Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 72
PEKING 2008 Íslensk íþróttasaga var rituð upp á nýtt í gær er íslenska handboltalandsliðið vann sér þátttökurétt í úrslitaleik Ólympíuleikanna. Íslensku nauta- banarnir fóru þá illa með Spán- verja sem áttu ekki möguleika gegn frábæru íslensku liði sem vann sex marka sanngjarnan sigur, 36-30. Strákarnir okkar koma því heim með gull eða silfur. Þetta er í fyrsta sinn sem landsliðið kemst í úrslit á stórmóti og verðlaun strák- anna verða fjórðu verðlaun Íslend- inga á Ólympíuleikunum frá upp- hafi. Það var aðeins eitt lið á vellin- um í gær – Ísland. Strákarnir byrj- uðu af miklum krafti og komust í 5-0. Spánverjar komu til baka og það geta þeir að stórum hluta þakkað ömurlegu dómarapari frá Slóveníu sem dró taum Spánverja meira en góðu hófi gegndi. Ísland leiddi með tveggja marka mun í leikhléi, 17-15. Spánverjar eltu íslenska liðið sem naut í upp- hafi síðari hálfleiks en fljótlega fór nautabaninn að gera grín að andstæðingi sínum og vann að lokum þægilegan yfirburðasigur. Ég á vart til nóg sterk lýsingar- orð í orðaforða mínum til þess að lýsa aðdáun minni á íslenska landsliðinu. Frammistaða þess hér í Peking er með slíkum ólíkindum. Undirritaður hefur elt þetta lands- lið heimshorna á milli síðustu ár en hefur aldrei upplifað þá stemn- ingu, þann anda og þá samstöðu er einkennir liðið hér í Peking. Hún er í einu orði sagt ólýsanleg. Hér vinna allir sem ein heild, eru gríðarlega vel undirbúnir og samstilltir. Þetta samspil hópsins minnir um margt á góða tónlist. Tónlistarstjórarnir Guðmundur, Óskar Bjarni og Gunnar Magnús- son sjá um að semja tónlistina. Ingibjörg nuddari, Pétur sjúkra- þjálfari og Brynjólfur læknir fín- stilla hljóðfærin og strákarnir sjá svo um að flytja tónlistina með glæsibrag. Ég hef lengi verið á því að þetta lið gæti farið alla leið í stórmóti þegar allt myndi smella saman og liðið fengi stöðugleika í vörn og markvörslu. Þessir hlutir eru loks- ins í lagi hjá íslenska landsliðinu. Strákunum okkar eru allir vegir færir og það leyndi sér heldur ekki á strákunum eftir leik að þeir eru hungraðir í meira. Þeir standa nú frammi fyrir einstöku tæki- færi sem hugsanlega kemur aldrei aftur. Nái þeir að tóna sig eins vel saman á sunnudag og þeir hafa gert hingað til í keppninni mun þjóðin fagna gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikum í næstu viku. 52 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HRAÐMÓT FYRIR 40 ÁRA OG ELDRI OG YNGRI! FÓTBOLTA PARTÝ! LAUGARDAGINN 30. ÁGÚST AÐ TUNGUBÖKKUM Í MOSFELLSBÆ Á ALVÖRU GRASI BYRJAÐ VERÐUR KL. 10.00 OG SPILAÐUR 7 MANNA BOLTI (2 X 14 MÍNÚTUR) Í RIÐLAKEPPNI TIL KL. 16.00 AÐ HÆTTI “POLLAMÓTS”. SJÁ NÁNAR REGLUR Á WWW.AFTURELDING.IS “KJARNAMÓT” GJALDIÐ ER 15.000 KR. PR. LIÐ OG ER GRILL Í LOKIN OG SELDIR LÉTTIR DRYKKIR. ÞEIR SEM EKKI HAFA SPILAÐ Í ÚRVALSDEILD, 1 EÐA 2 DEILD Á ÞESSU ÁRI ERU LÖGLEGIR. NÁNAR: GUSTAV@HIVE.IS EÐA Í SÍMA 820-6759 HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is Íslensku nautabanarnir í úrslit Strákarnir okkar tryggðu sér verðlaun á Ólympíuleikunum í gær með því að leggja Spánverja sannfærandi í undanúrslitunum. Ísland mætir Frakklandi í úrslitaleiknum eldsnemma á sunnudagsmorguninn. NÆST ER ÞAÐ GULLIÐ Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunn- arsson, öðru nafni Snobbi, fagna eftir stórglæsilegan sex marka sigur á Spánverjum í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mörk Íslands (skot): Logi Geirsson 7 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 7 (11), Snorri Steinn Guðjónsson 6/1 (11/1), Ólafur Stefánsson 5 (8), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (4), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 21 (51/3) 42%. Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Alexander 2, Ingimundur 2, Sigfús). Fiskuð víti: 1 (Ólafur). Utan vallar: 18 mínútur. Mörk Spánverja (skot): Albert Rocas 7/2 (11/2), Juan Garcia 5 (7/1), Iker Romero 5 (10), Carlos Prieto 4 (6), Raul Entrerrios 3 (5), Ion Belausteg- ui 3 (5), Ruben Garabaya 2 (3), Demetrio Lozano 1 (1). Varin skot: David Barrufet 20. Hraðaupphlaup: 5. Utan vallar: 10 mínútur. ÍSLAND-SPÁNN 36-30 Sá stórkostlegi íþróttamaður Guðjón Valur Sigurðsson var klökkur í leikslok í gær og hreinlega orða vant. „Ég hef aldrei komist eins nálægt því að fara að gráta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er voða- lega erfitt að lýsa þessari tilfinningu,“ sagði Guðjón Valur sem fór ekki vel af stað í gær og klúðraði einum þremur hraðaupphlaupum sem gerist afar sjaldan. Hann kom síðan sterkur inn og skoraði meðal annars nokkur frábær mörk utan af velli. „Mér fannst ég vera að bregðast liðinu og félögum mínum með frammistöðu minni í fyrri hálfleik. Það sveið alveg svakalega. Það sýnir annars samstöðuna og hjálpina sem er í liðinu að menn hjálpast að við að rífa mann upp úr svaðinu. Maður fær engan tíma til að vera í fýlu eða hugsa um mistökin. Ég var með Loga við hliðina á mér allan síðari hálfleikinn og hann var sífellt að segja mér að drulla mér inn á miðjuna og skjóta á markið. Áfram með þig og svona. Það er stórkostleg samstaða í þessu liði,“ sagði Guðjón Valur djúpt snortinn, en hann efast ekki um að liðið eigi það skilið að vera komið í úrslit á Ólympíuleikunum. „Mér finnst við eiga þetta skilið og þetta er mjög gaman. Það er enginn heppnis- stimpill yfir þessum árangri. Við erum búnir að vinna Spánverja, Pólverja og Rússa mjög sannfærandi. Við klúðrum helling af dauðafærum í dag en samt er sigurinn eiginlega aldrei í hættu. Það var stórkostleg vörn hjá okkur og markvarsla. Uppstillta sóknin var líka frábær. Það er ekkert panikk í sókninni þegar vörnin og markvarslan er þetta góð,“ sagði Guðjón Valur sem getur ekki beðið eftir að fá að spila úrslitaleikinn. „Nú eru Frakkarnir eftir. Eitt besta hand- boltalið heims og við berum auðvitað virð- ingu fyrir þeim en erum samt engan veginn hræddir. Það er ótrúlegt afl sem býr í þessu liði og ekkert er ómögulegt.“ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: VAR GRÁTI NÆST AF GLEÐI EFTIR SPÁNVERJALEIKINN: Ótrúlegt afl sem býr í þessu liði FÓTBOLTI Fimm mörk Valsstúlkna á síðasta hálftímanum voru of mikið fyrir baráttuglaðar Stjörnustúlkur í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á Stjörnu- velli í gærkvöld. Leikurinn end- aði 1-5 og Valsstúlkur mæta annaðhvort KR eða Breiðablik í úrslitaleiknum. Katrín Jónsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 62. mínútu en fram að því höfðu Stjörnu- stúlkur barist vel og náð að halda vel aftur af Valsliðinu. Markið virtist hins vegar kveikja í Vals- stúlkum og rétt um þrjátíu sek- úndum síðar var Margrét Lára Viðarsdóttir búin að bæta við öðru marki. Pamela Liddel náði svo að minnka muninn fyrir Stjörnuna á 81. mínútu áður en Dóra María Lárusdóttir skoraði þriðja mark Vals. Varamaðurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir gulltryggði svo far- seðilinn í úrslitaleikinn með tveimur góðum mörkum og niðurstaðan því 1-5 sigur Val. „Mér fannst sigurinn í raun aldrei vera í hættu en Stjörnu- stúlkur létu okkur hafa vel fyrir hlutunum,“ sagði Katrín Jóns- dóttir, fyrirliði Vals. Þorkell Máni Pétursson, þjálf- ari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið. „Ég er í skýjunum með stelp- urnar mínar. Þær börðust vel og náðu að halda aftur af frábæru Valsliði í sextíu mínútur,“ sagði Þorkell Máni. - óþ Valur lagði Stjörnuna í undanúrslitum VISA-bikars: Valsstúlkur í úrslit KAPPHLAUP Valsstúlkan Dóra María Lárusdóttir nær hér að leika á Stjörnustúlk- una Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson tryggði íslenska liðinu þriggja stiga sigur á Írum, 78-75, á æfingamóti í Dublin með því að skora sigurkörfuna á síðustu sekúndum leiksins. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig auk þess að taka 6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 14 stig og Hlynur Bæringsson var með 11 stig og 10 fráköst. Logi skoraði síðan átta stig eins og Jakob Örn Sigurðarson og það kom ekki að sök þótt Jón Arnór Stefánsson skoraði aðeins 5 stig í þessum leik. - óój Körfuboltalandsliðið vann Íra: Sigurkarfa Loga >Haukur með 41 stig gegn Belgum Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson var nálægt því að jafna stigamet Helga Jónasar Guðfinnssonar þegar hann skoraði 41 stig í 77-68 sigri Íslands á Belgum í b-deild 16 ára landsliða í Bosníu. Helgi Jónas á stigamet Íslendings í Evrópukeppni unglinga en hann skoraði 44 stig gegn Litháum í 16 ára landsleik í milliriðli Evrópu- keppninnar í apríl 1993. Haukur skoraði 16 stig í þriðja leikhlut- anum en hann hitti úr 12 af 23 skotum sínum og setti niður 13 af 15 vítum sínum í leiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.