Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 23.10.2008, Qupperneq 60
44 23. október 2008 FIMMTUDAGUR Mickey Rourke, Jason Statham og rapparinn 50 Cent hafa tekið að sér hlutverk í spennumyndinni 13 sem Frakkinn Gela Babluani leikstýrir. Áður hafði Sam Riley verið ráðinn í hlutverk í mynd- inni, sem er endurgerð 13 Tzameti sem Babluani leikstýrði einnig. Kvikmyndin 13 fjallar um mann sem fer eftir leiðbeining- um, sem voru ætlaðar öðrum, um að stela pakka með miklum verðmætum. Tökur á myndinni hefjast í nóvember og verður hún frumsýnd næsta vor, eftir Óskarshátíðina. Vonast framleið- endurnir til að Rourke verði tilnefndur til Óskarsins fyrir myndina The Wrestler og þá ætti 13 að fá enn betri kynningu. Rourke og Statham í 13 MICKEY ROURKE Fer með hlutverk í spennumyndinni 13 í leikstjórn Gela Babluani. Nýjasta plata hins ástsæla tónlistarmanns KK – Svona eru menn – er komin út. Þjófstartað var á Kaffi Ros- enberg á mánudag. Til útgáfuteitis KK var ýmsum vinum og velunnurum, ásamt þeim sem komu að gerð plötunn- ar, boðið. KK tróð upp ásamt Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni. Viðstaddir fengu forsmekkinn af efni plötunnar sem er meðal ann- ars sérstök að því leytinu til að Jóhann Páll Valdimarsson bókaút- gefandi gefur út plötuna auk þess sem hann myndskreytir bækling sem fylgir disknum með ljós- myndum sínum. Jóhann Páll, sem lét sig gerð plötunnar varða á framleiðslu- stigi, er að vonum ánægður með sinn mann: „Svona eru menn er að mínu viti einlægasta og hrein- ræktaðasta plata KK til þessa. Hann stendur og fellur algjörlega með sjálfum sér á plötunni og tekst það einstaklega vel. Yrkis- efnin spilla ekki á erfiðum tímum. Ég er sannfærður um að diskur- inn verður sannkallaður sólageisli sem lýsir upp myrkvaðar sálir Íslendinga nú um stundir.“ KK heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld til að fagna plötunni. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 21. jakob@frettabladid.is Sólargeisli frá honum KK MELÓDIKKA, KASSAGÍTAR OG ÞVOTTABRETTI KK skemmti gestum sínum ásamt snillingunum Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMBOÐSMAÐURINN OG MARKAÐS- STJÓRINN Palli Papi, til hægri, er umboðsmaður KK (sem og reyndar Bubba) og hann mætti að sjálfsögðu ásamt Heiðari Inga Svanssyni, markaðs- stjóra Forlagsins. HLJÓMBORÐSLEIKARARNIR Atli Bolla- son er kynningarstjóri Forlagsins en er jafnframt þekktur sem hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar og þarna er hann, ásamt Jóni Ólafssyni. Leikkonan Scarlett Johansson verður kynnir á tónleikum sem verða haldir 11. desember í Ósló til heiðurs friðarverð- launahafa Nóbels, Finnanum Martti Ahtisaari. Johansson tekur við kyndlinum af leikurunum Kevin Spacey og Uma Thurman sem voru kynnar á síðasta ári. „Við erum virkilega ánægð með að Johansson taki þátt í tónleikunum,“ sagði Geir Lundestad, fulltrúi nóbelsnefndarinn- ar. „Samúð hennar og áhrif munu hjálpa okkur gífurlega við að breiða út friðarboð- skapinn.“ Athöfninni verður sjónvarpað til tæplega hundrað landa. Á meðal þeirra sem stíga á svið á tónleikunum verða Diana Ross, Feist, sveitasöngvarinn Dierks Betnley, Julieta Veneas og Seun Kuti frá Nígeríu. Kynnir á tónleikum SCARLETT JOHANSSON Scarl- ett verður kynnir á tónleikum til heiðurs friðarverðlauna- hafa Nóbels. Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laug- ardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar,“ sagði í dómnum. „Sveitin hljómaði eins og blanda af Lo-Fi-Fnk, Hot Chip og Sykurmolunum með lögum sem fjalla um það að hlaupa niður götuna á nær- fötunum einum saman. Með þeim á svið komu síðan að því er virtist allir úr heima- böndunum sem höfðu spilað um helgina, þar á meðal Retro Stefson og Benni Hemm Hemm. Eftir á gat maður ekki annað en fundið fyrir væntumþykju gagn- vart náunganum.“ FM Belfast fær góða dóma FM BELFAST Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heima- síðu breska tímaritsins NME fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves. Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is Auglýsingasími
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.