hnattræna
og Íslandstengda jarðfræðilýs-
ingu.
Því undrast ég seinagang hins
opinbera þegar ég las nýverið í
Fréttablaðinu áhugaverða grein
um Harald Sigurðsson, einn
fremsta jarðvísindamann heims.
Þar greinir hann frá því að safn-
munir er tengjast jarðfræði sem
hann hefur safnað og afhent
menntamálaráðuneytinu ásamt
hugmyndum hans um stofnun eld-
fjallsafns í Stykkishólmi séu að
renna okkur Íslendingum úr
greipum. Hann hugi að því þessa
dagana að færa munina og hug-
myndir sínar til Hawaii. Allt
vegna seinagangs í menntamála-
ráðuneytinu við að finna þessu
máli farveg.
Með stofnun safnsins og stað-
setningu í Stykkishólmi myndi
skapast frábær umgjörð fyrir
slíkt safn. Eftir hringferð um
Snæfellsnesið, sem hefur að
geyma flest þau jarðfræðidæmi
sem fyrirfinnast á Íslandi, væri
kjörið að fá samantekt og nánari
fræðslu á slíku safni.
Svo ekki sé talað um þekkingu
og reynslu Haraldar sem fræði-
manns um víða veröld sem ferða-
menn og fleiri fengju að njóta.
Ég held ég geti fullyrt að fáir
íslenskir vísindamenn hafi hlotið
viðlíka reynslu og frama eins og
Haraldur á sínu sviði. Slíkt safn
myndi efalaust draga að sér
erlenda fræðimenn og stúdenta.
Safnið gæti verið rannsóknarset-
ur fyrir fræðimenn um víða ver-
öld.
Þessa dagana eru 1000 jarð-
fræðingar að funda um fræðin í
Reykjavík. Jarðfræðingar sem
stunda rannsóknir tengdar m.a.
eldvirkni þurfa að ferðast mikið
til að geta séð og lært. Því gæti
slíkt safn verið þeirra bakland og
miðstöð meðan þeir dvelja á
Íslandi.
Haraldur hefur stundað rann-
sóknarstörf víða um heim og
komið fram með athyglisverðar
kenningar sem vakið hafa athygli.
Ekki bara innan fræðanna heldur
líka hjá almenningi. Það hafa
verið gerðir sjónvarpsþættir um
rannsóknir hans og kenningar
sem hafa verð sýndir víða um
heim. Hann hefur verið leiðbein-
andi doktorsnema um langt skeið
ásamt því að vera vinsæll fyrir-
lesari um fræðin.
Látum ekki svona tækifæri
renna okkur úr greipum. Hér er
einstakt tækifæri til að gefa nán-
ari innsýn inn í leyndardóma eld-
fjallanna.
Einstakt tækifæri fyrir ferða-
þjónustuna og landsbyggðina.
Slíkt safn mun skapa eftirtekt og
síðar störf þegar fram líða stund-
ir. Hér er tækifæri fyrir mennta-
málaráðherra að hafa snör hand-
tök sem hún er þekkt fyrir.
Höfundur er áhugamaður um
jarðfræði.
Tækifæri í eldfjöllum
Engin
útborgun!
Frábær símatilboð hjá Vodafone. Þú borgar ekkert út,
afborganir dreifast á 12 mánuði á kreditkort. Auk þess
færðu 2.000 kr. inneign í hverjum mánuði í heilt ár.
Adidas MiCoach
• Afborgun 3.500 kr. á mánuði í 1 ár
• 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár
0 kr. út
Sony Ericsson W910i
• Afborgun 4.000 kr. á mánuði í 1 ár
• 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár
• 500 MB niðurhal á mánuði í 1 ár*
0 kr. út
Þú færð 2.000 kr. inneign á mánuði!
Lifðu núna
Nokia E51
• Afborgun 3.000 kr. á mánuði í 1 ár
• 500 MB niðurhal á mánuði í 1 ár*
0 kr. út
*Gildir um gagnaflutninga innanlands.
Tilboðið gildir til 20. september 2008.
Óska eftir að kaupa enskt
Lingafon námskeið
Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið
útgefi ð 1978 eða síðar. En útgáfuár bóka er skráð
áberandi fremst í bókum.
Upplýsingar í síma 865 7013
Björgvin Ómar Ólafsson
HINRIK ÓLAFSSON
Flestir ferðamenn vilja fræðast
meira og spyrja þegar lengra
líður á Íslandsferðina um
heimsókn á jarðfræðisafn. Þá
er í raun fátt um að velja sem
gefur heildarmynd af fræðun-
um.