Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 60
52 13. desember 2008 LAUGARDAGUR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK 101 SKUGGAHVERFI NORÐURBAKKI Í HAFNARFIRÐI NORÐURTURN SMÁRALINDAR TÓNLISTAR - OG RÁÐSTEFNUHÚS HÖFÐATORG NÝTT GARÐATORG Þjóðarbókhlaðan – 16 ár Sameinað Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðu 1. desember 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Landsbókasafnið var þjóðbókasafn og Háskólabókasafnið var bókasafn Háskóla Íslands. Þegar sam- eining varð að veruleika var liðin hálf öld frá því að hugmyndin um sameiningu safnanna kom fyrst fram. Bygging hófst árið 1978. Það tók því sextán ár að byggja Þjóðarbók- hlöðuna. Hallgrímskirkja – 41 ár Fjörutíu og eitt ár liðu frá því fyrsta skóflu- stungan var tekin að Hallgrímskirkju þar til hún var vígð 26. október árið 1986. Kirkjan var reist til minningar um Hall- grím Pétursson, prest og sálmaskáld, sem meðal annars samdi Passíusálmana. Að fjármögnun hennar kom söfnuðurinn, sem lagði út um 60 prósent. Afgangurinn kom frá einstakl- ingum, fyrirtækjum og ríkisstofnun- um. Kirkjan er fyrir löngu orðin eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur enda sést hún víða að. Þjóðleikhúsið – 21 ár Indriði Einarsson leikritaskáld kom fyrstur fram með hug- mynd að Þjóðleikhúsi árið 1873. Mörgum árum síðar, eða árið 1925, hóf Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, vinnu við teikningu hússins. Árið 1929 var grafið fyrir grunninum að Þjóðleikhúsinu og tveimur árum síðar var það orðið fokhelt. Þannig stóð húsið í tíu ár, eða þar til breski herinn lagði það undir sig á stríðsárunum og hélt því til loka stríðs- ins. Þá fyrst, árið 1945, var byggingu Þjóðleikhússins haldið áfram. Það tók svo til starfa á sumardaginn fyrsta árið 1950. ➜ NOKKUR ÞEKKT HÚS Í REYKJAVÍK SEM TÓK LANGAN TÍMA AÐ BYGGJA Hvað? Á Höfðatorgi eiga að rísa þrír turnar, 12, 16 og 19 hæða. Einnig eiga þar að vera nokkur sjö til níu hæða hús auk umfangsmik- illa tengibygginga úr gleri. Byggðin á að verða blönduð, með fjölda fyrirtækja, íbúða eða hóteli, kvikmynda- húsi og ráðstefnumið- stöð. Hver er staðan? Búið er að taka í notkun Borgartún 10-12 og hæsti turninn er risinn að mestu leyti. Áætlað er að hann verði tekinn í notkun síðla sumars 2009. Framtíðin? Engum áætlunum hefur verið breytt, þótt ljóst sé að verkefnið frestist. Líklegt þykir nú að framkvæmdum ljúki í fyrsta lagi vorið 2012, í stað 2010 eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Hvað? Í Skuggahverf- inu á að rísa þyrping mishárra turna. Í þeim eiga að vera 250 íbúðir og heildaríbúafjöldi hverfisins er áætlaður um 800. Hver er staðan? Fyrsta áfanganum er lokið og 79 íbúðir í turn- unum hafa verið seldar og eru komnar í notkun. Nú stendur yfir bygging annars áfanga af þremur og þar bætast við níutíu íbúðir. Áætl- að er að byggingu þeirra verði lokið í upphafi árs 2010. Framtíðin? Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær bygging þriðja áfanga hefst. Sam- kvæmt upplýsingum frá Þyrpingu, sem byggir hverfið, frestast framkvæmdir að takmörkuðu leyti vegna efnahagsástandsins. Þyrping er í eigu Stoða, sem er í greiðslustöðvun, og Landic Property. Hvað? Við gömlu höfnina í Reykjavík er að rísa tón- listar- og ráðstefnuhús sem á að vera á heimsmæli- kvarða. Í húsinu munu þrír salir liggja hlið við hlið, tónleikasalur, æfingasalur og ráðstefnusalur. Enn fremur verður tvö hundruð manna tónleikasalur á neðri hæð. Hver er staðan? Verið er að ljúka uppsteypun á húsinu og er áætlað að það klárist á næstu tveimur mánuðum. Stefnan var að hefja uppsetningu á glerhjúpnum sem umlykja á húsið í janúar. Framtíðin? Áætluð opnun hússins var í desember 2009. Ljóst er að það verður ekki. Eigandi Tónlistar- og ráðstefnuhússins var Eignar- haldsfélagið Portus, sem nú er komið í þrot. Unnið er að lausn málsins og er niðurstaðna líklega að vænta nú um helgina. Hugsanlegt er að Austurbakki, félag í eigu ríkis og borgar, taki verkefnið yfir. Hvað? ÍAV byggir fjögur fjölbýlishús við Norðurbakka í Hafnarfirði. Húsin eru á fjórum og fimm hæðum með sameiginlegum bílakjallara. Hver er staðan? Búið er að klára tvö hús og bílakjallarann. Hluti íbúðanna í þeim húsum hefur verið seldur og nokkrar hafa verið afhentar nú þegar. Nú er verið að ljúka þriðja húsinu að utanverðu og það verður gert fokhelt. Gengið verður frá því svoleiðis og verða íbúðirnar ekki innréttaðar. Framtíðin? Hvort fjórða húsið verður byggt á eftir að koma í ljós. Þær upplýsingar fengust frá ÍAV að byggt sé í takti við eftirspurn, sem reikna má með að sé lítil um þessar mundir. Hvað? BYGG byggir Norðurturn Smára- lindar fyrir Fasteignafélag Íslands. Turninn á að verða fimmtán hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði með kjallara, samtals um sautján þúsund fermetrar að flatarmáli og sextíu metrar að hæð. Samhliða og vestan við turninn er 3ja hæða bílastæðahús með átta hundruð bílastæðum. Hver er staðan? Búið er að byggja fimm hæðir af turninum og öllum framkvæmdum við hann hefur verið hætt í bili. Verið er að ganga frá bílastæðahúsinu, sem þegar hefur verið tekið í notkun fyrir gesti Smáralindar. Framtíðin? Turninn átti að verða tilbúinn haustið 2009. Það verður ekki. Þá er ekki öruggt að turninn verði fimmtán hæða, eins og lagt var upp með. Hvað? Eignarhaldsfélagið Fasteign byggir nýtt húsnæði Háskólans í Reykjavík í Vatns- mýrinni. Háskólabyggingin verður um 34 þús- und fermetrar að stærð á tveimur til þremur hæðum. Þar verða um fimmtíu kennslustof- ur, allt frá stofum fyrir litla hópa upp í 160 manna fyrirlestrarsali. Hver er staðan? Verkefnið er keyrt áfram af fullum þunga og tvö hundruð manns vinna við það að jafnaði. Ekkert bendir til þess að framkvæmdir frestist. Framtíðin? Fyrsti áfangi skólans verður opnaður haustið 2009. Það er megnið af kennsluhúsnæðinu. Miðja hússins, aðalinn- gangur og fleira, verður opnað árið 2010. Hvað? Fasteignaþróunarfélagið Klasi og Garðabær ætluðu í sameiningu að byggja annan áfanga nýs miðbæjar í Garðabæ. Þarna átti að vera glæsilegt bæjartorg umkringt 5.500 fermetrum af nýju verslunar- húsnæði og um 72 nýjar íbúðir. Í sumar var fyrsti áfanginn tekinn í gagnið, þegar Hagkaup og Byr fluttu inn í fyrsta húsið á torginu. Hver er staðan? Framkvæmdum hefur verið frestað um ókominn tíma. Búið var að grafa fyrir grunninum að bílastæðahúsi. Fyllt verður upp í það á næstu dögum. Aðrar framkvæmdir voru ekki hafnar að öðrum áfanga. Framtíðin? Stefnan er enn sett á að byggja upp miðbæjarsvæðið. Hversu lengi frestunin stendur er óvíst. Minnisvarðar góðærisins Hálfkláraðar glæsibyggingar setja mark sitt á höfuðborgarsvæðið og minna á liðna þenslutíma. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kannaði stöðuna á nokkrum umtöluðum og á stundum umdeildum framkvæmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.