Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 23. október 2008 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Í lok tuttugustu aldarinnar var heimur tískunnar töluvert mótaður af tveimur hæfileikaríkum hönnuðum, þeim Yves Saint Laurent og Karl Lagerfeld, fæddum 1936 og 1939. Reyndar hafa þeir enn áhrif á nýrri öld. Í áhugaverðri nýútkominni bók sinni, „Beautiful People“, segir Alicia Drake frá lífi þessara tveggja manna, í fyrstu vina en síðar óvina vegna sameiginlegs elskhuga. Margt er líkt með þeim en þó svo ótalmargt sem skilur þá að. Til dæmis má nefna að YSL fylgir hefð hönnuða frá fyrri tíð. Hann byrjar á að hanna fyrir annað tískuhús og eftir að hafa vakið mikla athygli hjá Dior stofnar hann sitt eigið tískuhús 1958. Karl Lagerfeld er þekktast- ur fyrir að hanna fyrir önnur tískuhús, fyrst hjá Balmain, svo Patou, Chloè og síðar Chanel en merki Karls Lagerfeld náði aldrei neinu flugi og varð gjaldþrota fyrir nokkuð löngu. YSL skynjar vel breytingar áranna í kringum 1968 þegar hátískuhúsin loka eitt af öðru og klæðaburður kvenna gjörbyltist líkt og svo margt annað með kvennahreyfingunni. Þannig verður hann fyrstur til að hanna fjöldaframleiddan fatnað og opna prèt-à-porter- (tilbúið til notkun- ar) búðir. Reyndar segir í bókinni að YSL hafi alls ekki fundið upp kvenbuxurnar þegar hann kynnti buxnadragtina 1968 en það er Pierre Bergé, lífsförunautur YSL og heilinn að baki stórveldis hans, sem heldur utan um markaðssetninguna og kynnir YSL sem frumkvöðul á flestum sviðum. Þannig setur hann YSL á stall listamans í stað hönnuðar. Karl Lagerfeld er hins vegar frekar hönnuður en listamaður og lætur best að setja stafina sína við nöfn annarra. Það er tími mikilla breytinga og villtra veislna, eiturlyfja og frjálsra ásta. Fjörið er á Palace í París með Andy Warhol, Biöncu Jagger og Palomu Picasso. Karl Lagerfeld er líklega fyrstur þeirra hönnuða sem seinna áttu eftir að fylgja í kjölfar listamanna eins og YSL. Í dag eru flest tískuhús í höndum ungra hönnuða sem ekki hafa haft fjármuni eða hugrekki til að skapa sín eigin tískuhús, kallaðir listrænir stjórnendur. Það má nefna John Galliano hjá Dior, Marc Jacobs hjá Vuitton, Nicolas Ghesquière hjá Balenciaga, Riccardo Tisci hjá Givenchy og Alber Elbaz hjá Lanvin. Upp er runnin öld endur- vinnslutísku. Þessir ungu hönnuðir vinna upp úr arfleifð fyrirrennara sinna og nútíma- væða það sem áður hefur verið hannað. Spurning hvort hægt sé að tala um raunverulega listræna sköpun. Karl Lagerfeld er hins vegar ekki kátur þessa dagana og reynir að koma í veg fyrir dreifingu bókarinnar. bergb75@free.fr Öld endurvinnslu HAUSTÚTSALAN stendur sem hæst í Smáralind en henni lýkur sunnudaginn 26. október. Á útsölunni má finna flottar flíkur á alla fjölskylduna á allt að 80 prósenta afslætti. Með stjörnur í huga FÁGUN OG FEGURÐ EINKENNIR HELSTU NÝJUNGAR DIOR. Hönnun Diorshow Iconic maskarans er innblásin af stór- stjörnum úr hátískuheiminum. Plíseruð lögun burstans, sem er gerður úr gúmmíhárum, gerir það að verkum að hægt er að aðskilja hvert einasta augnhár. Þau verða uppbrettari en nokkru sinni fyrr, löng og glæsileg. Þá er formúlan vítamínbætt til að tryggja augnhárunum vörn og endurnýjun. Dior Homme Sport-rakspíran- um er ætlað að fanga persónu- töfra leikarans Jude Law en það sem einkennir rakspírann einna helst er orka og ferskleiki. Í ilminum leikur engifer stærsta hlutverkið í bland við sítrónu og sedrusvið. - ve Verslunin Lykkjufall, sem opnaði í Garðastræti 2 árið 2006, er flutt á Laugaveg 39. Fatahönnuðurinn Sigrún Bald- ursdóttir selur þar peysur fyrir konur með börn á brjósti og eru útgáfurnar fjölmargar. Peysurnar eru líka hugaðar sem tískufatnaður og henta jafnt nýbökuðum mæðr- um sem og öðrum. Þá hefur Sigrún aukið við úrvalið og selur litríka barnalínu, spiladósir með íslensk- um þjóðlögum, lopapeysur, skrírn- arkjóla og ýmsa smávöru. - ve Flutt í hringiðuna Verslunin Lykkjufall flytur á Laugaveg. KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR FIMMTUDAGS TILBOÐ 69354 00101 Lir: Svart Stærðir: 40 - 47 Exercise W. 11823 52733 Lir: Svart, brúnt Stærðir: 36 - 42 Winter Z. 68084 00201 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Rugged Terrain V 42013 00709 Lir: Svart Stærðir: 36 - 41 Urban Flexor 15.995 11.995 21.995 16.995 24.995 17.995 20.995 14.995 Vefta • Lóuhólum 2-4 • S: 557 2010 • & Þönglabakka 6 • S: 578 2050 Stelpukvöld í Hólagarði fi mmtudaginn 23.okt. 2008 kl. 19:30 – 10:00 Tilboð, kynningar, afslættir. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.