Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 32
Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík síð-
astliðinn sunnudag vegna mengunar sem barst frá
meginlandi Evrópu. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heil-
brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur,
segir það geta gerst á sumrin að mengun berist frá
Evrópu, sandstormum ofan af hálendinu eða fram-
kvæmdasvæðum borgarinnar sem stundum veldur
því að svifryk fer yfir heilsuverndarmörk. Venjulega
sé hættan á svifryksmengun þó mest seinni part vetr-
ar. En kemst mikið af svifrykinu inn í bílana sem leið
eiga um borgina?
„Í nýja og nýlega bíla, sem eru upp undir fimm ára,
á svifryk ekki góða leið inn,“ segir Össur Lárusson,
framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, og segir
ástæðuna þá að þeir séu bæði þéttir og að miðstöðv-
arkerfið sé búið það fullkomnum frjókornasíum að
svifryk á ekki auðvelda leið í gegnum þær.
Össur segir þó að annað gildi um eldri bíla og að
þeir geti verið galopnir fyrir inngöngu svifryks.
„Eftir því sem bílar eldast verður meira slit á búnað-
inum sem heldur svifrykinu úti þannig að það á auð-
veldara með að komast inn.“
„Búnaðurinn sem heldur svifrykinu úti er miðstöðv-
arkerfið sem er orðið mjög fullkomið og er búið síum
og ventlum sem eiga ekki að hleypa í gegn um sig
hvers konar ryki. Þéttleiki bílanna skiptir einnig máli,
það eru þéttikantar bæði á hurðum og gluggum,“
útskýrir Össur en segir að auðvitað slitni bæði mið-
stöðin og þéttleikinn með árunum og verði slappari.
Aðspurður segir Össur að gott ráð til að koma í veg
fyrir svifryk í bílum sé að fylgjast með þéttiköntum á
hurðum og rúðum. „Einnig er möguleiki að taka hring-
rásarkerfið á miðstöðinni þannig að bíllinn snúi bara
loftinu inni í bílnum.“
Að sögn Össurar skiptir máli að bílaeigendur fylgist
með frjókornasíum í bílum sínum og fari með bílana í
þjónustuskoðun til að láta fylgjast með því hvort allur
búnaður sé að virka eins og hann á að gera til þess að
það sé öruggt um að fá ekki óæskilegar lofttegundir
inn í bílana. martaf@frettabladid.is
Svifryki haldið utan bíla
Þeir bílaeigendur sem hafa haldið sig utan borgar leggja nú af stað úr rykinu á hálendinu í svifrykið í borginni.
Ferðalangar hafa snúið sama loftinu inni í bílnum í rykinu á hálendinu en þarf þess í svifrykinu í borginni?
Anna Rósa Böðvarsdóttir segir að svifryksmengun á sumrin
komi frá Evrópu, hálendinu og framkvæmdasvæðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Össur Lárusson segir að svifryk eigi ekki auðvelda leið inn í
nýlega bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
BÍLASALA dróst saman um 62 prósent miðað við
sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum frá Umferðar-
stofu en einungis 805 bílar voru nýskráðir í júlí.