Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 13
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 13
SAMFÉLAGSMÁL Áhöfnin á Þerney
hefur gefið Mæðrastyrksnefnd
ferðasjóð sinn sem nemur einni
milljón króna.
„Það voru allir hæstánægðir
með þetta,“ segir Kristinn
Gestsson skipsstjóri. „Það er
náttúrulega alltaf gaman að fara í
góða ferð en mönnum fannst þetta
bara alveg tilvalið í ljósi kringum-
stæðna.“ Í þar síðustu viku sendi
Síldarvinnslan á Neskaupsstað
Mæðrastyrksnefnd 4,2 tonn af ýsu.
„Við höfum orðið þess áskynja
að það er fullt af fólki sem á erfitt
núna og okkur var hægt um vik að
senda fisk til að létta undir með
nokkrum,“ segir Gunnþór
Ingvarsson, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar. - jse
Mæðrastyrksnefnd styrkt:
Fékk fé og fisk
KRISTINN GESTSSON Ferðasjóðurinn er
farinn, öllum til mikillar ánægju.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs-
aldri hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi, skilorðs-
bundið, fyrir að hafa ráðist á
sambýliskonu sína og slasað hana.
Maðurinn réðst á sambýliskon-
una á heimili þeirra á Hellu.Fyrstu
atlöguna að henni gerði hann á
salerninu, þar sem hann greip um
hálsinn á henni, þrengdi að og
þrýsti henni ofan í baðkarið. Við
það hlaut konan hengingarfar á
háls, mar á hægri úlnlið, roða á
kinn og klór á háls. Þá sparkaði
maðurinn í vinstri fót hennar með
þeim afleiðingum að hún varð hölt
og vinstri hnéskel aum og marin.
- jss
Réðst á sambýliskonu sína:
Í hengingartaki
ofan í baðkar
LÚXEMBORG, AP Þjóðþing stórher-
togadæmisins Lúxemborgar
hefur ákveðið að svipta stórher-
togann hluta af valdi sínu, eftir að
hinn rammkaþólski þjóðhöfðingi
neitaði að staðfesta lög sem
þingið hafði afgreitt um lögleið-
ingu heimildar til líknardrápa.
Þingið hafði samþykkt frum-
varpið með 56 atkvæðum gegn
engu og skoðanakannanir meðal
almennings sýna drjúgan
meirihlutastuðning við það. Nú
hefur þingið sveigt túlkun
stjórnarskrárinnar þannig að
framvegis þurfi þjóðhöfðinginn
ekki að undirrita lög til að þau
geti tekið gildi.
Lög um líknardráp hafa þegar
verið sett í Hollandi og Belgíu. - aa
Neitaði að staðfesta lög:
Völd stórher-
togans skert
STÓRHERTOGAHJÓNIN Hinrik og Teresa
af Lúxemborg í heimsókn hjá sænsku
konungshjónunum. NORDICPHOTOS/AFP
Minni hrefnukvóti
Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út kvóta fyrir hvalveiðivertíð-
ina 2009, en hann kveður á um 16
prósentum færri hrefnur en heimilt var
að veiða í ár, 885 dýr í stað 1.052. 750
dýr má veiða upp með ströndinni og
við Svalbarða og 135 við Jan Mayen. Á
síðustu árum hefur ekki verið veitt að
fullu upp í útgefinn kvóta.
NOREGUR
SVEITARSTJÓRNIR Halldór Halldórs-
son, bæjarstjóri á Ísafirði, vill að
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytið endurskoði ákvörðun um að
heimila stofnun lögbýlis á
jörðunum Kjós og Leiru í Jökul-
fjörðum. Ráðuneytið taldi sig ekki
hafa fengið umsögn Ísafjarðarbæj-
ar um málið. Bæjarstjórinn spyr
hvort ráðuneytið líti svo á að
neikvætt svar bæjarins til
jarðeigandans sem fylgdi umsókn
hans til ráðuneytisins hafi ekki
verið umsögn og hvort ráðuneyt-
inu hafi ekki verið kunnugt um
afstöðu bæjarins. Og hvort þá
komi ekki til greina að endurskoða
heimildina fyrir lögbýlinu. - gar
Bæjarstjóri skrifar ráðuneyti:
Afstaða lá fyrir
vegna lögbýlis
SJÁVARÚTVEGUR Grindavíkurbær
fær hæstu upphæðina í úthlutun
samgönguráðuneytisins vegna
tímabundins samdráttar í þorsk-
kvóta, 35 milljónir króna. Alls var
úthlutað 250 milljónum króna og
var sett 35 milljóna króna hámark
á úthlutun.
Þetta er annað árið í röð sem
úthlutað er vegna niðurskurðar-
ins. Nú er miðað við minnkun afla-
marks líkt og það var 1. septemb-
er árið 2007, en ekki meðaltal
úthlutaðs aflamarks nokkurra síð-
ustu ára eins og var í fyrra. 200
milljónir voru ætlaðar til að mæta
þessum þætti. Talið er að með því
sé betur mætt áhrifum af niður-
skurði í aflamarki þorsks í hverju
sveitarfélagi þar sem skoðuð er
staða aflamarks við upphaf þess
tíma er niðurskurðurinn tók gildi.
Þrjú sveitarfélög fá yfir 20
milljónir króna úthlutað; Vest-
mannaeyjabær og Ísafjörður með
rúmar 24 milljónir króna og Snæ-
fellsbær með tæpar 24 milljónir.
Dalvíkurbyggð fær tæpar 16 millj-
ónir, Fjallabyggð rúmar 13, Horna-
fjörður tæpar 12 og Höfðahreppur
tæpar 11 milljónir.
Framlaginu er ætlað að koma til
móts við tekjumissi sveitarfélaga
þar sem samdráttur verður í
atvinnu vegna minni þorskkvóta.
Nú er sérstaklega varið 50 millj-
ónum til að mæta minni lönduðum
afla milli fiskveiðiáranna 2006/7
og 2007/8. - kóp
250 milljónum úthlutað vegna samdráttar í þorskkvóta:
35 milljónir til Grindavíkur
GRINDAVÍK Hæsta úthlutun vegna
tímabundins samdráttar þorskkvóta, 35
milljónir króna, fer til Grindavíkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
fyrir
Stór og lítil heimilistæki,
símtæki og ljós í miklu úrvali.
Sjáið jólatilboðin á
www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Blandari MMB 2000
600 W. Hægt að mylja ísmola.
Bikar úr gleri. Tekur 1,75 lítra.
Jólaverð: 10.900 kr. stgr.
Matvinnsluvél MK 55100
800 W. 3,8 lítra skál.
Með 1,5 lítra blandara.
Jólaverð: 13.900 kr. stgr.
Töfrasproti MQ 5B100
280 W. Hljóðlátur og þægilegur
í notkun.
Jólaverð: 4.600 kr. stgr.
Ryksuga VS 01E1800
1800 W. Virkilega þrífandi hrífandi.
Jólaverð: 15.900 kr. stgr.
iittala pottar og pönnur á 15% afslætti til jóla.
Eru úr 18/10 ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og mikla hitaleiðni.
Ganga á öll helluborð.
114.900
129.900
Þvottavél WM 12A162DN
Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A.
Jólaverð: kr. stgr.
Þurrkari WT 44E102DN
Tekur 7 kg. Gufuþétting, enginn barki.
Jólaverð: kr. stgr.
86.900
Espressó-kaffivél TK 52002
Alsjálfvirk kaffivél sem malar baunir og
býr til ýmsa kaffidrykki.
Jólaverð: kr. stgr.