Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 8
8 13. desember 2008 LAUGARDAGUR 1. Hvaða íslenska bók er á meðal fimmtán bestu skáld- sagna ársins, að mati bóka- risans Barnes & Noble? 2. Hvað er sérstakt við jólakort- in sem Hafliði Ragnarsson í Mosfellsbakaríi hefur til sölu? 3. Fjögur fótboltalið hafa sýnt áhuga á Blikanum Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hver eru þau? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 86 BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna samþykktu í gær að koma til móts við áhyggjuefni Íra tengd svonefndum Lissabon-sátt- mála, sem felldur var í þjóðarat- kvæðagreiðslu á Írlandi í júní. Með því eru vonir bundnar við að írskir kjósendur falli frá fyrirvörum sínum gegn því að staðfesta sátt- málann fyrir sitt leyti í endurtek- inni þjóðaratkvæðagreiðslu næsta haust. Sáttmálinn getur ekki tekið gildi fyrr en öll aðildarríkin 27 hafa fullgilt hann. Veigamesta atriðið sem ákveðið var að láta eftir Írum var að fallið yrði frá áformum um að fækka í framkvæmdastjórn sambandsins, en samkvæmt þeim áformum stóð til að frá og með árinu 2014 hefðu ekki lengur öll aðildarríkin einn fulltrúa í þessari kjarnastofnun sambandsins, heldur myndu þau skiptast á um að senda fulltrúa í hina minnkuðu átján manna fram- kvæmdastjórn. Önnur atriði sem írskir kjósend- ur höfðu áhyggjur af var að ákvæði Lissabon-sáttmálans kynnu að ógna hlutleysi Írlands, sem og lágskatta- stefnu þess og lögum um réttindi launafólks. ESB-leiðtogarnir féllust líka á að tryggt yrði að ekki yrði vegið að neinum þessara írsku laga, né heldur myndu ESB-reglur gera Írum ókleift að halda í íhaldssöm lög sín um fóstureyðingar eða grafa undan heilbrigðis- og menntakerfi landsins. Gegn því að fá þetta í gegn skuld- bindur írska stjórnin sig til að halda nýja atkvæðagreiðslu um sáttmál- ann áður en skipunartímabil núver- andi framkvæmdastjórnar rennur út í lok október. Meirihlutastuðningur Íra við sátt- málann er þó engan veginn tryggð- ur vegna óvinsælda ríkisstjórnar Brians Cowen, sem helgast að hluta af efnahagskreppunni, en það fer illa í marga landa hans hve staðráð- inn forsætisráðherrann er í að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Engu að síður eru Írar eftir sem áður sú þjóð sem er ánægðust með aðild sína að ESB; það sýndu niður- stöður nýjustu Eurobarometer- könnunar ESB. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands sem er nú að ljúka forsætis- misseri sínu í ESB, lýsti mikilli ánægju með að kosið yrði um sáttmálann á ný á Írlandi, en Sar- kozy hafði áður sagt að hann teldi ógerlegt að taka fleiri ríki inn í sambandið uns tekist hefði að koma í gildi þeirri uppfærslu á stofnana- og ákvarðanatökukerfi sambandsins sem í Lissabon- sáttmálanum felst. - aa ESB-sáttmáli í dóm Íra á ný haustið 2009 Leiðtogar hinna ESB-ríkjanna 26 hafa samið við forsætisráðherra Írlands um að Lissabon-sáttmálanum verði breytt þannig að Írar ættu ekki lengur að hafa neitt á móti því að samþykkja sáttmálann í endurtekinni þjóðaratkvæðagreiðslu. BRIAN COWEN Írski forsætisráðherrann á blaðamannafundi í Brussel í gær. Skuldbind- ur Írlandsstjórn til að láta kjósa á ný um sáttmálann þótt það sé óvinsælt meðal Íra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, POZNAN, AP Eitt af því fáa sem samkomulag tókst um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Poznan í Póllandi í gær var að ríkari lönd heims og fjölþjóðastofnanir sameinuðust um skuldbindingar um að fjármagna sjóð sem á að hjálpa fátækum ríkjum að bregðast betur við afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við alvarlega þurrka og flóð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem einnig lauk í gær, tókst enn fremur samkomu- lag um að sambandið héldi fast við metnaðarfull áform sín í loftslagsmálum. Þau kveða bæði á um bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda, um aukna notkun endurnýjanlegra orkugjafa og um leiðir til að fjármagna þessar ráðstafanir. Ríkin í austanverðu sambandinu, sem eru enn að vinna upp velmegunarforskot Vestur-Evrópuríkj- anna, fengu sett inn ákvæði um að þau nytu meiri sveigjanleika hvað þetta varðar, í því skyni að minnka hættuna á því að loftslagsaðgerðirnar yrðu til að draga úr hagvexti hjá þeim. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands sem gegnir formennskunni í ESB, sagði samkomulagið sögu- legt. Evrópa hefði sannað að hún gengi fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi; nú yrðu hinir sem menguðu mest, einkum Bandaríkin og Kína, að taka sér tak. - aa Loftslagsráðstefnu SÞ í Poznan og leiðtogafundi ESB í Brussel lokið: Metnaður til aðgerða ítrekaður GORE Í POZNAN Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og baráttumaður gegn loftslagsbreytingum, ávarpar ráðstefnu- fulltrúa í Poznan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður og kona hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi farbann til 1. febrúar, að kröfu lögreglustjórans á Selfossi. Um er að ræða pólskt par sem grunað er um að hafa stungið og skorið landa sinn í Þorlákshöfn í haust. Lögreglan hafði verið kvödd til vegna hávaða í fjölbýlis- húsi. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn ásamt nokkrum löndum sínum utandyra, mikið særður. Árásin var mjög alvarleg og var hann í lífshættu. Með hliðsjón af rannsóknar- gögnum þykir fram kominn rökstuddur grunur um að parið hafi átt aðild að árásinni. - jss Par áfram í farbanni: Hrottaleg árás með eggvopni SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is Auglýsingasími VIÐSKIPTI Íslenskur fjárfestinga- sjóður, sem að meirihluta er í eigu Novator, fyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, gæti tapað allt að tuttugu milljónum dollara á umfangsmiklu fjársvikamáli sem er komið upp í Bandaríkjunum. Þetta fékk Fréttablaðið staðfest hjá forsvarsmönnum Novator. Fjárfestingarsjóðurinn Novator Credit Opportunities Fund er eitt þeirra fyrirtækja sem varð fyrir barðinu á bandaríska lögfræðingn- um Marc Dreier sem var handtek- inn í Kanada í síðustu viku fyrir að selja fölsuð verðbréf í fasteigna- þróunarfélagi sem hann starfaði fyrir sem ráðgjafi. Dreier á og rekur lögmanns- stofu í New York. Samkvæmt frétt frá fréttaveitunni Bloomberg, hefur hann og lögfræði- firma hans nú orðið uppvíst að því að falsa skuldabréf, falsa undirskriftir, setja á svið síma- fundi og falsa net- föng í þeim tilgangi að villa um fyrir vogunarsjóðum og öðrum kaupendum bréfanna. Virð- ist ljóst að Dreier hafi stundað þetta um langt skeið og vogunarsjóðirnir sem eru fórnarlömb svindlarans skipta tugum. Vogunarsjóðir keyptu fölsuð skuldabréf fyrir um 350 milljónir bandaríkjadollara. Hlutur Novator- sjóðsins var nærri tuttugu milljón- um dollara. Hefur þegar verið ákveðið af hálfu sjóðsins að leita til lögfræðinga og kæra svikin, að sögn forsvarsmanna Novator, sem segja að fleiri fórnarlömb fjársvik- anna hafi gert slíkt hið sama. Novator Credit Opportunities Fund er í meirihlutaeigu Novators, en aðrir hluthafar eru erlend og innlend fjármálafyrirtæki, þar á meðal Straumur, Landsbankinn, Glitnir og lífeyrissjóðir. - bih Íslenskur fjárfestingasjóður gæti tapað allt að tuttugu milljónum dollara Novator fórnarlamb fjársvika BJÖRGÓLFUR THOR BJÖR- GÓLFSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.