Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 32
Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík síð- astliðinn sunnudag vegna mengunar sem barst frá meginlandi Evrópu. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heil- brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það geta gerst á sumrin að mengun berist frá Evrópu, sandstormum ofan af hálendinu eða fram- kvæmdasvæðum borgarinnar sem stundum veldur því að svifryk fer yfir heilsuverndarmörk. Venjulega sé hættan á svifryksmengun þó mest seinni part vetr- ar. En kemst mikið af svifrykinu inn í bílana sem leið eiga um borgina? „Í nýja og nýlega bíla, sem eru upp undir fimm ára, á svifryk ekki góða leið inn,“ segir Össur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, og segir ástæðuna þá að þeir séu bæði þéttir og að miðstöðv- arkerfið sé búið það fullkomnum frjókornasíum að svifryk á ekki auðvelda leið í gegnum þær. Össur segir þó að annað gildi um eldri bíla og að þeir geti verið galopnir fyrir inngöngu svifryks. „Eftir því sem bílar eldast verður meira slit á búnað- inum sem heldur svifrykinu úti þannig að það á auð- veldara með að komast inn.“ „Búnaðurinn sem heldur svifrykinu úti er miðstöðv- arkerfið sem er orðið mjög fullkomið og er búið síum og ventlum sem eiga ekki að hleypa í gegn um sig hvers konar ryki. Þéttleiki bílanna skiptir einnig máli, það eru þéttikantar bæði á hurðum og gluggum,“ útskýrir Össur en segir að auðvitað slitni bæði mið- stöðin og þéttleikinn með árunum og verði slappari. Aðspurður segir Össur að gott ráð til að koma í veg fyrir svifryk í bílum sé að fylgjast með þéttiköntum á hurðum og rúðum. „Einnig er möguleiki að taka hring- rásarkerfið á miðstöðinni þannig að bíllinn snúi bara loftinu inni í bílnum.“ Að sögn Össurar skiptir máli að bílaeigendur fylgist með frjókornasíum í bílum sínum og fari með bílana í þjónustuskoðun til að láta fylgjast með því hvort allur búnaður sé að virka eins og hann á að gera til þess að það sé öruggt um að fá ekki óæskilegar lofttegundir inn í bílana. martaf@frettabladid.is Svifryki haldið utan bíla Þeir bílaeigendur sem hafa haldið sig utan borgar leggja nú af stað úr rykinu á hálendinu í svifrykið í borginni. Ferðalangar hafa snúið sama loftinu inni í bílnum í rykinu á hálendinu en þarf þess í svifrykinu í borginni? Anna Rósa Böðvarsdóttir segir að svifryksmengun á sumrin komi frá Evrópu, hálendinu og framkvæmdasvæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Össur Lárusson segir að svifryk eigi ekki auðvelda leið inn í nýlega bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BÍLASALA dróst saman um 62 prósent miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu en einungis 805 bílar voru nýskráðir í júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.