Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.12.2008, Qupperneq 10
10 13. desember 2008 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR Skagamenn eru æfir af reiði yfir fyrirhugaðri hækkun á strætófargjöldum til Reykjavíkur. Rætt er um að hækka fargjaldið um 200 prósent, úr 280 krónum í 840 krónur. Skagamenn ætla að mótmæla hækkuninni á fundi í Skrúðgarðin- um klukkan þrjú í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að „það sjóði á þeim einstaklingum“ sem hafi nýtt sér þjónustu Skagastrætós. „Það er verið að kippa grundvelli undan fjölda einstaklinga sem stunda nám og atvinnu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og telur vanta skýringar á því af hverju gjaldið er að hækka. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, segir að samningaviðræður eigi sér stað og ekkert sé klárt í málinu. Til standi að skrifa undir samning við Strætó á mánudag en bæjaryfirvöld séu ekki komin með samning í hendurnar. Gunnar bendir á að til standi að auka þjónustuna í héraði. „Við höfum aldrei borgað fyrir legginn Mosfells- bær-Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur borgað þann legg og því er þetta meiri hækkun en reiknað var með. Það er ekkert óeðlilegt að við borgum fyrir þann legg en það er ekkert búið að ganga frá þessu. Mér sýnist að hvorki Selfoss né Hveragerði ætli að greiða niður kostnaðinn hjá sér en það er ekki búið að ganga frá því hvað bæjarsjóður á Akranesi gerir.“ - ghs Fyrirhugað að hækka strætófargjöld á Skaganum um 200 prósent: Mótmæla á útifundi í dag SÝÐUR Á SKAGAMÖNNUM Í bígerð er að hækka strætógjöld Skagamenna úr 840 í 280 krónur. Það sýður á Skagamönnum og boða þeir til mótmælafundar í dag. KÍNA, AP Hundruð kínverskra bar- áttumanna fyrir mannréttindum hafa undirritað yfirlýsingu, þar sem skorað er á kínversk stjórn- völd að bæta ástand mannrétt- indamála í landinu. Yfirlýsingin er samin í tilefni þess að nú eru 60 ár frá samþykkt mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Kínverska lögreglan var snör í snúningum og hafði strax handtek- ið tvo þeirra sem undirrituðu yfir- lýsinguna áður en hún birtist á Netinu. Yfirlýsingin er í nítján liðum þar sem meðal annars er lagt til að dómsvaldið í Kína verði aðskilið frá öðrum stjórnvöldum, félagafrelsi verði virt og eins- flokkskerfið í stjórnmálum verði aflagt. Alls undirrita meira en 300 manns yfirlýsinguna, þar á meðal lögfræðingar, rithöfundar, fræði- menn og listamenn. „Þessi yfirlýsing styður sömu hugmyndir og verðmæti og fram koma í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, svo sem fjölmiðlafrelsi, félagafrelsi, óháð dómsvald, trúarbragðafrelsi og umhverfisvernd,“ segir lögfræð- ingurinn Mo Shaoping, sem er einn þeirra sem undirrituðu yfir- lýsinguna. „Í henni er ekkert sem brýtur gegn stjórnarskrá Kína,“ bætir hann við. - gb Yfirlýsing 300 Kínverja í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar SÞ: Skorað á kínversk stjórnvöld HÚSIÐ RIFIÐ Einn þeirra sem hefur orðið fyrir barðinu á yfirvaldinu í Kína er Dong Jigin, eiginmaður Ni Yulan, sem situr í fangelsi fyrir mannréttindabaráttu sína. Rifið hús þeirra sést að baki honum. NORDICPHOTOS/AFP NÝSKÖPUN „Íslendingar hafa fram til þessa staðið mjög framarlega í frumkvöðlastarfi. En næstu tvö ár verða krefjandi,“ segir William D. Bygrave, einn virtasti sérfræð- ingur heims á sviði nýsköpunar og frumkvöðlafræða. Hann segir aðgengi frumkvöðla að fjármagni skipta meginmáli eftir bankahrunið hér og það verði að tryggja að svo verði áfram. Bygrave segir stjórnvöld jafnt hér og í Bandaríkjunum verða að huga að menntun og störfum því tengdu frekar en mannfrekum og kostnaðarsömum framkvæmdum. Sé lítill grundvöllur fyrir mennt- að fólk í heimalandi þess sé hætta á að það flytjist á brott líkt og í til- felli hans sjálfs á sjötta áratug síðustu aldar. Aðstæður hér séu þó ekkert einsdæmi. Frumkvöðlar og fjöl- skyldur þeirra muni líkt og fyrri ár leggja til mestan hluta fjár- magnsins til að koma fyrirtækj- unum á legg áður en áhættufjár- festar komi að þeim. Þó megi reikna með, ekki síst hér á landi, að niðursveiflan hafi tæmt vasa áhættufjárfesta að einhverju leyti. Hann segir mestu máli skipta að halda hlutabréfamarkaði á floti, ekki síst að blása lífi í hluta- fjárútboð og nýskráningar á hluta- bréfamarkaði, hér heima og erlendis. Aðeins þar geti fyrir- tækin sótt sér fjármagn til frekari vaxtar. Þó sé útlit fyrir að hluta- bréfamarkaður verði laskaður næstu misserin og verði fyrirtæki almennt að þreyja þorrann. Bygrave kynnti í gær niður- stöður GEM-rannsóknarinnar, sem aflar samanburðarhæfra gagna um frumkvöðlastarfsemi víðs vegar að úr heiminum. Bygrave ýtti rannsókninni úr vör fyrir níu árum þegar hann var prófessor við Babson-háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. Skólinn er talinn fremsti háskóli Bandaríkjanna á sviði frum- kvöðlafræða. Í ár tóku 45 lönd þátt í rannsókninni og lenti Ísland í fyrsta til þriðja sæti í mörgum mikilvægum þáttum. Bygrave segir talsverðu muna á Íslandi og öðrum löndum. „Mun fleiri Íslendingar stofna fyrirtæki af því að þeir sjá tækifæri á mark- aðnum. Í öðrum löndum, svo sem í Asíu, er það gert af nauðsyn. Þar sér fólk ekki annan kost til að framfleyta sér,“ segir hann. Háskólanum í Reykjavík, sem hefur síðastliðin sex ár tekið þátt í GEM-rannsókninni, hefur nú verið boðið að verða einn af horn- steinum ásamt Babson College og breska viðskiptaháskólanum London Business School. Samn- ingur þess efnis verður undrritað- ur í HR í dag. jonab@markadurinn.is Næstu misseri verða frumkvöðlum erfið William D. Bygrave, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði nýsköpunar, segir Ísland standa framarlega á sviði frumkvöðlastarfsemi. Mikilvægt sé að hluta- bréfamarkaður sé virkur svo fyrirtækin geti sótt sér fjármagn til vaxtar. WILLIAM D. BYGRAVE Íslend- ingar standa mjög framarlega á sviði frumkvöðlastarfsemi í heiminum. Útlit er fyrir erfiðara árferði fyrir frumkvöðla á allra næstu misserum, segir einn virtasti sérfræðingur í heimi á sviði nýsköpunar. Veiðisumarið 2008 í máli og myndum Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Jólabók veiðimannsins Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is JÓLABÓK VEIÐIMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.