Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 54
34 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR NÍNA BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR Ljósmyndaáhuginn kviknaði á unglingsárunum en ef Nína væri ekki ljósmyndari væri hún kannski arkitekt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvenær varstu hamningjusömust? Fjórum sinnum uppi á fæðingar- deild og einu sinni í kirkju. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Húsið mitt. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Get bara ekki munað eftir neinu … Kannski er ég bara svona indæl. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Stórborg eða í litlu ítölsku þorpi. Hvað ætlarðu að sýna á sýning- unni „Engan tölvupóst – takk“? Ljósmyndir af póstkössum sem ég hef rekist á víða um heim. Hvers vegna póstkassar? Þeir eru svo fjölbreyttir, fyndnir, fal- legir og kúl! Hvernig og hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? Þegar ég var unglingur. Kom bara einhvern veginn aldrei annað til greina. Ef þú værir ekki ljósmyndari hvað myndirðu þá vera? Kannski arkitekt. Elska skugga, ljós og línur. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Sjoppa sem var á frekar mikið sveittum stað í miðborginni. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðinni? Heimilið mitt með strák- unum mínum fjórum og eigin- manni. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Las Vegas – rómó og stuð. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Mismunandi eftir skapi. Hlusta núna mikið á Adele og Sigurð Guðmundsson og Mem- fismafíuna. Ef þú ættir tímavél, hvert myndurðu fara og af hverju? Sjötti áratugurinn var eitthvað svo saklaust og krúttlegt tímabil. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Lestur eða sjón- varp. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Nákvæmlega ekki neinu. Hvenær fékkstu síðast hláturskast og hvað var svona fyndið? Upprifjun um unglingsár- in með vinkonu minni mjög nýlega – tárin láku. Áttu þér einhverja leynda nautn? Umm … Nóa konfekt. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Harry Potter er á náttborðinu. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Allra þeirra sem mér þykir vænt um. Flott og hug- rakkt fólk. Get ekki gert upp á milli. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki?Að þola ekki er svo stórt orð. Uppáhaldsorðið þitt?Okeibb. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Fleiri klukku- stundir í sólarhringnum eða hrein- gerningarkona. Hvaða frasa ofnotar þú? „Ertu ekki að grínast!!“ Hvað er næst á döfinni?Það er spurning … Hvaða lag ætti að spila í jarðar- förinni þinni? Nína og auðvitað í flutningi Stebba og Eyva. Ljósmyndasýning Nínu, „Engan tölvupóst - takk“, verður opnuð í Galleríi Sævars Karls í dag. Sýn- ingin stendur til 23. september. Til í að búa í ítölsku þorpi Nína Björk Hlöðversdóttir hefur starfað sem ljósmyndari um árabil. Í dag opnar hún sína aðra einkasýningu í Galleríi Sævars Karls og sýnir þar myndir af póstkössum sem hafa orðið á vegi hennar víða um heim. Fréttablaðið tók Nínu í þriðju gráðu yfir- heyrslu. ■ Á uppleið Þjóðarstoltið. Klárlega á uppleið með góðu gengi Íslands í hand- boltanum. Dorrit forsetafrú. Alltaf smart og valdi skó í stíl við Ólympíupassann sem hún bar um hálsinn. Ísland er stórasta land í heimi! Sultugerð. Allir í berjamó. Svo skemmtilegt fyrir fjölskylduna, stóra sem smáa, að sitja yfir pottum og sultukrukkum. Kettir. Bráð- nauðsynlegir til að kúra með á dimmum haust- kvöldum. ■ Á niðurleið Veggir á Facebook. Annarlegt að lesa samskipti vina og kærustupara sem kjósa að nota þennan miðil til að eiga samskipti við hvort annað. Fyrir allra augum. Grill. Tími kótiletta í rauðum msg-legi er form- lega liðinn. Inn með súpurnar. Meirihlutar. Og það þykir ekki mjög merkilegt að vera borgarstjóri lengur. Banda- skór, opnar tær og sandalar. Svona lagað gengur bara ekki undir byrjun septem - ber mánaðar. MÆLISTIKAN ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Nína Björk Hlöð- versdóttir. FÆÐINGARÁR: 1967, árið sem Bítlarnir gáfu út Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.