Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2008 49 Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðs- ins, Sumarferða og Sony Center hefur aldeilis lagst vel í landann, en rúmlega 3000 myndir hafa borist samkeppninni. Leitað er að bestu ljósmynd sumarsins, en sá listagóði ljósmyndari fær ferðavinning upp á 100.000 krónur og stafræna D- SLR myndavél með 18-70 mm linsu að verðmæti 90.000 krónur. Annað og þriðja sæti fá einnig ferðavinn- inga upp á sextíu og fjörutíu þús- und og myndavélar að verðmæti fimmtíu og fjörutíu þúsund. Hægt er að skoða innlegg þátt- takenda í keppnina á Vísi og senda inn myndir. Þar má sjá allt frá por- trettmyndum, til götustræta New York og kettlinga í sólinni. Svo virð- ist sem hver og einn leggi sig fram við að fanga augnablikið og úr verð- ur fínasta heimild um Ísland og Íslendinga þetta sumarið. Dómnefnd skipa Anna Margrét Björnsson, ritstjóri Ferðalaga, Pjet- ur Sigurðsson, ljósmyndari Frétta- blaðsins, Kristinn Theódórsson, rekstrarstjóri Sony Center og full- trúi Sumarferða. Þeirra bíður erfitt verk, en eins og fyrr segir eru úr mörgu að velja. Sigurmyndirnar birtast svo í Ferðalögum, sérblaði Fréttablaðsins þann 31.ágúst og fer því hver að verða síðastur að senda inn sneið af sínu sumri. - kbs Metþátttaka í ljósmyndakeppni Vísis FANGAR AUGAÐ Keppni um bestu ljósmynd sumarsins er í fullum gangi. Þessi keppir ekki, en fangar sumarið á sinn hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barneignir virðast svo sannarlega vera í tísku í Hollywood og ekkert lát á fréttum af nýjum erfingj- um fræga fólksins. Það er ekki annað að heyra en að fræga fólkið í Hollywood sé afar samtaka hvað varðar barneignir. Fregnir af nýjum og nýjum kúlum berast nánast vikulega og því nóg að gera í að fylgjast með fjölgun stjarnanna. Gwen Stefani eignaðist soninn Zuma Nesta Rock Rossdale í Los Angeles á fimmtudag og hefur tals- maður hennar lýst því yfir að móður og barni heilsist afar vel. Fyrir eiga hún og eiginmaðurinn Gavin Ross- dale soninn Kingston, tveggja ára, en Gwen hefur ekki farið leynt með það að hana langaði í annað barn sem fyrst. Jennifer Garner hefur einnig staðfest að hún beri nú annað barn sitt og eiginmannsins Bens Affleck undir belti. Hjón- in eiga fyrir dótturina Violet, sem fæddist í desember 2005, sama ár og þau gengu í hjónaband. Ekki er hamingj- an minni á þeim bænum, en mikl- ar vangaveltur höfðu verið uppi um mögu- lega fjölgun í fjölskyldunni litlu áður en hún var end- anlega stað- fest í vik- unni. Besti vinur Afflecks, Matt Damon, eignaðist einnig dóttur í vikunni. Gia Zavala Damon er annað barn hans og eiginkon- unnar Luciönu, en fyrir eiga þau dótturina Isabellu, sem er tveggja ára, og Alexíu, sem er dóttir Luciönu af fyrra hjóna- bandi. Kryddpían Mel C hefur greint frá því að hún eigi von á fyrsta barn sínu og kærastans Thomas Starr, en þau hafa verið saman í ein sex ár. Orðrómur um mögu- lega þungun Evu Longoria gengur fjöllunum hærra, en hún og eigin- maður hennar róa nú að því öllum árum að eignast erf- ingja, og hefur leik- konan nýlega sést skarta því sem vel gæti verið kúla á byrjunarstigi. Þá eignaðist söngvarinn Ricky Martin nýlega tvíbura, þó að það hafi verið með heldur óhefðbundnari hætti, því þeir komu í heiminn með aðstoð staðgöngumóður – sem þykir gefa orðrómi um að söngv- arinn sé samkynhneigð- ur byr undir báða vængi. Synirnir eru heilbrigðir með öllu, og Ricky ku vera himinlif- andi yfir þessum „nýja kafla í lífi sínu“, að því er segir í tilkynn- ingu frá söngv- aranum. Barneignir enn í tísku Gwen Stefani eignaðist annan son sinn í vikunni, en fyrir átti hún þennan litla herra, Kingston. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Garner hefur staðfest að Violet, tveggja ára dóttir hennar og Bens Affleck, eignist brátt systkini. Ricky Martin varð stoltur faðir tvíburadrengja á dög- unum, sem hann eignaðist með aðstoð staðgöngu- móður. Mel C verður síðasta krydd- pían til að fjölga mann- kyninu, en hún og kærasti hennar eiga von á barni. Söngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur órafmagnaða tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Henni til halds og trausts verða Wonderbrass og Jónas Sen sem hafa staðið þétt við bakið á söngkonunni á nýafstað- inni tónleikaferð um heiminn. Á tónleikunum verða flutt lög sem hafa verið uppistaðan í tónleika- dagskrá Bjarkar, þar á meðal lög af síðustu plötu hennar, Volta. Tónleikarnir verða teknir upp og eru ætlaðir til útgáfu. Aðeins um þrjú hundruð miðar verða í boði og hefst sala á midi.is á mánudags- morgun klukkan 10. Miðaverð er 6 þúsund krónur. Kirkjan opnar klukkan 17.30 en tónleikarnir hefj- ast hálftíma síðar. Órafmögnuð Björk BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk spilar á órafmögnuðum tónleikum í Langholts- kirkju á þriðjudag. Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst 2008 Kl. 15:00 – 22:00 Ég verð með opið hús á Njálsgötu 86 í vinnustofunni minni, sem á einmitt opnunarafmæli í dag. Húsið opnar klukkan þrjú með úrvali af nýjum og eldri málverkum á veggjum og lokar klukkan tíu. PÉTUR GAUTUR Að sjáfsögðu verða veitingar við hæfi. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Kl. 19:30 – 21:30 Að venju mun Kristjana Stefánsdóttir, djassdívan sjálf, hefja upp raust sína og djassa okkur inn í nóttina ásamt þeim Agnari Má Magnússyni píanóleikara og Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Kíkið á nýja vefinn, www.peturgautur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.