Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 78
58 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. stampur, 6. frá, 8. skítur, 9. gyðja, 11. tveir eins, 12. bit, 14. framvegis, 16. tveir eins, 17. þjálfa, 18. umfram, 20. persónufornafn, 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. þungi, 3. ólæti, 4. reiðufé, 5. svelg, 7. þögull, 10. gogg, 13. frjó, 15. kvið, 16. þvottur, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. bali, 6. af, 8. tað, 9. rán, 11. uu, 12. glefs, 14. áfram, 16. tt, 17. æfa, 18. auk, 20. ég, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. at, 4. lausafé, 5. iðu, 7. fálátur, 10. nef, 13. fræ, 15. maga, 16. tau, 19. kr. „Mér finnst þetta bara voðalega fallegt af borgaryfirvöldum að halda mér svona stóra veislu. Þetta er nú ekkert stórafmæli, ég er bara fjörutíu og fjögurra,“ segir Stefán Jónsson leikstjóri, en afmæli hans ber upp á menningarnótt. „Ég hlakka bara til að ganga um í þessari risaveislu og heilsa gest- um og gangandi. Ég tek við gjöf- um þar sem ég geng og öllum er velkomið að færa mér gjafir, eða peninga bara.“ Hann segist ekki vera með plan- aða dagskrá fyrir daginn. „Flug- eldasýningin, ég missi ekki af henni, annars tek ég þetta í frjálsu falli, held ég. „Hún hefur ekki lent á þessum degi áður, nóttin, þannig að þetta er voðalega skemmtileg tilviljun. Gerir afmælisdaginn hátíðlegri. Mér líður svolítið eins og Hrafni Gunnlaugssyni sem á afmæli 17. júní og hélt alltaf að það væri verið að fagna afmæli hans, þegar þjóðhátíðin var haldin.“ Stefán leikur nú í kvikmyndinni Reykjavík whalewatching massacre en gerist fagstjóri leik- aradeildar Listaháskóla Íslands í haust. „Ég er að taka við góðu búi af honum Agli Heiðari,“ segir Stefán. „Það verður því kannski rólegt í vetur, varðandi leikstjórn- ina. Ég er reyndar að fara að leik- stýra honum Pétri Jóhanni í ein- leiknum sínum. Ég hreiðra um mig í háskólaumhverfinu. Ég hef verið að kenna þar alltaf öðru hvoru og líkar vel. Svo var ég beðin um þetta og ég lét undan.“ - kbs Tekur á móti gjöfum í kvöld FLUGELDARNIR FYRIR HANN Stefán Jónsson leikstjóri á afmæli á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er haugur af hugmyndum, það vantar aldrei. Það er líka ágæt- is fóður fyrir hendi núna, haustið lofar góðu,“ segir Örn Árnason Spaugstofumaður og hlær. „Þetta verður spennandi.“ Spaugstofan snýr aftur í Ríkis- sjónvarpið eftir sumarfrí 27. sept- ember. Um mikil tímamót er að ræða í herbúðum þeirra félaga því næsta vor verða tuttugu ár liðin síðan þeir birtust fyrst á sjón- varpsskjám landsmanna. „Þetta eru ákveðin tímamót. Maður sest kannski niður og lítur yfir farinn veg og metur stöðina, spáir í spilin hvað framtíðin gæti borið í skauti sér,“ segir Örn, spurður hvort næsti vetur verði sá síðasti. „Það hefur ýmislegt borið á góma, annaðhvort að hætta með Spaugstofuna í núverandi mynd og gera eitthvað annað eða … skjótt skipast veður í lofti. Mér finnst persónulega að Spaugstofan eigi að vera á hverju hausti, hvort sem við erum með hana eða einhverjir aðrir,“ segir hann. „Spaugstofan er spéspegill á samtímann sem reynir að brýna klærnar inn í for- ráðamenn þjóðarbúsins. Það eru svona þættir á Norðurlöndunum eins og TV Revían og Saturday Night Live [í Bandaríkjunum]. Þar koma að þessu nýir stjórnendur en ég veit ekki hvort það er um auð- ugan garð að gresja í þeim efnum hérna.“ Spaugstofan ætlar að halda áfram að notast við gestaleikara í þáttum sínum eins og gekk svo vel á síðasta ári. Hugsanlega verða þó þjóðþekktir gestir sem ekki eru leikarar fengnir í heimsókn til að krydda hlutina enn frekar. Örn segir að Spaugstofan sé hvergi af baki dottin og ætli að mæta fersk til leiks eftir sumarfrí- ið. „Stöð 2 auglýsir núna harkalega að landsliðið í gríni sé að skella á skjáinn hjá þeim. En þá segi ég að við í Spaugstofunni séum eðaldeild landsliðsins,“ segir hann og kímir. „Það verður að toppa þetta ein- hvern veginn. Við erum orðnir svo gamlir að við erum komnir í eðal- deildina.“ freyr@frettabladid.is SPAUGSTOFAN SNÝR AFTUR Í SEPTEMBER: TUTTUGU ÁRA AFMÆLI Í VOR Eðaldeild landsliðsins á stjá SPAUGSTOFAN Örn Árnason og félagar í Spaugstofunni eru uppfullir af gríni eftir gott sumarfrí. Örn Smári Gíslason Aldur: 48 ára. Stjörnumerki: Ljón. Starf: Grafískur hönnuður, sjálf- stætt starfandi. Fjölskylda: Eiginkonan heitir Sigrún Gunnsteinsdóttir, lyfjatæknir. Þrjú börn: Arnar tvítugur, Gísli Steinn átján ára og Ólöf Agnes tíu ára. Búseta: Húsalind 5 í Kópavogi. Örn Smári Gíslason hefur vakið athygli fyrir bloggskrif sín á stuttermaboli. Systurnar Klara Ósk, Ásta Júlía og Elín Lovísa Elíasdætur standa fyrir bílskúrssölu á menningar- nótt. „Ásta Júlía er á leið til Dan- merkur í leiklistarnám, þannig að við ákváðum að skella okkur í þetta áður en hún færi,“ segir Klara. „Við erum búnar að fara í gegnum tuttugu svarta ruslapoka, fulla af fötum sem við höfum geymt í gegn- um tíðina. Svo eru töskur og belti, hellingur af skarti og fleira. Margt af þessu er eitthvað sem ég hef verið að sanka að mér seinustu ár og ekki notað mikið. Bara troðfyllt skápinn og ekki notað það. Ég veit ekki af hverju maður gerir þetta, það er eiginlega fáránlegt. Við ákváðum að henda þessu saman og gá hvað myndi gerast, hvort ein- hver vildi kaupa þetta. Við erum að selja þetta voðalega ódýrt.“ útskýr- ir Klara, og nefnir sem dæmi að nýleg stígvél kosti um tvö þúsund, kjólarnir um fimm hundruð og bolir um þrjú hundruð krónur. Systurnar þrjár ætla að standa vaktina frá tólf til sjö, en selt verð- ur „í bílskúrnum heima“, Miðvangi 33 í Hafnarfirði. En af hverju að standa fyrir bílskúrssölu á menn- ingarnótt? „Þetta er bara helgin áður en systir mín fer, þannig að það er síðasti séns. Þetta var alls ekki gert af því að það er menning- arnótt. Það var eiginlega bara óvart.“ Þær vonast til að sem flestir líti við, en restin verður gefin til Rauða krossins. - kbs Föt seld í bílskúrnum heima Víkingur Kristjánsson, leikstjóri og leikskáld, situr nú við skriftir að kvikmyndahandriti eftir Afleggjaranum, skáldsögu Auðar A. Ólafsdóttur sem WhiteRiver Productions hefur keypt kvikmyndaréttinn að. Vík- ingur hefur áður skrifað handrit Foreldra og Ást ásamt Gísla Erni Garðarssyni, en hann hefur leikstýrt fjölda verka og er ein aðalspíran í Vesturporti. Það sauð enn og aftur upp úr hjá borgarstjórn á föstudaginn, þó nú hafi það verið yfir handboltanum. Menn sátu víst límdir við skjáinn í Ráðhúsinu, eins og á flestum vígstöðvum í borginni. Meðlimir borgarstjórnarflokks Samfylking- arinnar nýttu þó daginn í fleira og sást Bryndís Hlöðversdóttir til að mynda gefa gangandi vegfarendum pillur við „ruglinu í Reykja- vík“ fyrir utan helstu verslunarmiðstöðvar borgarinnar. Pillurnar voru þó blessunarlega lyfleysa í formi sykurs. Ljósmyndarinn Yvan Rodic er staddur á landinu um þessar mundir. Hann er rómaður fyrir vefsíðuna facehunter.org, þar sem hann birtir myndir sínar af götu- tísku víðsvegar um heiminn. Rodic skemmti sér á Q-bar á fimmtudags- kvöldið, ásamt fatahönnuðinum Ásgrími Má Friðrikssyni og Elísabetu Ölmu Svendsen sem heldur úti sambærilegri síðu að nefni Reykjavik Looks. Það mætti því búast við því að velklæddir Íslend- ingar fari að skjóta upp kollinum á síðu Rodic, en hann hefur áður dásamað tískuvit- und Íslendinga eftir heim- sókn á Iceland Airwaves. FÓLK Í FRÉTTUM HVAÐAN KEMUR ÞETTA ALLT? Ásta Júlía, Klara Ósk og Elín Lovísa rýma skápana sína og efna til bílskúrssölu, þó að margar flíkurnar séu nærri ónotaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.