Fréttablaðið - 15.11.2008, Page 26

Fréttablaðið - 15.11.2008, Page 26
26 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Þ að vita kannski ekki allir að hin íturvaxna Salma Hayek er ein ríkasta kona Hollywoodborgar. Þekkt fyrir leik sinn í kvik- myndum eins og Frida, Desperado og After the Sunset er hún fyrst og fremst kvikmyndaframleið- andi með tilkomumikinn sarp af bíó- myndum og sjónvarpsefni á bak við sig en þar fer sjónvarpsþáttaröðin vin- sæla Ugly Betty fremst í flokki. En líkt og margar Hollywood-stjörnur hefur Salma notað frægð sína í þágu góðgerðarmála og meðal annars ein- beitt sér að umhverfismálum og bar- áttunni gegn eyðni. Í þetta sinn beinast spjótin að stífkrampa sem hefur verið nefndur „hljóðláti morðinginn“ í mörg- um löndum Afríku og Asíu. UNICEF og Pampers hafa sameinast um átakið „Einn pakki – ein bólusetning,“ sem þýðir að í hvert einasta skipti sem blei- upakki frá Pampers er keyptur fer samsvarandi kostnaður við eina bólu- setningarsprautu í verkefnið. „Það er með öllu óásættanlegt að börn þurfi að deyja úr sjúkdómi sem er svona auð- veldlega hægt að halda í skefjum,“ segir Salma fyrir fullum sal blaða- manna. Hún er smávaxin, fíngerð og látlaus og laus við allt „stjörnu“-yfir- bragð. „Við höfum getuna til þess að fyrirbyggja þennan sjúkdóm. Ef þú vissir hvernig þú gætir bjargað lífi barns, myndi eitthvað stöðva þig?“ spyr hún á ensku með sterkum spænsk- um hreim. Skelfilegur dauðdagi Stífkrampi er dauðaorsök eins barns á hverjum þremur mínútum sem líða og tekur um 30 þúsund mæður líka með sér í valinn. Hann smitast afar auð- veldlega þar sem hreint vatn er af skornum skammti og aðstæður við fæðingar frumstæðar. Í sumum lönd- um Afríku er enn notuð kúamykja eða mold til þess að loka fyrir naflastreng- inn sem er auðvitað stórhættuleg og bein leið fyrir bakteríuna inn í líkam- ann. Erfitt getur verið að útrýma slík- um hefðum. Þegar ég hitti Sölmu eftir fundinn útskýrir hún að afleiðingar stífkrampa séu skelfilegar fyrir unga- barn. „Þetta er hræðilegur sársauka- fullur dauðdagi. Bakterían fer inn um sár eða naflastreng á barninu og mynd- ar eiturefni sem lama aðaltaugakerfi líkamans. Fyrstu merki um sjúkdóm- inn eru krampar við munn sem trufla sogkraft barnsins. Þegar stífkrampinn nær að breiðast út fær barnið krampa og flog og verður ljós- og hljóðfælið. Að lokum getur barnið ekki andað lengur vegna krampa í lungum sem er algengasta dánarorsök stífkrampa ásamt ofþornun sem verður sökum þess að barnið getur ekki drukkið leng- ur.“ Drekkur Guinness fyrir brjóstamjólkina Salma fór til Afríkuríkisins Sierra Leone í sumar til þess að kynna sér aðstæður og áhrif bólusetningarher- ferðarinnar. Hún segir ferðalagið óneitanlega hafa haft djúp áhrif á hana. „Auðvitað var mjög sláandi að sjá þessa skelfilegu fátækt og aðstæð- ur. Það versta sem ég upplifði var á spítalanum, en þá sá ég unga móður, Fatimu, sem var varla meira en nítján ára gömul. Í fanginu hélt hún á nýfæddu barni sem var augljóslega dáið. Hún virtist ekki meðtaka þá stað- reynd og var gersamlega örvingluð. Hún var að reyna að neyða mjólk ofan í munn þess. Það var nánast óbærilegt að horfa upp á slíkt, sérstaklega vegna þess að ég er móðir sjálf.“ Salma á eins árs dóttur með franska milljarðamær- ingnum Francois-Henri Pinault en þau skildu fyrir skömmu. „Dóttir mín Val- entina hefur algerlega umbreytt lífi mínu,“ segir hún og brosir breitt. „Ég er enn með hana á brjósti og á afskap- lega erfitt með að hætta því. Mér er alveg sama þó að ég sé feit eða á til- finningarússibana. Ég bara horfi hug- fangin á hversu barnið hefur dafnað af brjóstamjólkinni og hversu gott þetta er fyrir hana.“ Það er líka eiginlega erfitt annað en að taka eftir þessum mikla og fræga barmi sem hlýtur að vera enn stærri nú en venjulega. „Mér er nokkuð sama um þessar Hollywood- staðalmyndir,“ segir hún og hlær. „Ég er til dæmis að drekka Guinness-bjór í lítravís til þess að auka brjóstamjólk- ina og ekki hjálpar það vigtinni.“ Bleiupakki sem bjargar lífi Pampers og UNICEF vonast til þess að útrýma alfarið stífkrampa í mæðrum og ungbörnum fyrir árið 2012. „Það er algjörlega ólíðandi að þessi sjúkdóm- ur, sem er horfinn úr hinum iðnvædda heimi, skuli enn vera til í þriðja heim- inum.“ segir Salma ákveðin. „Bólu- setning við stífkrampa hefur verið til síðan á sjöunda áratugnum í hinum vestræna heimi. Við ættum ekki einu sinni að vita hvað stífkrampi er á okkar áratug. Milljónir barna og mæðra deyja á hverju ári og það er svo mikið sem á eftir að gera.“ Átakið „One Pack – One Vaccine“ hefur nú þegar aflað nægra fjármuna til að kaupa 50 milljón bólusetningar. Síðasti hluti átaksins er nú í nóvember og desem- ber og forsvarsmenn Pampers og UNICEF vonast til þess að geta keypt 70 milljónir til viðbótar fyrir bæði konur á barneignaraldri og nýfædd börn. „Sem móðir fannst mér nauðsyn- legt að taka að mér þetta verkefni. Ég held að allar konur geti tekið undir það að þegar maður er orðinn móðir hefur Mæður heimsins sameinast Mexíkóska leikkonan þokkafulla Salma Hayek hefur beitt sér fyrir margvíslegum málefnum en hefur nú lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við stífkrampa ungbarna í þróunarlöndunum. Anna Margrét Björnsson hitti hana á blaðamannafundi í Genf á dögunum. EF ÞÚ VISSIR HVERNIG ÞÚ GÆTIR BJARGAÐ BARNI, HVAÐ GÆTI STÖÐVAÐ ÞIG? Leikkonan og framleiðandinn Salma Hayek á blaðamannafundi í Genf. MYND/ DIGITAL NEWS AGENCY UMVAFIN BÖRNUM Salma Hayek stödd í Sierra Leone ásamt teymi frá Unicef og Pampers. VEIKT UNGBARN Ungbörn sem fá stífkrampa deyja í 80 prósent tilfella. Árið 1989 setti Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, markmið um að útrýma stífkrampa ungbarna. Þrátt fyrir að hafa verið megin- orsök fjórðungs ungbarnadauða í heiminum hafði ekkert verið gert til þess að bólusetja mæður og ungbörn. Ástæður þess eru tvær: 1. Stífkrampi orsakar dauða á ógnvæn- legum hraða. Þegar slíkt gerist í heimaf- æðingum eru hvorki fæðingar- né dauða- tilfellin skráð sem gefur falska mynd af stærð vandamálsins. Jafnvel í dag hafa rannsóknir sýnt að aðeins um 2–5 prósent af dauðdögum vegna stífkrampa eru tilkynntir. 2. Bólusetningar barna. Á áttunda ára- tugnum hófst mikið átak til að bólusetja börn gegn stífkrampa en í millitíðinni voru mæður og ungbörn ekki sett í forgang. Hljóðláti morðinginn maður enn meiri samkennd með öllum börnum veraldar. Ég er því að vonast til þess að mæður um heim allan styðji verkefnið með því að kaupa bleiurnar. Að mæður sameinist um að útrýma þessum hræðilega sjúkdómi. Bleiur er eitthvað sem við kaupum endalaust magn af, það ætti ég nú að vita, og hugsið ykkur að hver slíkur pakki gæti bjargað mannslífi. Við höfum valdið til þess.“ Pampers-bólusetningarpakkarnir verða til sölu þar til 31. desember. Það er nán- ast óbæri- legt að horfa upp á mæð- ur missa ungabörn úr kvalafullum dauðdaga, sérstaklega vegna þess að ég er móðir sjálf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.