Fréttablaðið - 15.11.2008, Side 44

Fréttablaðið - 15.11.2008, Side 44
„Við vorum fimm sem völdum okkur Múlalund til að vinna með en kúrsinn gekk út á að vinna með framleiðslufyrirtækjum í 105 Reykjavík,“ útskýrir Guðrún Hjör- leifsdóttir, nemi á þriðja ári í vöru- hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru inn í fyrir- tæki og skoðuðu hvað hægt væri að framleiða og unnu hugmynd- ir út frá því. Fyrirtæk- in fengu svo nýja fram- leiðsluvöru út úr verk- efninu. „Við vorum hérna nánast alla daga og sam- starfið gekk rosalega vel. Hörður, sá sem er yfir á verkstæði, var alltaf til- búinn til að hjálpa okkur ef eitthvað var og starfs- fólkið leiðbeindi okkur á tækin og var mjög liðlegt. Við framleidd- um síðan vörurnar sjálf. Það eru miklir möguleikar hjá Múlalundi til að framleiða eitthvað nýtt og það var alveg ótrúlegt ævintýri að fá að prófa vélarnar og sjá hvern- ig hlutirnir virka. Við erum ánægð með útkomuna.“ Áfanginn er nú kenndur í þriðja skiptið við Listaháskólann en um- sjón með verkefninu hafði Hrafn- kell Birgisson vöruhönnuður. Auk Guðrúnar Hjörleifdóttur unnu Arna Rut Þorleifsdóttir, Edda Jóna Gylfadóttir, Guðrún Valdi- marsdóttir og Jindrich Vodica, skipti- nemi frá Tékk- landi, með Múlalundi. Af- rakstur sam- vinnunnar er nú til sýnis í Múla- lundi. - rat Möguleikar í Múlalundi ● Nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands skiluðu á dögunum af sér hugmynd- um að nýjum vörum fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki. Margir vilja meina að vöruþróun og nýsköpun sé einmitt það sem samfélagið þarf í dag. Hópurinn sem vann að vöruþróun með Múlalundi. Frá vinstri: Guðrún Valdimarsdótt- ir, Jindrich Vodica, Guðrún Hjörleifsdóttir og Edda Jóna Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arna Rut Þorleifsdóttir gerði margar litlar buddur sem saman mynda eina tösku. Guðrún Valdimarsdóttir hannaði kortaveski. Guðrún Hjörleifsdóttir gerði skipulagskassa á vegg sem koma í staðinn fyrir skúffur, hólf eða möppur. Jindrich Vodica gerði geymsluhólf sem selja mætti í metratali og væri hægt að hengja upp hvar sem er. Kitschfríður hefur nú útbúið kaffihettur og glasamottur úr handþæfðri og litaðri, íslenskri ull. Einnig bætist í fatalínuna og nú eru í henni húfur, kragar, pils og peysur en Kitschfríður hannar auk þess föt eftir séróskum. Hönnuðurinn á bak við Kitschfríði heitir Sigríður Ásta Árnadóttir og hefur hún getið sér gott orð fyrir litríkan og frumlegan stíl. Á heimasíðu Kitschfríðar www.internet.is/kitschfrid- ur, segir meðal annars: „Fatalína Kitschfríðar er öll úr ull. Kitschfríður þæfir, litar, klippir og saumar út, engar tvær flíkur eru eins. Hráefnið er gjarnan gaml- ar peysur, en einnig má nefna til sögunnar gömul ull- arteppi, perlufestar, hnappa og svo auðvitað nýja ull í bland.“ Verk Kitschfríðar eru til sölu í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu. - hs Kaffihetturnar eru úr litaðri og þæfðri íslenskri ull. MYND/KITSCHFRÍÐUR Glasamotturnar eru afar litríkar og skemmtilegar á að líta. Kjörin tækifær- isgjöf. MYND/KITSCHFRÍÐUR Þessir nýju kragar eru heklaðir á rúllukraga- hálsmál og hnepptir upp eftir öxlinni. Það má því auðveldlega skreyta sig með þeim án þess að skemma fínu hárgreiðsluna. MYND/KITSCHF´RIÐUR Peysurnar hennar Kitschfríðar eru orðnar margar talsins og sífellt bætast fleiri í hópinn. Þær fást í Kirsuberjatrénu en auk þess er hægt að koma með sérpantanir. MYND/KITSCHFRÍÐUR Nýjungar frá Kitschfríði Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Verið velkomin í FÁKAFEN 9 TILBOÐ 40% afsláttur af ávaxtakörfunni frá ALESSI laugardag og sunnudag kr. 10.000,- áður kr. 17.280,- takmarkað magn 15. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.