Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 32
Edda útgáfa hefur ný- verið gefið út þrjár föndurbækur þar sem heimilisiðnaður er í hávegum hafður. Bæk- urnar eru allar í ritröð föndurbóka sem kallast Hugmyndabanki heimil- anna. Bækurnar sem um ræðir eru Haust- og vetrarskreyt- ingar eftir Edle Chatarinu Norman, Heklað af list eftir Fridu Pontén og Stimplað á pappír, tré og tau eftir Marie Andreassen og Turid Strand. Fyrsta bókin, Haust- og vetrar- skreytingar, er sneisafull af snið- ugum hugmyndum til að skreyta heimilið með. Áhersla er á að nota efni úr náttúrunni sem eru aðgengileg á haustin og veturna. Í bókinni Heklað af list er að finna uppskriftir að ýmsum fallegum nytja- hlutum sem einfalt og skemmtilegt er að gera. Einnig eru góðar hug- myndir um hvernig má gæða gamlar flíkur nýju lífi. Kapp er lagt á að hafa leiðbeiningarnar sem ein- faldastar og aftast í bókinni má finna skýringar í máli og myndum. Í föndurbókinni Stimplað á pappír, tré og tau er, eins og nafnið gefur til kynna, sýnt hvernig útbúa má persónu- leg gjafakort og fleira með stimpl- um. Einnig er sýnt hvernig stimpla má á dúka, ramma og föt. Bækurnar eru allar í ritröð föndurbóka sem kallast Hug- myndabanki heimilanna en þeim er einnig dreift á almennum mark- aði og kosta í kringum 3.290 krón- ur. -hs Huggulegt að föndra heima Föndurbækurnar þrjár eru skemmti- legur hugmyndabanki fyrir heimilin en þar má finna ýmsar leiðir til að gæða gamla hluti nýju lífi sem og að útbúa nýja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ýmsir eigulegir heimilismunir verða á sameiginlegum markaði Soroptimista og Kirkjukórs Mos- fellsbæjar sem haldinn verður á morgun. Handprjónaðir sokkar verða til sölu á markaðinum í Mosfellsbæ og þar verður líka sitthvað matar- kyns því konurnar í bænum kunna ýmislegt fyrir sér. Þær verða með heimabakað og ilmandi rúgbrauð til sölu, niðursoðna græna tómata, marmelaði og chilimauk. Af einni fréttist sem var í óða önn að sjóða niður rauðrófur. Þær hafa líka fundið ýmislegt í bílskúrnum frúrnar. Það verður boðið til kaups á vægu verði að sögn Ingu Elínar Kristinsdóttur í Soroptimistaklúbbnum. „Þegar ástandið er eins og það er fannst okkur upplagt að draga fram það sem er í geymslunum því hver veit nema það geti komið öðrum að notum.“ Féð sem safnast fyrir gömlu munina er allt gefið til góð- gerðamála að sögn Ingu Elínar. „Á laugardag ætlum við Soroptimist- ar einmitt að gefa ekta leir- brennsluofn til félagsstarfs eldri borgara,“ bendir hún á. Markaðurinn verður frá 14 til 19 á morgun, föstudag, fyrir fram- an Bónus og ÁTVR í verslunar- miðstöðinni Kjarna. - gun Heimabakkelsi og bílskúrsgóss til sölu Vantar ekki einhverja körfu undir handavinnuna? ÖRBYLGJUOFNINN þarf reglulega að þrífa. Ágætt er að setja skál með vatni og niðursneiddri sítrónu í ofninn og hita í smástund og þurrka síðan innan úr ofninum með klút. Tekkborð er eitt af markaðs- mununum í Mosó. ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETR I STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 www.tskoli.is Nýtum umhverfið til listsköpunar Haustkrans – efniviður skógarins Sýnikennsla og leiðsögn við gerð kransa úr efnivið skógarins. Námskeiðið er í samstarfi við Endur- menntun LbhÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: Lau. 25. okt. frá kl. 10:00 – 15:00 að Elliðavatni. Grjóthleðsla Farið verður í grunnatriðið grjóthleðslu og þátttakendur fá verklega þjálfun. Námskeiðið er í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Tími: 2. nóv. og 15. nóv. að Elliðavatni. Aðventuskreytingar Þátttakendur setja saman sínar eigin jólaskreytin- gar undir handleiðslu fagmanns. Námskeiðið er í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ og Skógræktar- félag Reykjavíkur. Tími: Lau. 22. nóv. að Elliðavatni. Nánari upplýsingar www.tskoli.is/namskeid eða með því að senda tölvupóst á ave@tskoli.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.