Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáld- inu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggva- götu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslensk- ur listamaður eigi von á jafnarð- bæru verkefni. Maður hefði reyndar haldið að myndhöggvarar hefðu nóg að gera við að móta alla borgarstjórana sem fengið hafa að spreyta sig í Reykjavík að undan- förnu en kannski einhver þeirra getið litið upp úr því föndri og búið til einn Tómas. STYTTAN var rædd í Kiljunni á miðvikudaginn. Ég skildi ekki betur en að þar væri sagt að þeir sem ekki væru fylgjendur styttna af mikilmennum væru eins og rauðu khmerarnir sem vildu strika yfir fortíðina og ákváðu því að hefja árið 0. Þetta er svo sem ágæt samlíking. Ein af pyntingarað- ferðunum sem rauðu khmerarnir beittu var sú að láta bráðið blý leka inn í eyrnagöng fórnarlamba sinna. Þegar blýið harðnaði mátti fólk lifa við það að hafa málm innan í hausnum á sér, einmitt eins og sumar styttur. ÉG vona að ekki verði reist hefð- bundin stytta af skáldinu Tómasi, heldur frekar eitthvað í ætt við verk Finnu Birnu Steinsson sem stóð um tíma við göngustíginn í Skerjafirðinum. Það lýsti sér í eilitlum palli með grindverki sem á var bæði hnappur og hátalari. Þegar stutt var á hnappinn bárust skemmtileg sjómannalög úr hátal- aranum eins og Sjipp og hoj. Þarna fékk maður sér snúning á fögrum sumarkvöldum, man ég, alveg þangað til apparatið bilaði en þá hallaði maður sér bara fram á grindverkið, horfði út á haf og þóttist vera í siglingu á fínu skemmtiferðaskipi. Gott listaverk eykur ímyndunaraflið. HUGSA mætti sér eitthvað svip- að með honum Tómasi. Listamað- ur yrði fenginn til að móta síma- staur og þegar stutt væri á takka færðist grænn blær yfir staurinn, hann hæfi upp raust sína og kyrj- aði ljóð Tómasar. Hefðbundin stytta af manni úr grjóti eða steyptum í járn vekti nefnilega bara upp ótta hjá fólki um að svona geti líka farið fyrir því sjálfu verði því það á að skara fram úr. Stein- renningin varð endalok tröllanna í þjóðsögunum, jafnvel þótt þau fyndu fyrir geislum sólarinnar rétt á meðan. Gamlir síma- staurar syngja Í dag er laugardagurinn 27. september, 271. dagur ársins. 7.26 13.19 19.09 7.11 13.03 18.54 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.