Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 56
36 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
HELGARKROSSGÁTAN
Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur
99
kr
.s
m
si
ð
99
k
r.
sm
si
ð
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i :
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i :
Þú gætir unnið
Fóstbræður
seríur 1-5
á DVD!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Leystu
krossgát
una!
Spænskar táningsstúlkur klæðast
nú helst í stutt svört pils skrýdd-
ar slaufum og hárböndum, sumar
klæðast pokabuxum og ganga um
með sólhlífar. 19. öldin er komin
aftur til Spánar, og fleiri landa, og
leggst hún af fullum þunga á telp-
urnar. El País segir foreldrana
ekki vita hvaðan á þá stendur
veðrið.
„Mamma, pabbi, ég er gotnesk
lólíta!“ er setning sem gæti komið
illa við margt foreldrið. Lólíta
er fræg bók eftir hann
Nabokov og fjallar um
menntamanninn
Humbert, sem verð-
ur hugfanginn af 12
ára stúlku og á í
kynferðislegu sam-
bandi við hana.
Ungar stúlkur,
sem eru kannski
ekki alsaklausar
kynferðislega, eða
gefa eldri mönnum
undir fótinn, eru allar
götur síðan kallaðar
lólítur.
En að vera gotnesk lólíta
er víst allt annað. Það snýst
öðrum þræði um að endurreisa
viktoríönsk gildi og rókokkó-stíl.
Ákveðið sakleysi, góðan smekk
og virðingu; gildi sem mega muna
fífilinn góða fegurri. Dæmi um
þetta er að standa upp fyrir eldri
borgurum í strætó.
Japan er heimaland þessarar
gotnesku lólítutísku, sem nú
dreifist um lönd. Hún kom upp á
yfirborðið á áttunda áratugnum
og, það verður að segjast, er að
mörgu leyti viðkunnanleg.
Lólíturnar eru vissulega hégóm-
leg tískufrík, en þær finna einnig
ánægju í því að fara í skógarferð-
ir og snæða undir berum himni.
Þær hafa göngutúra í hávegum og
kíkja oft á söfn og svona upp-
byggilegt ýmislegt.
En sagt er að myrka hliðin á
tískunni, svörtu sauðirnir, séu
emurnar. Þær eru líkar lólítunum
í útliti, en mun pönkaðri og villt-
ari.
„Já, við erum svipaðar lólítun-
um, en við klæðumst fleiri litum.
Við erum líka svolítið spes,
því við erum í sjálfs-
morðshugleiðingum. Og
við erum allar tvíkyn-
hneigðar,“ segir
Andrea, 15 ára. Ekki
myndu allar emur
taka undir orð
hennar, reyndar.
En þær eru flipp-
aðri.
Þetta er auðvitað
mest í nösunum á
hnátunum ljúfu,
sem benda á að það
geti komið sér vel að
klæðast eins og maður
tilheyri hættulegri jaðar-
menningu, sem enginn þekkir
almennilega. Sem getur verið
miður indælt.
Hún Yolanda rifjar til dæmis
upp að mamma einnar lólítunnar
hafi haldið að dóttir sín væri
djöfladýrkandi, bara af því hún
klæddist svörtum fötum og mak-
aði dökkum andlitsfarða framan í
sig. Það þótti stelpunum fyndið.
„Og um daginn hitti ég stelpu
sem er ema og pabbi hennar er
bara alveg hættur að yrða á hana,
því hann heldur að hún fari þá að
skera sig á púls!“ segir Yolanda,
og flissar.
Spænsku lólíturnar
KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON
HORFIR ÚT Í HEIM
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Góð vika fyrir...
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mikill styr hefur
staðið um þriðju meirihlutaskiptin í borgarstjórn
Reykjavíkur. Þó háværar gagn-
rýnisraddir hafi kvabbað um
vinnubrögð sjálfstæðis- og
framsóknarmanna í kringum
meirihlutaskiptin er það
ekki nóg til varpa skugga á
þann merka áfanga Hönnu
Birnu að verða borgar-
stjóri. Markar það ákveðin
tímamót innan Sjálfstæð-
isflokksins. Auk þess mun
hún fá brjósmynd af sér í
Ráðhúsið - eftir svona fimmt-
án til tuttugu ár.
Loga Geirsson. Þetta var auðvitað frábær vika fyrir
allt íslenska landsliðið og í raun alla Íslendinga.
Kryddið í viku Loga er þó nudd-
ið sem hann fékk frá hinni
stórglæsilegu forsetafrú,
Dorrit Moussaieff, sem
gerði sér lítið fyrir og
strauk handboltakappan-
um fyrir framan blaða-
ljósmyndara í Peking.
Það eru margir sem
öfunda Loga af þessum
strokum en eflaust eru
einnig margar
yngismeyjar sem öfunda
Dorrit af því að fá að með-
höndla skorinn kropp Geirs-
sonarins.
Evu Maríu Jónsdóttur. Eva er
einhver ástsælasta sjón-
varpskona okkar Íslendinga
og því tími kominn til að
hún fái að vera á skjánum
þegar tugþúsundir Íslend-
inga eru að horfa. Það er
raunin með Gettu Betur
en Eva verður spyrill í
þeirri frábæru spurninga-
keppni í vetur. Ekki skemm-
ir fyrir að Eva útilokar ekki
að kynferðisleg spenna verði
til staðar í Gettu betur en það er
þó háð því að hún fái sjálf að velja sér stigavörð sem
líklegast verður ekki raunin.
Slæm vika fyrir...
Ólaf Jóhannesson. Íslendingar
bundu miklar vonir við að
Ólafur og íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu
myndu bjóða landanum upp
á almennilegan leik þegar
Aserar komu í heimsókn á
miðvikudagskvöldið. Raunin
varð hins vegar sú að liðið
spilaði afleitlega og lét lið Aser-
badjan líta allt of vel út á Laugar-
dals- vellinum. Íslendingar hafa kjánalega
miklar kröfur til landsliðsins í knattspyrnu og
því er Ólafur ekki í auðveldri stöðu. Gott gengi
íslenska handboltalandsliðsins beinir umræðunni
þó annað. Sem betur fer fyrir Ólaf.
Ásdísi Hjálmsdóttur. Ólympíu-
leikarnir hafa leikið frjálsí-
þróttafólkið okkar grátt og
hefur í raun enginn keppenda
Íslands staðið undir vænting-
um. Ásdís var rúsínan í pylsu-
endanum en hún keppti síðust
Íslendinga og var langt frá
sínum besta árangri. Henni til
varnar er þó sú staðreynd að hún
hefur glímt við meiðsli undanfarn-
ar vikur. Þó er spurning hvort íþrótta-
hreyfingin ætti að vera að eyða fúlgum fjár í kepp-
endur ef vitað er fyrirfram að árangurinn verður
ekki ásættanlegur.
Gísla Martein Baldursson. Þó að Gísli sé að gera það
sem gerir hverjum manni gott, að mennta sig, virð-
ast ekki allir hrópa húrra fyrir borgarfulltrúanum
geðþekka. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur
fyrir að ætla að sinna starfi sínu sem borgarfulltrúi
samhliða námi og þiggja fyrir það
hundruð þúsunda. Menntun
Gísla hefur í gegnum tíðina
nánast eingöngu kostað hann
slæma umfjöllun, en flestir
muna eftir havaríinu í
kringum BA-prófið í stjórn-
málafræði sem mikið var
rætt á sínum tíma. Hefði
Gísli hætt í skóla eftir
grunnskóla væri hann
eflaust vinsælasti maður í
heimi.