Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR „Þetta er ótrúlega flott frammi- staða hjá strákunum,“ segir Bjarni Friðriksson, júdókappi og bronsverðlaunahafi frá Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984, um árangur landsliðsins í handknatt- leik. „Ég fylgdist auðvitað með leiknum en hafði ekki taugar til að horfa á hann allan,“ segir Bjarni. Hann hafi því reynt að finna sér eitthvað að gera heima við en horft á leikinn með öðru auganu. „Þetta er búin að vera ótrúleg sigurganga og engin heppni. Að vinna heimsmeistarana og gera jafntefli við Evrópumeistarana.“ Hann segir allan hópinn eiga lof skilið, bæði leikmenn, þjálfara og aðra sem að liðinu standa. „Maður sér hvað það er gaman hjá þeim þarna á vellinum, það geislar af þeim og þeir gefa allt í leikinn,“ segir Vala Flosadóttir, stangarstökkvari og bronsverð- launahafi frá Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Nú er það bara silfur eða gull. Ég óska þeim góðs gengis og auð- vitað væri frábært ef þeir næðu að vinna gullið.“ Vala býr í Lundi í Svíþjóð þar sem margir Íslend- ingar eru við nám. „Ég er alveg viss um að sjá íslenska fána í bænum á sunnudaginn, sama hvernig gengur,“ segir Vala. Vilhjálmur Einarsson, silfur- verðlaunahafi frá Ólympíuleikun- um í Melbourne 1956 segir árang- ur landsliðsins stórkostlegann. „Ég er í sjöunda himni,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að hann hafi horft á alla leiki landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking. „Ég held að stemningin sem strákarnir hafa náð í liðinu sé alveg sérstök og mjög líkleg til að skila þeim sigri. Ég vona bara að þeir fari ekki að hugsa of mikið um gullið fyrr en það er komið.“ Hann segir mikilvægt fyrir leik- menn að hugsa um leikinn, um augnablikið og halda einbeiting- unni. „Leikmennirnir eru svo skemmtilega ólíkir og fjölhæfir sem ég tel vera lykilþátt í árangri þeirra.“ olav@frettabladid.is Þórkatla Aðalsteinsdóttir: Sameinar og gerir okkur sterkari „Þetta sameinar okkur,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræð- ingur um árangur landsliðsins. „Mér sýndist ég sjá það þegar ég horfði á leikinn, á matsölustað með fullt af ókunnugu fólki. Bæði ungir og aldnir voru farnir að hoppa upp og klappa í takt og horfa tárvotum augum hver á annan. Þetta virðist ryðja úr vegi alls konar hindrunum sem eru dagsdaglega á milli okkar. Það er það yndislega við það þegar svona vel gengur, þetta þjóðarstolt sem er svo góð tilfinning. Stækkar okkur öll og gerir okkur sterkari.“ Þórkatla segir árangurinn ekki síst mikilvægan á þessum erfiðu tímum í efnahagslífinu. „Við eigum svolítið í vök að verjast og þurfum að halda vel á spöðunum. Þá er gott að það gangi svona vel á einhverj- um öðrum vígstöðvum. Þetta lið er mikið sameiningartákn fyrir landið, tákn um styrk og snerpu og klókindi.“ - þeb BJARNI FRIÐRIKSSON Vann til brons- verðlauna í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. VALA FLOSADÓTTIR Vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. VILHJÁLMUR EINARSSON Þar til í gær hafði Vilhjálmur náð lengst Íslendinga á Ólympíuleikum þegar hann vann silfur- verðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Fjölhæfni leikmanna er lykill að velgengni Íslenskir Ólympíuverðlaunahafar gleðjast yfir árangri handknattleikslandsliðs- ins á Ólympíuleikunum í Peking. Þeir telja liðið vel geta sigrað í úrslitaleiknum en mikilvægt sé að halda einbeitingunni. Stemningin í liðinu sé alveg sérstök. HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍSLANDS Í ÚRSLIT Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Nám með starfi Borgarholtsskóli býður kvöldskólanám í málm- og véltæknigreinum. Síðasti innritunardagur er í dag, laugardag kl. 11-14 Eftirtaldar greinar eru í boði: Málmsuða: HSU, LSU, RLS og RSU Málmsmíðar: HVM, PLV, VVR og REN Teikningar: GRT, CAD, TTÖ og ITM Véltækni: AVV, VFR og VÖK Fagbóklegt: RAT, RÖK, EÐL og MRM Kennt verður virka daga frá 18:10 til 22:30 og laugardaga frá 8:10 til13:50 Kennsla hefst 25. ágúst. Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is og í síma 5351716 ÞÓRKATLA Horfði á leikinn með ókunnugum sem og kunnugum og segir árangurinn sameina og ryðja úr vegi hindrunum. „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Það er stórkostlegt að þetta skuli ganga svona vel en þó held ég að þetta sé ekki tilviljun,“ segir Stefán Eggertsson læknir og faðir Ólafs Stefánssonar fyrirliða íslenska landsliðsins. Stefán segir Ólaf ábyggilega hafa mjög góð áhrif á félaga sína almennt séð. „Það hefur ekki farið leynt að hann hugsar mikið um andlega hluti og menn geta áorkað ýmsu með þvílíkum þankagangi. Sálarhliðin skiptir miklu máli og það verður ekki horft fram hjá því,“ segir Stefán. - vsp Faðir Ólafs Stefánssonar: Sálarhliðin skiptir miklu „Við fögnum öll yfir þessum undraverða árangri,“ segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Hann segir að afreksmennirnir hafi sýnt okkur hverju góður liðsandi, jákvæðni og drenglyndi fær áorkað. Það sé þjóðinni allri mikilvæg áminning. „Auðvitað mun ég og fjölskyldan öll horfa á leikinn á sunnudagsmorgun og vera með drengjunum okkar í anda, stolt og glöð yfir þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu bilaði netútsending ruv.is og því var ekki hægt að horfa á leikinn þar. - vsp Biskupinn hvetur strákana: Netið klikkaði á Biskupsstofu Ísland verður á sunnudag lang- fámennasta þjóðin frá upphafi sem unnið hefur til verðlauna í hópíþrótt á Ólympíuleikum. Íslendingar hafa tryggt sér silfurverðlaun í hand- bolta og eiga möguleika á gullverð- laununum. Fámennasta þjóðin sem fram til þessa hefur unnið til verðlauna í hópíþrótt er Trínidad og Tóbagó, en þjóðin vann bronsverðlan í 4x400 metra boðhlaupi karla á leikunum í Tókýó árið 1964. Þjóðina mynda ríf- lega milljón manns. Þess ber þó að geta að boðhlaup er sjaldnast talið til hefðbundinna hópíþrótta. Næstfámennesta þjóðin í þess- um hópi eru Slóvenar, en fjögurra manna teymi þeirra hlaut brons- verðlaun í róðri á leikunum í Bar- celona árið 1992. Slóvenar eru rúm- lega tvær milljónir. Þá má geta þess að Íslendingar eru fimmta fámennasta þjóðin sem yfirhöfuð hefur unnið til verðlauna á sumarólympíuleikum. Sú fámenn- asta er Bermúda, þar sem búa um 66 þúsund manns, en Bermúdabúar eignuðust sinn fyrsta og eina verð- launahafa þegar þeir unnu brons- verðlaun í hnefaleikum í Montréal árið 1976. - sh Verðlaun fyrir hópíþróttir á Ólympíuleikum: Ekki til fámennari þjóð sem stigið hefur á pall JAXLARNIR ÞRÍR Varnarjaxlarnir Ingimundur Ingimundarson og Sigfús Sigurðsson, ásamt línumanninum Róberti Gunnarssyni fagna sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.