Fréttablaðið - 23.10.2008, Side 60
44 23. október 2008 FIMMTUDAGUR
Mickey Rourke, Jason Statham og
rapparinn 50 Cent hafa tekið að
sér hlutverk í spennumyndinni 13
sem Frakkinn Gela Babluani
leikstýrir. Áður hafði Sam Riley
verið ráðinn í hlutverk í mynd-
inni, sem er endurgerð 13
Tzameti sem Babluani leikstýrði
einnig.
Kvikmyndin 13 fjallar um
mann sem fer eftir leiðbeining-
um, sem voru ætlaðar öðrum, um
að stela pakka með miklum
verðmætum. Tökur á myndinni
hefjast í nóvember og verður hún
frumsýnd næsta vor, eftir
Óskarshátíðina. Vonast framleið-
endurnir til að Rourke verði
tilnefndur til Óskarsins fyrir
myndina The Wrestler og þá ætti
13 að fá enn betri kynningu.
Rourke og
Statham í 13
MICKEY ROURKE Fer með hlutverk í
spennumyndinni 13 í leikstjórn Gela
Babluani.
Nýjasta plata hins ástsæla
tónlistarmanns KK – Svona
eru menn – er komin út.
Þjófstartað var á Kaffi Ros-
enberg á mánudag.
Til útgáfuteitis KK var ýmsum
vinum og velunnurum, ásamt
þeim sem komu að gerð plötunn-
ar, boðið. KK tróð upp ásamt Jóni
Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni.
Viðstaddir fengu forsmekkinn af
efni plötunnar sem er meðal ann-
ars sérstök að því leytinu til að
Jóhann Páll Valdimarsson bókaút-
gefandi gefur út plötuna auk þess
sem hann myndskreytir bækling
sem fylgir disknum með ljós-
myndum sínum.
Jóhann Páll, sem lét sig gerð
plötunnar varða á framleiðslu-
stigi, er að vonum ánægður með
sinn mann: „Svona eru menn er að
mínu viti einlægasta og hrein-
ræktaðasta plata KK til þessa.
Hann stendur og fellur algjörlega
með sjálfum sér á plötunni og
tekst það einstaklega vel. Yrkis-
efnin spilla ekki á erfiðum tímum.
Ég er sannfærður um að diskur-
inn verður sannkallaður sólageisli
sem lýsir upp myrkvaðar sálir
Íslendinga nú um stundir.“
KK heldur útgáfutónleika í
Salnum í Kópavogi í kvöld til að
fagna plötunni. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 21.
jakob@frettabladid.is
Sólargeisli frá honum KK
MELÓDIKKA, KASSAGÍTAR OG ÞVOTTABRETTI KK skemmti gestum sínum ásamt
snillingunum Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UMBOÐSMAÐURINN OG MARKAÐS-
STJÓRINN Palli Papi, til hægri, er
umboðsmaður KK (sem og reyndar
Bubba) og hann mætti að sjálfsögðu
ásamt Heiðari Inga Svanssyni, markaðs-
stjóra Forlagsins.
HLJÓMBORÐSLEIKARARNIR Atli Bolla-
son er kynningarstjóri Forlagsins en er
jafnframt þekktur sem hljómborðsleikari
Sprengjuhallarinnar og þarna er hann,
ásamt Jóni Ólafssyni.
Leikkonan Scarlett Johansson verður
kynnir á tónleikum sem verða haldir 11.
desember í Ósló til heiðurs friðarverð-
launahafa Nóbels, Finnanum Martti
Ahtisaari. Johansson tekur við kyndlinum
af leikurunum Kevin Spacey og Uma
Thurman sem voru kynnar á síðasta ári.
„Við erum virkilega ánægð með að
Johansson taki þátt í tónleikunum,“ sagði
Geir Lundestad, fulltrúi nóbelsnefndarinn-
ar. „Samúð hennar og áhrif munu hjálpa
okkur gífurlega við að breiða út friðarboð-
skapinn.“
Athöfninni verður sjónvarpað til tæplega
hundrað landa. Á meðal þeirra sem stíga á
svið á tónleikunum verða Diana Ross,
Feist, sveitasöngvarinn Dierks Betnley,
Julieta Veneas og Seun Kuti frá Nígeríu.
Kynnir á tónleikum
SCARLETT JOHANSSON Scarl-
ett verður kynnir á tónleikum
til heiðurs friðarverðlauna-
hafa Nóbels.
Hljómsveitin FM Belfast
fær góða dóma á heimasíðu
breska tímaritsins NME
fyrir tónleika sína á Iceland
Airwaves-hátíðinni á laug-
ardagskvöld. „Það var lítið
sem gat heillað mann eftir
að hafa horft gapandi á
stóra fossa, heita hveri og
grófgerða dalina. Þess
vegna má þakka guði fyrir
elektrópopparana í FM
Belfast sem hrifu mann með
kraftmikilli framkomu á
myrkum tíma í sögu þjóðar
sinnar,“ sagði í dómnum.
„Sveitin hljómaði eins og
blanda af Lo-Fi-Fnk, Hot
Chip og Sykurmolunum með
lögum sem fjalla um það að
hlaupa niður götuna á nær-
fötunum einum saman. Með
þeim á svið komu síðan að
því er virtist allir úr heima-
böndunum sem höfðu spilað
um helgina, þar á meðal
Retro Stefson og Benni
Hemm Hemm. Eftir á gat
maður ekki annað en fundið
fyrir væntumþykju gagn-
vart náunganum.“
FM Belfast fær góða dóma
FM BELFAST Hljómsveitin FM
Belfast fær góða dóma á heima-
síðu breska tímaritsins NME
fyrir frammistöðu sína á Iceland
Airwaves.
Fyrsta afrek
dagsins er góður
morgunverður
Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum,
verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði.
Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess
vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja
að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg
vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka.
Ég hlakka til …
…haustsins þegar lífið kemst í fastar
skorður á ný. Ég sest á skólabekk og
nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt
breytist ekki – ég fæ mér alltaf
Kellogg’s Special K á morgnana.
Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
4
2
9
1
specialk.is
Auglýsingasími