Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 52
32 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Þegar Buffalóskór voru málið Tíska níunda áratugarins hefur orðið mörgum aðhlátursefni, ekki síst þeim sem voru aðeins of ungir til að verða fórnarlömb hennar. Þegar nánar er að gáð kemur hins vegar í ljós að tíundi áratugurinn var engu skárri. Þórgunnur Oddsdóttir rifjaði upp árin þegar hippatískan gekk í endurnýjun lífdaga, buffalóskór voru skyldueign og það voru ekki bara dragdrottningar og fatafellur sem klæddust stuttum kjólum úr plastlíki. UNGLINGATÍSKAN Kvikmyndin Clueless með Aliciu Silverstone í aðalhlutverki var frumsýnd árið 1995 og gefur góða hugmynd um unglingatískuna á þessum tíma. Svartir lakkskór á borð við þá sem sjá má á plakatinu gægðust undan ófáum ferming- arkirtlum þetta vorið og háu sokkarnir þóttu flottir við allt of stutt pils. Meira að segja fjaðraskraut líkt því sem Alicia er með á myndinni komst í tísku og var áberandi á árshátíðum grunn- og framhaldsskólanna árið 1996. Það skal þó tekið fram að GSM símar urðu ekki algeng eign meðal unglinga fyrr en nokkr- um árum síðar. HÁRGREIÐSLA ÁRATUGARINS Rachel-hárgreiðslan svokallaða er fyrir löngu orðin klassískt dæmi um tísku tíunda áratug- arins. Jennifer Aniston, sem lék persónuna Rachel í sjónvarpsþáttunum Friends, var með þessa greiðslu í fyrstu tveimur þátta- röðunum. Konur um allan heim mættu með mynd af Rachel á hárgreiðslustofuna og heimtuðu svona klippingu, að sjálf- sögðu létu íslenskar konur ekki sitt eftir liggja og má sjá þess merki í nánast hverju fjölskyldualbúmi. GIRL POWER Stúlknasveitin Spice Girls varð til árið 1994 og komst á hátind frægðar sinnar tveimur árum síðar. Hljómsveitin er orðin hálfgerður holdgervingur alls þess sem sjá mátti í tísku þessa tíma. Þröng föt úr gervilegum plastefnum, bolir með spagettíhlírum, glimmer, pastellitir og óhugnanlega þykkir skósólar. Allt þótti þetta auðvitað hrikalega smart. ÍSLENSKUR KYNÞOKKI Þór Jósepsson var valinn Herra Ísland árið 1996 og tíðarandinn sést vel á þessari mynd. Vel hærður með skipt í miðju, eyrnalokka í báðum og í óað- finnanlegum plastjakka. KVENNAGULLIÐ Allar íslenskar stelpur voru skotnar í leikaran- um Jared Leto sem birtist á skjánum í ungl- ingaþáttunum My so called life sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu í kringum 1995. Klæðnaður Jareds er dæmigerður fyrir tímabilið, kæruleysisleg skyrta, svolítill hárlubbi og nokkur hálsmen í svörtu bandi. KYNTÁKNIÐ Pamela Anderson er án efa kyntákn tíunda áratugarins enda lék hún í einum vinsælasta sjónvarpsþættin- um sem sýndur var á þessum árum, Baywatch. Ofplokkaðar augabrúnir og áberandi varablýantur varð mörgum konum innblástur við förðunina. HIPPAÆÐI Í upphafi tíunda áratugarins greip um sig mikið hippaæði. Myndin The Doors var frumsýnd árið 1991 og þremur árum síðar var Hárið sett upp í Íslensku óperunni. Allir, bæði strákar og stelpur, söfnuðu hári og útvíðar buxur voru skyldueign í fataskápnum. LEVI´S 501 Konur og karlar, börn og unglingar – allir gengu í svona galla- buxum. STÓRAR BELT- ISSYLGJUR Strákar voru með karlmann- legar sylgjur, oft svolítið mótorhjólatöffaralegar meðan flestar unglingsstelpur áttu sylgju sem var í laginu eins og stórt blóm. KRAFTGALLAR Loðfóðraðir kuldagallar. Án efa skynsamlegasta tískuæði sem riðið hefur yfir Ísland. BRÚNN VARABLÝANTUR Útlínur varanna voru dregnar með dökkbrúnum varablýanti og svo var fyllt upp með ljósum varalit, glossi eða bara engu. MELLUBAND Þröngt háls- men á breiðum flauelsborða. Ómissandi í skartgripaskrín hverrar konu í kringum 1994. FRUIT OF THE LOOM PEYSA Þóttu einkar smart sérstaklega ef gengið var í þeim á röngunni. BROSKALLAR Nælur með gulum broskalli voru vinsælar snemma á tíunda áratugn- um. Gjarnan nældar í gallajakkann eða galla- buxurnar. HJARTAHÁLSMEN SEM HÆGT VAR AÐ BRJÓTA Þarfa- þing á hverju skólaballi. Um leið og spurningunni „viltu byrja með mér“ hafði verið svarað með jái var hjarta- hálsmenið brotið í tvennt og skipst á helmingum. SMELLUBUXUR Adidas íþrótta- buxur með smellum eftir allri hliðinni svo hægt var að láta lofta vel um leggina. Sporty Spice lét oft sjá sig í svona dressi. PÍNULITLIR BAKPOKAR Hin dæmigerða handtaska um miðjan áratuginn. Í rauninni ágætis hand- frjáls lausn, því með þessu móti var hægt að bera varalitinn, fílófaxið, peningaveskið og lyklana á bakinu, en skelfilega kjánalegt engu að síður. TARK BUXUR Tóku við sem mikilvægasta flíkin í fataskáp allra unglingsstúlkna eftir að Levi´s 501 æðinu lauk og skærlitu Jees galla- buxurnar voru komnar úr tísku. MAGABOLIR Allar konur áttu að minnsta kosti einn slíkan. Óháð vaxt- arlagi. NAFLALOKKUR Magabolatískan hreinlega krafðist þess að maður léti gata á sér naflann. DICKIES BUXUR Hálfgerðar vinnubuxur sem komust í tísku hjá báðum kynjum í kringum 1996 eða ´97. Fengust meðal annars í Vinnufatabúðinni, tekið skal fram að á þessum tíma voru Kraftgallarnir komnir úr tísku, svo ekki var hér um að ræða heildstætt verkamannaútlit. BUFFALÓSKÓR Meðalhæð Íslendinga jókst um tíu sentímetra seint á tíunda áratugnum með tilkomu Buffalóskónna. Þeir sem ekki höfðu efni á hinum einu sönnu Buffalóskóm keyptu ódýrari eftirlíkingar. Aðalmálið var að sólinn væri nógu þykkur. Slíkur skófatnaður var nauðsynlegur við Tark-buxurnar. Hildur Hafstein fatahönnuður Hvað dettur þér í hug þegar minnst er á tísku tíunda áratugarins? Ofurmódel og rokklúkk svona heilt á litið. Þetta er tíminn þegar X-kynslóð- in ryður sér til rúms og það er oft talað um þetta sem tíma mínimal- isma í tísku eftir alla 80´s geðveikina. Hvað þurftu allir að eiga? Ég hef einhvern veginn alltaf verið í hálfgerðum mótþróa gegn þessum „must have” flíkum eða hlutum sem poppa reglulega upp en rifnar Levi´s voru ansi svalar á þessum tíma. Hvaða tískutrend frá þessum árum var verst? Ég held að Buffalóskórnir verði ekki toppaðir. En best? Ég veit ekki alveg en afslöppuð bola- og gallabuxnatíska er alltaf dálítið sjarmerandi, ef hún er sönn það er að segja. Þetta ofurafslappaða tískutrend tíunda áratugarins var nefnilega kannski ekki svo afslappað þó svo að það ætti að líta út fyrir það. Það er allavega ekkert sem ég græt og vildi að ég ætti enn í dag frá þessum tíma. Eða jú, skotapils komu inn þarna í kringum 1994 og ég átti eitt afskaplega fallegt, væri alveg til í að finna það í geymslunni. Skjöldur Eyfjörð stílisti Hvað dettur þér í hug þegar minnst er á tísku tíunda áratugarins? Leðurlíki og gerfi hippatíska. Hvað þurftu allir að eiga? Buffalóskó! Hvaða tísku- trend frá þess- um árum var verst? Barnalega tískan. Allir með snuð, pela og í krúttlegum bolum. En best? „Klúbba geim“ tískan. Svona geim- klæðnaður og allt í neon. Í hverju varstu flottastur á þessum tíma? Svötum plastbuxun og gulum maga- bol. Anna F. Gunnarsdóttir stílisti Hvað dettur þér í hug þegar minnst er á tísku tíunda áratugarins? Þessi áratugur er eigin- lega bara kaos. Framan af var tískan mjög ókvenleg og alls ekki elegant. Þetta var svona sniðlaus kellinga- tíska. Þegar leið á áratuginn urðu skórnir fótlaga með ofsalega þykkum botni. Hræðileg tíska og því miður eru margir fastir í henni. Seinna varð þetta aðeins kvenlegra. Í kringum 1996 eða 97 komu til dæmis þessar síðu fráhnepptu, aðsniðnu peysur, jafnvel öklasíðar, sem voru mjög elegant. Hvað þurftu allir að eiga? Tark-buxur Hvaða tískutrend frá þessum árum var verst? Tark-buxurnar voru ömurlegar. En best? Þessar síðu kvenlegu peysur. Í hverju varstu flottust á þessum tíma? Ég átti svona síða hneppta peysu og svo var ég í mjög stuttu svörtu pilsi við. Það var frekar smart og mér þætti þetta alveg smart núna ef ég hefði ekki verið í einhverri kellinga- blússu með smá axlapúðum innan undir peysunni. TÍSKA TÍUNDA ÁRATUGARINS ÞAÐ SEM ALLIR ÁTTU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.