Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 28
 13. desember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Guðrún D. Guð- mundsdóttir skrifar um kynbundið of- beldi Nýlega var haldið 16 daga átak gegn kynbundu ofbeldi í 18. sinn. Með átakinu hefur frá 1991 verið unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dags- ljósið sem mannréttindabrot en samtök um allan heim nýta það til að krefjast aðstoðar og stuðn- ings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarna- starf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Átakið hefur einnig beint sjónum að því að alþjóðleg- um mannréttindaregl- um sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannrétt- indabroti, heilbrigðis- vandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Stjórnvöld hafa nýlega gert ítarlega aðgerðaá- ætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi, fært hegning- arlög til betra horfs og aðgerðaá- ætlun gegn mansali er í smíðum. Þá hafa Stígamót, Kvennaat- hvarfið og Neyðarmóttaka vegna nauðgana aðstoðað þúsundir kvenna sem beittar hafa verið kynbundnu ofbeldi með fulltingi hins opinbera og sveitarfélaganna. Íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir því að þurfa að for- gangsraða og skera niður á mörg- um sviðum. Brýnt er að fyrirhug- aður niðurskurður bitni ekki á aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi og aðstoð við fórnarlömb sem nú þegar er afar þröngur stakkur skorinn. Rannsóknir sýna að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeld- is og þegar leita fleiri konur til Kvennaathvarfsins en vant er. Stöndum vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna á þess- um örlagatímum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og aðstoð við þolendur er ekki munaður sem kasta má fyrir róða þegar skór- inn kreppir. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. UMRÆÐAN Magnús Þór Haf- steinsson skrifar um síldarstofninn Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofn- inum eru alvarleg tíð- indi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla“ ríkisstjórn Íhalds og Samfylking- ar ákvað að fara í þriðjungs skerð- ingu á þorskveiðum sumarið 2007. Það er dæmigert að ríkisstjórn- in bregst við eins og hún er vön þegar vandi steðjar að. Með lam- andi aðgerðaleysi og ákvarðana- fælni. Skipulega var fylgst með tíðni sníkjudýrsins sem hrjáir síldina nú á árunum 1991 - 2000. Eftir það var því hætt. Sennilega vegna fjárskorts. Hinn ábyrgðar- lausi Sjálfstæðisflokkur sem hefur borið ábyrgð á sjávarút- vegsráðuneytinu og þar með Hafró, hefur aldrei tímt að setja nægt fé í hafrannsóknir. Sjálf- stæðismennirnir sem hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála frá árinu 2000 eru dýralæknirinn Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinns- son. Það er athyglivert að það var á vakt sjálfs dýralækn- isins að Hafró hætti að fylgjast með tíðni sníkjudýrasmitsins í síldinni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum, eða að meðaltali ein af hverjum þúsund síldum í íslenska sumargots- stofninum. Hún var miklu hærri í norsk- íslensku síldinni, eða allt að 14 prósent árið 1998. Tveimur árum síðar var hætt að fylgjast með þessu þó vitað væri úr fjölda fræðirita að sníkjudýrið er mjög hættulegt verði það að faraldri. Nú er ljóst að faraldur er haf- inn. Á helstu veiðisvæðum íslensku sumargotssíldarinnar er sýking- arhlutfallið allt að 30 til 40 prósent síldarinnar. Við Vestmannaeyjar og Reykjanes er hlutfallið allt að 60 til 70 prósent. Til viðbótar þessu þá hefur orðið vart við Ichthyop- honus í ýsu í Faxaflóa. Ástandið er skuggalegt. Við getum ekki lengur veitt síldina til manneldis. Hún verður að fara í bræðslu til fram- leiðslu á fiskimjöli og lýsi, ef við ætlum að vinna úr henni verð- mæti. Fyrir það fæst miklu minna fé en ef síldin hefði verið flökuð og fryst. Við þetta bætast svo fréttir af því að sníkjudýrasmit hafi fundist í ýsu í Faxaflóa. Það gerir málið enn verra. Hvaða áhrif getur svona sníkjudýrasmit haft á markaðsmál og sölu á ýsu erlend- is? Lítið hefur verið aðhafst nema helst að senda út rannsóknaskip til að skoða málið. Niðurstöður þaðan liggja fyrir í þeim mæli að taka ber afstöðu. Eina rökrétta ákvörðunin er að stórauka síldveiðarnar. Það á að moka síldinni upp NÚNA og setja hana í bræðslu. Ekki síst af þeim svæðum þar sem tíðni smitsins er hæst. Þannig má bjarga verðmæt- um áður en síldin drepst og hverf- ur. Þannig yrðu teknir úr umferð fiskar sem gætu borið smit áfram innan síldarinnar. Einnig í aðra fiskistofna svo sem ýsu og flat- fiska og þannig valdið ófyrirsjá- anlegu tjóni. Hrygningarstofn síldarinnar er talinn vera um 650.000 tonn. Heild- arkvótinn er 150.000 tonn. Sjávar- útvegsráðherra á strax að auka aflaheimildir um 250.000 tonn hið minnsta. Þannig yrði stofninn grisjaður og líkur auknar á því að faraldurinn fjari út. Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi nú um stundir. Þjóðarbúið vantar sárlega gjaldeyri. Að hika er að tapa. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Helsjúkur hæringur GUÐRÚN D. GUÐMUNDSDÓTTIR Mannréttindi kvenna ekki munaður Eymundsson mælir með UPPLESTRI Í VERSLUN OKKAR SUÐUR – KRINGLU Kl. 14:00 Gerður Kristný les og áritar bók sína Garðurinn. Kl. 15:00 Gunnar Theodór Eggertsson les og áritar bók sína Steindýrin. Kl. 16:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson mæta með Fíusól og árita bók sína Fíasól er fl ottust. Ráðg jafarstofa Hvatar Hvöt, félag sjálstæðiskvenna í Reykjavík, hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum, sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur. Fagaðilar og sérfræðingar veita ráðgjöf um: Velferðarmál Fjármál heimila Almannatryggingar Félagsmál Skattamál Sálræna ráðgjöf Atvinnuleysistryggingar Húsnæðislán Einnig verða úrræði ríkisstjórnarinnar kynnt og hvernig almenningur getur nýtt sér þau. Ráðgjafarstofan fékk góðar viðtökur um síðustu helgi og því hefur verið ákveðið að hafa opið aftur á morgun laugardaginn 13. desember. Opið hús frá kl. 13-16 að Skúlagötu 51. Free consultancy due to the economic situation. Open from 13-16 on December 13th Skúlagata 51. A Polish speaking person will be at the premises from 13-16. Nánari upplýsingar um ráðgjafarstofuna og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Alhliða ráðgjöf fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Allir velkomnir!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.