Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 12

Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 12
12 23. október 2008 FIMMTUDAGUR Gegn vanlíðan og óvissu Grænt númer fyrir Kópavogsbúa. Í því erfiða ástandi sem skapast hefur við hrun á fjármála- markaði hafa Kópavogsbær, prestar í Kópavogi, Mennta- skólinn í Kópavogi, heilsugæslan og Kópavogsdeild Rauða krossins tekið höndum saman til að styðja við Kópavogsbúa. Ráðgjafaver hefur verið sett á laggirnar í síma 800 5500 til að veita íbúum sem glíma við vanlíðan og erfiðleika vegna ástandsins stuðning og leiðsögn. Í ráðgjafaveri svara félagsráðgjafar, prestar og sálfræðingar símanum og veita liðsinni sitt. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um hvert er hægt að leita eftir frekari aðstoð. Ráðgjafaverið er opið virka daga frá kl. 9 til 17 Kópavogsbær, www.kopavogur.is Eitt númer í þjónustuveri, 570 1500 Félagsþjónustan, bakvaktarsími barnaverndar 862 5975 Fræðslusvið: leik- og grunnskólar Tómstunda og menningarsvið: íþróttir og æskulýðs- og menningarmál Prestarnir í Kópavogi Digraneskirkja: 554 1620 og 554 1630 – www.digraneskirkja.is Kópavogskirkja: 554 1898 – www.kopavogskirkja.is Hjallakirkja: 554 6716 – www.hjallakirkja.is Lindakirkja: 544 4477 – www.lindakirkja.is Menntaskólinn í Kópavogi, www.mk.is Aðalnúmer: 594 4000 Námsráðgjafar: 594 4014 og 594 4018 Hjúkrunarfræðingur Kópavogsdeild Rauða krossins, www.redcross.is/kopavogur Aðalnúmer: 554 6626 Hjálparsíminn: 1717 Heimsóknavinir - Fataúthlutun Heilsugæslan í Kópavogi Hamraborg: 594 0500 – www.hg.is Hvammur: 594 0400 – www.hg.is Heilsugæslan Salahverfi: 590 3900 – www.salus.is Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, 867 7251 Neyðarlínan 112 Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 800 1190 www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar Erlend tungumál: English - Polski - - Srpski kópavogsbúum er einnig bent á eftirtalda aðila og stofnanir: EFNAHAGSMÁL „Það tekur því ekki að svara svona ummælum, þetta er ekki svaravert,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, í samtali við Viðskiptablaðið í júlí á þessu ári. Ummælin sem Sigurjón taldi ekki svaraverð komu frá Bert Heemskerk, for- manni bankaráðs hollenska bank- ans Rabobank, en hann hélt því fram í ríkissjónvarpi Hollands 7. júlí að áreiðanleiki Landsbankans væri enginn. Heemkerk varaði Hollendinga einnig við því að leggja fé sitt inn á Icesave-reikninga. Sigurjón sagði ummælin ekki koma til með að skaða Lands- bankann og sagði að vel gengi að afla reikningseigenda að Icesave í Hollandi. Nokkrum dögum eftir að Sigurjón blés á þessar áhyggju- raddir Heemkerks voru skýrslur tveggja breskra hagfræðinga kynntar á málþingi Landsbank- ans. Í niðurstöðum hagfræðingana kom fram að annaðhvort þyrfti að skipta um gjaldmiðil eða bank- arnir að draga úr erlendum umsvifum því stærð þeirra stefndi hagkerfinu í hættu. Annar skýrsluhöfundanna, hefur sagt að íslenska bankahrunið hafi verið fyrirsjáanlegt. Gylfi Zöega prófessor tók undir það í Morgunblaðinu á dögunum. Ekki er enn vitað hve háa upp- hæð Íslendingar þurfa að greiða Hollendingum vegna Icesave- reikninganna. Financial Times segir að verið sé að leggja lokahönd á hátt í 600 milljarða króna lán til Íslendinga frá Bretum vegna Icesave-reikn- inga. Fréttablaðið reyndi í gær, án árangurs, að ná tali af Ásgeiri Friðgeirssyni, upplýsingafulltrúa Björgólfsfeðga sem eru eigendur Landsbankans, til að leita svara við því hvort, hvernig og hvenær viðbragða þeirra vegna málsins væri að vænta. - kdk Bankastjóri Landsbankans blés á gagnrýni Rabobank í sumar: Sagði gagnrýni á Icesave ekki svaraverða SIGURJÓN ÁRNASON Fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans neitaði að svara gagnrýni formanns bankaráðs hollenska bankans Radobank fyrir fáeinum mán- uðum. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið VIÐSKIPTI Nýherji tapaði tæpum 262 milljónum króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Fyrstu níu mánuði ársins nemur tap félagsins 694 milljónum, en 302 milljóna króna hagnaður var á sama tíma í fyrra. Haft er eftir Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, í tilkynningu félagsins, að fjárhagsstaða félagsins sé traust og að eiginfjár- hlutfall sé 25,4 prósent þrátt fyrir gjaldfærslu á 730 milljóna króna gengistapi á árinu. Hann segir rekstur grunnstarfsemi félagsins samkvæmt áætlun og sama gildi um dótturfélög hér og hugbúnað- arstarfsemi erlendis. - óká Þriðji ársfjórðungur 2008: Nýherji tapar 262 milljónum BÓLIVÍA, AP Evo Morales, forseti Bólivíu, táraðist þegar þjóðþing landsins hafði samþykkt stjórnar- skrárbreytingar, sem færa frumbyggjum landsins aukin völd. „Nú get ég gengið hamingju- samur í gröfina því ég hef gegnt skyldu minni við bólivísku þjóðina,“ sagði Morales við mannfjöldann sem safnaðist saman í höfuðborginni La Paz til að fagna niðurstöðunni. Nýja stjórnarskráin verður borin undir þjóðaratkvæða- greiðslu 25. janúar næstkomandi. Morales hafði barist hart fyrir breytingunum, en hann er fyrsti forseti landsins úr röðum frumbyggja. - gb Morales vann sigur: Stjórnarskráin var samþykkt EVO MORALES Forseti Bólivíu veifar stjórnarskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher hefur fellt niður ákærur á hendur fimm föngum í Guantanamo- fangabúðunum á Kúbu. Enginn þeirra hefur þó verið látinn laus, og hugsanlega verða nýjar ákærur gefnar út síðar. Darrel Vandeveld, fyrrverandi saksóknari hersins, segir réttarhöldin yfir mönnunum fimm hafa verið ranglát vegna þess að herinn hafi haldið leyndum sönnunargögnum sem hefðu gagnast verjendum mannanna. Vandeveld sagði af sér sem saksóknari vegna þessa. - gb Fimm fangar í Guantanamo: Ákærur voru felldar niður HÖRMUNGAFLÓÐ Hér sést þegar Líkkista hins þriggja ára Pablo Goday, sem drukknaði í miklum flóðum í bænum El Progresso í Hondúras, var borin gegnum bæinn í gær. Neyðar- ástand ríkir á svæðinu vegna mikilla rigninga síðustu viku. AÐ minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið og tveir eru týndir, Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín og uppskera hefur víða skemmst. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.