Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 35
heimili&hönnun ●
Hönnunarsýningin 8+8 sem stend-
ur nú yfir í Sýningarsalnum Dverg
Lækjargötu 2 í Hafnarfirði, fékk
umfjöllun nýlega á vefsíðunni www.
designboom.com. Designboom er
vönduð síða sem fjallar um allt
það helsta sem á döfinni er í hönn-
un og arkitektúr um allan heim. Þar
er meðal annars hægt að finna við-
töl við hönnuði sem og umfjallan-
ir um allar helstu hönnunarmess-
ur og samkeppnir sem haldnar eru.
Um íslensku sýninguna segir á síð-
unni að átta hönnuðir og átta fram-
leiðslufyrirtæki í Hafnarfirði hafi
sameinað krafta sína til að endur-
uppgötva möguleika í framleiðslu
fyrirtækjanna gegnum hönnun.
Miklir möguleikar
liggi í íslenskri fram-
leiðslu og tækni og hönn-
uðir hafi sérþekkingu í að
koma með nýjar hugmyndir.
Verkefnið 8+8 er einstakt
framtak þar sem alheimsvæð-
ing hefur orðið til þess að sér-
staða hluta, svo sem eins og hvar
þeir eru framleiddir og af hverjum,
skipta miklu máli. Áhugafólk um
hönnun og íslenskt hugvit ætti ekki
að láta sýninguna fram hjá sér fara
en hún stendur til 5. október. Nánar
má lesa um sýninguna á vef hönn-
unarmiðstöðvar og svo á www.de-
signboom.com. - rat
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 7
Hagnýt hönnun í Firði
● Nú fer hver að verða síðastur að kíkja á Hönnunarsýninguna 8 + 8 í Hafnarfirði þar sem
fyrirtæki og alþjóðlegir hönnuðir taka höndum saman. Sýningin hefur vakið athygli víða.
Steyptur bekkur sem Katrín
Ólína Pétursdóttir hönnuður
vann í samstarfi við steypu-
verksmiðjuna Mest.
Kollar úr tré og áli urðu niðurstaða hol-
lensku hönnuðanna Rianne Makkink og
Jurgen Bey og málmsteypunnar Hellu.
Hitaborð eftir hönnunarfyrirtækið
Borðið-Rafhitun og litríkir kollar í kring.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hin árlega menningarhátíð Arts & Lights in Tallinn fer fram nú
um helgina í Tallinn í Eistlandi, en á hverju ári velja hátíðahald-
arar eitt land utan eistneskra landsteina til sérstakrar kynning-
ar og samræðu. Að þessu sinni nýtur íslensk hönnun þeirrar virð-
ingar að vera í brenni-
depli á hátíðinni, en
því fylgir mikill ávinn-
ingur og viðurkenn-
ing, ásamt markaðs-
möguleikum fyrir ís-
lenska hönnun.
Hluti af hátíðinni er
vegleg hönnunarhátíð
sem ber heitið Tallin
Design Night, þar sem
hönnunarverðlaunin
BRUNO eru afhent.
Design Night er
einnig hluti af hönnun-
arhátíðinni Helsinki Design Week sem opnaði í gær og stendur til
6. október næstkomandi í Finnlandi, en þangað verður íslenska
hönnunarsýningin send að lokinni hátíðinni í Tallinn.
Alls völdu sýningarstjórar eistnesku hátíðarinnar fjórtán ís-
lenska hönnuði með alls 23 hönnunargripi til þátttöku á sýning-
unum í Tallinn og Helsinki, en einnig mun Hrafnkell Birgisson
vöruhönnuður standa fyrir verkefninu de-ikea með fimm eist-
neskum hönnuðum á hátíðinni.
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir vöruhönnuður var fengin til að
sitja í dómnefnd eistnesku hönnunarverðlaunanna BRUNO.
Íslensk hönnun sýnd í
Tallinn og Helsinki
Hönnuðurinn Tinna Gunnarsdóttir er meðal
fjórtán íslenskra hönnuða sem valdir voru til að
sýna verk sín í Tallinn og Helsinki.
ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR
B
ETRI STO
FA
N
Við hönnum og teiknum fyrir þig! Komdu með málin
af eldhúsinu, baðinu, anddyrinu, svefnherbergjunum
eða þvottahúsinu - og við hönnum, teiknum og
gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska
innréttingu í hæsta gæðaflokki.
www.friform.is
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
Mán. - föst.kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
OPIÐ
NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7
Þitt er valið! Þú velur um að kaupa innréttinguna í ósamsettum
einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá
sem þess óska - fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
Allt á sama stað!
þegar þú verslar við Fríform færðu alla þjónustu á sama stað, fullkomið úrval
innréttinga og raftækja. Sölumenn okkar búa yfir þekkingu og reynslu.
Við rekum eigið trésmíðaverkstæði, sömuleiðis eigið raftækjaviðgerðarverkstæði
og höfum á að skipa hópi úrvals iðnaðarmanna; trésmiða, rafvirkja og pípara ef
með þarf. Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu.
GLÆSILEGAR DANSKAR
INNRÉTTINGAR Í HÆSTA
GÆÐAFLOKKI !
GLÆSILEGAR DANSKAR INNRÉTTINGAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
Fullkomið úrval vandaðra raftækja frá ELBA, Snaigé, Scan Domestic og Westinghouse
Úrvalið er svo mikið og verðið svo hagstætt að leitun er að öðru eins
Westinghouse