Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 32

Fréttablaðið - 23.10.2008, Page 32
Edda útgáfa hefur ný- verið gefið út þrjár föndurbækur þar sem heimilisiðnaður er í hávegum hafður. Bæk- urnar eru allar í ritröð föndurbóka sem kallast Hugmyndabanki heimil- anna. Bækurnar sem um ræðir eru Haust- og vetrarskreyt- ingar eftir Edle Chatarinu Norman, Heklað af list eftir Fridu Pontén og Stimplað á pappír, tré og tau eftir Marie Andreassen og Turid Strand. Fyrsta bókin, Haust- og vetrar- skreytingar, er sneisafull af snið- ugum hugmyndum til að skreyta heimilið með. Áhersla er á að nota efni úr náttúrunni sem eru aðgengileg á haustin og veturna. Í bókinni Heklað af list er að finna uppskriftir að ýmsum fallegum nytja- hlutum sem einfalt og skemmtilegt er að gera. Einnig eru góðar hug- myndir um hvernig má gæða gamlar flíkur nýju lífi. Kapp er lagt á að hafa leiðbeiningarnar sem ein- faldastar og aftast í bókinni má finna skýringar í máli og myndum. Í föndurbókinni Stimplað á pappír, tré og tau er, eins og nafnið gefur til kynna, sýnt hvernig útbúa má persónu- leg gjafakort og fleira með stimpl- um. Einnig er sýnt hvernig stimpla má á dúka, ramma og föt. Bækurnar eru allar í ritröð föndurbóka sem kallast Hug- myndabanki heimilanna en þeim er einnig dreift á almennum mark- aði og kosta í kringum 3.290 krón- ur. -hs Huggulegt að föndra heima Föndurbækurnar þrjár eru skemmti- legur hugmyndabanki fyrir heimilin en þar má finna ýmsar leiðir til að gæða gamla hluti nýju lífi sem og að útbúa nýja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ýmsir eigulegir heimilismunir verða á sameiginlegum markaði Soroptimista og Kirkjukórs Mos- fellsbæjar sem haldinn verður á morgun. Handprjónaðir sokkar verða til sölu á markaðinum í Mosfellsbæ og þar verður líka sitthvað matar- kyns því konurnar í bænum kunna ýmislegt fyrir sér. Þær verða með heimabakað og ilmandi rúgbrauð til sölu, niðursoðna græna tómata, marmelaði og chilimauk. Af einni fréttist sem var í óða önn að sjóða niður rauðrófur. Þær hafa líka fundið ýmislegt í bílskúrnum frúrnar. Það verður boðið til kaups á vægu verði að sögn Ingu Elínar Kristinsdóttur í Soroptimistaklúbbnum. „Þegar ástandið er eins og það er fannst okkur upplagt að draga fram það sem er í geymslunum því hver veit nema það geti komið öðrum að notum.“ Féð sem safnast fyrir gömlu munina er allt gefið til góð- gerðamála að sögn Ingu Elínar. „Á laugardag ætlum við Soroptimist- ar einmitt að gefa ekta leir- brennsluofn til félagsstarfs eldri borgara,“ bendir hún á. Markaðurinn verður frá 14 til 19 á morgun, föstudag, fyrir fram- an Bónus og ÁTVR í verslunar- miðstöðinni Kjarna. - gun Heimabakkelsi og bílskúrsgóss til sölu Vantar ekki einhverja körfu undir handavinnuna? ÖRBYLGJUOFNINN þarf reglulega að þrífa. Ágætt er að setja skál með vatni og niðursneiddri sítrónu í ofninn og hita í smástund og þurrka síðan innan úr ofninum með klút. Tekkborð er eitt af markaðs- mununum í Mosó. ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETR I STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 www.tskoli.is Nýtum umhverfið til listsköpunar Haustkrans – efniviður skógarins Sýnikennsla og leiðsögn við gerð kransa úr efnivið skógarins. Námskeiðið er í samstarfi við Endur- menntun LbhÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: Lau. 25. okt. frá kl. 10:00 – 15:00 að Elliðavatni. Grjóthleðsla Farið verður í grunnatriðið grjóthleðslu og þátttakendur fá verklega þjálfun. Námskeiðið er í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: 2. nóv. og 15. nóv. að Elliðavatni. Aðventuskreytingar Þátttakendur setja saman sínar eigin jólaskreytin- gar undir handleiðslu fagmanns. Námskeiðið er í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ og Skógræktar- félag Reykjavíkur. Tími: Lau. 22. nóv. að Elliðavatni. Nánari upplýsingar www.tskoli.is/namskeid eða með því að senda tölvupóst á ave@tskoli.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.