Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 69

Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 69
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2008 49 Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðs- ins, Sumarferða og Sony Center hefur aldeilis lagst vel í landann, en rúmlega 3000 myndir hafa borist samkeppninni. Leitað er að bestu ljósmynd sumarsins, en sá listagóði ljósmyndari fær ferðavinning upp á 100.000 krónur og stafræna D- SLR myndavél með 18-70 mm linsu að verðmæti 90.000 krónur. Annað og þriðja sæti fá einnig ferðavinn- inga upp á sextíu og fjörutíu þús- und og myndavélar að verðmæti fimmtíu og fjörutíu þúsund. Hægt er að skoða innlegg þátt- takenda í keppnina á Vísi og senda inn myndir. Þar má sjá allt frá por- trettmyndum, til götustræta New York og kettlinga í sólinni. Svo virð- ist sem hver og einn leggi sig fram við að fanga augnablikið og úr verð- ur fínasta heimild um Ísland og Íslendinga þetta sumarið. Dómnefnd skipa Anna Margrét Björnsson, ritstjóri Ferðalaga, Pjet- ur Sigurðsson, ljósmyndari Frétta- blaðsins, Kristinn Theódórsson, rekstrarstjóri Sony Center og full- trúi Sumarferða. Þeirra bíður erfitt verk, en eins og fyrr segir eru úr mörgu að velja. Sigurmyndirnar birtast svo í Ferðalögum, sérblaði Fréttablaðsins þann 31.ágúst og fer því hver að verða síðastur að senda inn sneið af sínu sumri. - kbs Metþátttaka í ljósmyndakeppni Vísis FANGAR AUGAÐ Keppni um bestu ljósmynd sumarsins er í fullum gangi. Þessi keppir ekki, en fangar sumarið á sinn hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barneignir virðast svo sannarlega vera í tísku í Hollywood og ekkert lát á fréttum af nýjum erfingj- um fræga fólksins. Það er ekki annað að heyra en að fræga fólkið í Hollywood sé afar samtaka hvað varðar barneignir. Fregnir af nýjum og nýjum kúlum berast nánast vikulega og því nóg að gera í að fylgjast með fjölgun stjarnanna. Gwen Stefani eignaðist soninn Zuma Nesta Rock Rossdale í Los Angeles á fimmtudag og hefur tals- maður hennar lýst því yfir að móður og barni heilsist afar vel. Fyrir eiga hún og eiginmaðurinn Gavin Ross- dale soninn Kingston, tveggja ára, en Gwen hefur ekki farið leynt með það að hana langaði í annað barn sem fyrst. Jennifer Garner hefur einnig staðfest að hún beri nú annað barn sitt og eiginmannsins Bens Affleck undir belti. Hjón- in eiga fyrir dótturina Violet, sem fæddist í desember 2005, sama ár og þau gengu í hjónaband. Ekki er hamingj- an minni á þeim bænum, en mikl- ar vangaveltur höfðu verið uppi um mögu- lega fjölgun í fjölskyldunni litlu áður en hún var end- anlega stað- fest í vik- unni. Besti vinur Afflecks, Matt Damon, eignaðist einnig dóttur í vikunni. Gia Zavala Damon er annað barn hans og eiginkon- unnar Luciönu, en fyrir eiga þau dótturina Isabellu, sem er tveggja ára, og Alexíu, sem er dóttir Luciönu af fyrra hjóna- bandi. Kryddpían Mel C hefur greint frá því að hún eigi von á fyrsta barn sínu og kærastans Thomas Starr, en þau hafa verið saman í ein sex ár. Orðrómur um mögu- lega þungun Evu Longoria gengur fjöllunum hærra, en hún og eigin- maður hennar róa nú að því öllum árum að eignast erf- ingja, og hefur leik- konan nýlega sést skarta því sem vel gæti verið kúla á byrjunarstigi. Þá eignaðist söngvarinn Ricky Martin nýlega tvíbura, þó að það hafi verið með heldur óhefðbundnari hætti, því þeir komu í heiminn með aðstoð staðgöngumóður – sem þykir gefa orðrómi um að söngv- arinn sé samkynhneigð- ur byr undir báða vængi. Synirnir eru heilbrigðir með öllu, og Ricky ku vera himinlif- andi yfir þessum „nýja kafla í lífi sínu“, að því er segir í tilkynn- ingu frá söngv- aranum. Barneignir enn í tísku Gwen Stefani eignaðist annan son sinn í vikunni, en fyrir átti hún þennan litla herra, Kingston. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Garner hefur staðfest að Violet, tveggja ára dóttir hennar og Bens Affleck, eignist brátt systkini. Ricky Martin varð stoltur faðir tvíburadrengja á dög- unum, sem hann eignaðist með aðstoð staðgöngu- móður. Mel C verður síðasta krydd- pían til að fjölga mann- kyninu, en hún og kærasti hennar eiga von á barni. Söngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur órafmagnaða tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Henni til halds og trausts verða Wonderbrass og Jónas Sen sem hafa staðið þétt við bakið á söngkonunni á nýafstað- inni tónleikaferð um heiminn. Á tónleikunum verða flutt lög sem hafa verið uppistaðan í tónleika- dagskrá Bjarkar, þar á meðal lög af síðustu plötu hennar, Volta. Tónleikarnir verða teknir upp og eru ætlaðir til útgáfu. Aðeins um þrjú hundruð miðar verða í boði og hefst sala á midi.is á mánudags- morgun klukkan 10. Miðaverð er 6 þúsund krónur. Kirkjan opnar klukkan 17.30 en tónleikarnir hefj- ast hálftíma síðar. Órafmögnuð Björk BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk spilar á órafmögnuðum tónleikum í Langholts- kirkju á þriðjudag. Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst 2008 Kl. 15:00 – 22:00 Ég verð með opið hús á Njálsgötu 86 í vinnustofunni minni, sem á einmitt opnunarafmæli í dag. Húsið opnar klukkan þrjú með úrvali af nýjum og eldri málverkum á veggjum og lokar klukkan tíu. PÉTUR GAUTUR Að sjáfsögðu verða veitingar við hæfi. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Kl. 19:30 – 21:30 Að venju mun Kristjana Stefánsdóttir, djassdívan sjálf, hefja upp raust sína og djassa okkur inn í nóttina ásamt þeim Agnari Má Magnússyni píanóleikara og Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Kíkið á nýja vefinn, www.peturgautur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.