Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 59
44 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Fyrsti fundur Þjóðabanda- lagsins var haldinn þennan dag í Genf í Sviss. Þjóða- bandalagið var stofnað á friðarráðstefnunni í París 1919 í kjölfar fyrri heims- styrjaldarinnar. Markmið þessara alþjóðasamtak- anna voru afvopnun og að koma í veg fyrir styrj- aldir, leysa úr milliríkja- deilum með samningavið- ræðum og bæta velferð í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því. Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin her og treysti því á stórveldin til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. Setja átti ágreiningsmál í gerðardóm. Hugmyndin um bandalag þjóða til að koma í veg fyrir stríð var tekin upp af Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta sem átti stóran þátt í stofnun þess. Því voru vonbrigði hans mikil þegar öldungadeildin í Banda- ríkjunum greiddi atkvæði gegn því að ganga í bandalagið. Fulltrúar frá 41 ríki sátu þennan fyrsta fund bandalags- ins en ríkjum átti eftir að fjölga mest í 58. Þrátt fyrir sæmilegan árangur fyrstu árin eftir stofnun Þjóðabandalagsins sýndi síðari heims- styrjöldin greinilega fram á að bandalaginu hefði mistekist að ná einu helsta markmiði sínu, að koma í veg fyrir stríð. Eftir heimsstyrjöldina tóku Sameinuðu þjóðirnar við af bandalaginu. ÞETTA GERÐIST: 15. NÓVEMBER 1920 Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins „Á fjörutíu ára starfsferli stendur upp úr sú mikla og gegnumgangandi gleði sem fylgir brúðuleikhúsi og starfi með börnum,“ segir Helga Steffen- sen, brúðuhönnuður, brúðuleikari og einn stofnenda Leikbrúðulands, sem í dag heldur upp á fertugsafmælið með börnum þjóðarinnar í Vetrargarðinum í Smáralind. „Leikbrúðuland varð til þegar við Erna Guðmarsdóttir, Bryndís Gunn- arsdóttir og fleiri lærðum leikbrúðu- gerð í Handíða- og myndlistarskólan- um hjá Kurt Zier sem var stórkost- legur leikbrúðumaður. Eftir námið hjá Kurt stofnuðum við Leikbrúðuland og vorum lengst af fjórar, því þá var Hall- veig Thorlacius komin í hópinn, en frá aldamótum höfum við Erna séð um sýningarnar með hjálp Arnar Árnason- ar, leikara og leikstjóra. Í kringum Örn ríkir mikil gleði og við erum óskap- lega ánægðar með hann því Örn er fagmaður fram í fingurgóma, leggur til vísur og vinnur í handritagerðinni með okkur,“ segir Helga sem hélt leik- brúðusýningar að Fríkirkjuvegi 11 á hverjum sunnudegi í áraraðir, þar sem Leikbrúðuland var lengst af til húsa. „En nú hamlar húsnæðisskort- ur okkur og ég auglýsi eftir húsnæði því við eigum svo mikið af yndisleg- um brúðum og leikritum sem fyllt gætu endalausar brúðusýningar fyrir börn. Við höfum ferðast með leik- brúður okkar um allan heim og varla til sú borg sem ekki hefur brúðuleik- hús innan sinna vébanda, því slíkt er mikilvæg miðstöð fyrir börn að upp- lifa og læra af,“ segir Helga, sem fer reglulega með sýningar Leikbrúðu- lands í leik- og grunnskóla landsins, að ógleymdum Brúðubílnum, sem tvær kynslóðir Íslendinga hafa notið undir berum sumarhimni í tæp þrjátíu ár. „Ég hef ekki tölu á þeim brúðum sem ég hef skapað, en mundi skjóta á vel á þriðja hundrað. Mér þykir ógurlega vænt um þær allar, en venjulega tekur maður mestu ástfóstri við þær brúður sem maður fæst við í hvert skipti. Ætli mér þyki þó ekki allra vænst um Lilla í Brúðubílnum. Hann er svo óskap- lega vinsæll hjá yngstu börnunum og svo indælt hversu mikið hann höfð- ar til þeirra, en í gegnum hann næ ég einstöku sambandi við þau og það er svo sannarlega líf mitt og yndi,“ segir Helga og brosir sæl yfir hlutskipti sínu, sem í æsku varð hnitmiðað og henni fljótt ljóst. „Ég var smástelpa þegar ég byrj- aði að búa til og setja upp leikrit með dúkkum og dúkkulísum. Allar götur síðan hefur það tvímælalaust orðið æ skemmtilegra og ég heppin að hafa valið mér starf þar sem ég hlakka til hverrar einustu sýningar,“ segir Helga sem í dag, ásamt Ernu og Erni, Aldísi Davíðsdóttur og Sigríði Eir Zóphanías- dóttur, ætlar að bruna á Brúðubílnum í Smáralind klukkan 14 og leggja undir sig Vetrargarðinn með þrjá yndislega brúðuleiki fyrir börn á öllum aldri. „Við sýnum leikritin Vináttu, Selinn Snorra og í Brúðubílnum Hókus pókus. Í tilefni afmælisins gefur Leikbrúðu- land út geisladisk með Selinum Snorra og Vináttu, sem samanstendur af fjór- um ævintýrum sem öll fjalla á ein- hvern hátt um vináttu.“ Sýningar verða klukkan 14.30, 15.30 og 16.30. Aðgangur er ókeypis. thordis@frettabladid.is LEIKBRÚÐULAND: STOFNAÐ FYRIR FJÖRUTÍU ÁRUM Börn og brúður mitt líf og yndi Í AFMÆLISSKAPI Þær Erna Guðmarsdóttir og Helga Steffensen hafa frá árinu 2000 haldið einar um stjórnartaumana í Leikbrúðulandi, en eru báðar meðal upprunalegra stofnenda þess. Þær bjóða börnum landsins á leikbrúðusýningar í Vetrargarðinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÖNGKONAN ANNI-FRID LYNG STAD ÚR ABBA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945. „Að vera ríkur og frægur þýðir alls ekki að vera ham- ingjusamur, og oft hefur pressan sem þessu fylgir náð tökum á mér.“ Anni-Frid Lyngstad var ein fjögurra í einni frægustu hljómsveit allra tíma, ABBA. Hin voru Benny Andersson, sem Anni-Frid var gift, Agnetha Fältskog og Björn Ulvaeus sem voru einnig hjón. „Þarna tekur félagsmaður til máls, kynnir samtökin og lýsir reynslu sinni af þeim. Svo stíga á stokk félagar í Al- ateen og síðan í AA-samtök- unum. Eftir fundinn verð- ur boðið upp á kaffi og með því,“ segir félagi í Al-anon- samtökunum, um fyrirhug- aðan afmælisfund samtak- anna sem verður haldinn í Grafarvogskirkju klukkan 20.30 á morgun undir yfir- skriftinni „Það er til lausn fyrir aðstandendur alkóhól- ista“. „Al-anon eru samtök að- standenda alkóhólista sem leita sér hjálpar á eigin for- sendumn og deila með sér styrk, von og reynslu á fund- um samtakanna,“ segir við- mælandi en félagar samtak- anna mega ekki koma fram undir nafni í fjölmiðlum. Þeir skipta nú hundruðum enda hafa samtökin starfað á Íslandi síðan 1972 og fagna því 36 ára afmæli. Sjálfur segist viðmæl- andi hafa haft mikinn hag af því að sækja fundi, honum hafi tekist að öðlast sjálfs- traust og byggja upp eðli- lega sjálfsmynd. Hann segir þó nauðsynlegt að stunda reglulega fundi en það hefur hann gert óslitið síðan árið 1989. En hvert getur maður sótt Al-anon-fundi?: „Fund- arstaðir eru í raun um land allt og fundir eru haldnir daglega, stundum oft á dag. Fundirnir fara til dæmis oft á dag fram í Reykjavík. Stundum er um kynjaskipta fundi að ræða eða fundi sem eru aðeins opnir félags- mönnum. Afmælisfundur- inn á sunnudag er frábrugð- inn að því leytinu til að hann er opinn öllum sem vilja kynna sér starfsemi samtak- anna,“ útskýrir viðmælandi. „Afmælið er 18. nóvember og við reynum yfirleitt að halda afmælisfundinn sem næst afmælinu.“ Hægt er að afla sér nán- ari upplýsingar á www.al- anon.is. Al-anon í 36 ár Al-anon samtökin haldin afmælisfund í Grafarvogskirkju á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY MERKISATBURÐIR 1889 Brasilía er lýst lýðveldi. 1935 Manuel L. Quezon verður forseti Filippseyja. 1941 Heinrich Himmler, yfir- maður Gestapo, fyrirskip- ar að samkynhneigðir skuli handteknir og fluttir í fangabúðir. 1969 Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru stofnuð að frumkvæði Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar. 1990 Samþykkt er í borgar- stjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan. 1993 Í Kasakstan er nýr gjald- miðill, tenga, tekinn upp í staðinn fyrir rúblur. 2002 Hu Jintao verður aðalritari Kommúnistaflokks Kína. Ástkær faðir okkur, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór B. Jakobsson fyrrv. forstjóri, Skólavörðustíg 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna. Guðrún Halldórsdóttir Sigurbjörg Halldórsdóttir Magnús Haraldsson Jakob Halldórsson Súsanna Kjartansdóttir Steinn Halldórsson Guðlaug Hafsteinsdóttir Ólöf Halldórsdóttir Jón Hjaltason og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Úlfur Hjörvar rithöfundur, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn sunnudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Helga Hjörvar Helgi Hjörvar Þórhildur Elín Elínardóttir Hákon Kjalar Hjördísarson Rósa María Hjörvar Svanur Þór Bjarnason Hildur Hjörvar Helena Hjörvar María Hjörvar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jakobína Guðmundsdóttir (Bíbí) Vatnsstíg 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 12. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Örn Scheving Bragi Reynisson Eulogia Medico Guðrún Hanna Scheving Gísli Hermannsson Sigmar A. Scheving Hjördís Jóhannsdóttir Brynja A. Scheving Karl Jóhann Guðsteinsson Egill A. Scheving Laufey Þórðardóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.