Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 73

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 73
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 65 Leikarinn Ben Stiller mun hlaupa í skarðið fyrir Mark Ruffalo í dramatísku gamanmyndinni Greenburg sem verður tekin upp á næstunni. Ekki er vitað af hverju Ruffalo verður ekki með í myndinni en líklegt er að dauði bróður hans, Scotts, eigi þar hlut að máli. Scott lést í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. Stiller virðist vera að fikra sig í átt að dramatískari efniviði því ekki er langt síðan hann hóf viðræður um að leikstýra myndinni The Trials of the Chicago 7, sem fjallar um fræg réttarhöld í Bandaríkjunum. Ben Stiller í stað Ruffalo BEN STILLER Leikur aðalhlutverkið í Greenburg í stað Marks Ruffalo. Dómstólar í Kaliforníu hafa bannað fyrrverandi hermanni að koma nálægt heimili Toms Cruise í Beverly Hills. Maðurinn, sem heitir Edward Van Tassel og stundaði herþjónustu í Írak, hefur tvívegis komið að heimili Cruise. Að sögn lögfræðings Tassel ætlaði hann að láta Cruise fá bréf þar sem hann er hvattur til að hjálpa fyrrverandi hermönnum í Írak. „Hann er ekki þarna til að sitja um Cruise og hann hefur hann ekki á heilanum,“ sagði lögfræðingurinn. Tassel var handtekinn í síðasta mánuði skammt frá Santa Barbara þar sem hann stóð með byssu og skilti við þjóðveginn þar sem hann vildi koma skilaboðum sínum á framfæri. Hermaður angrar Cruise TOM CRUISE Fyrrverandi hermanni hefur verið bannað að koma nálægt heimili Toms Cruise. Á nýrri plötu Ragnheiðar Gröndal er nokkurra ára gamalt og gott Funerals-lag sem heitir Teen- agers. Þar er líka ágætis lag eftir Bob Dylan og svo er lag eftir John nokkurn Cameron, sem var eitt sinn vinsælt í Svíþjóð, og hefur fengið nokkra spilun í útvarpi. Hin lögin, frumsamin lög Ragnheiðar, eru síðri. Þau lýsa yfirleitt ein- hverri eilíflega dúnmjúkri sak- leysisrómantík, sem er lítt spenn- andi til lengdar. Þótt Ragnheiður staðhæfi að „there‘s always gonna be reasons to write new songs,“ vantar upp á að hún sýni það í verki; sumt hér er jú ágætt, en annað virðist samið til að fylla plötuna og virkar endur- tekningasamt á stundum. „Notes that express/ themselves through me/ they are blue,“ segir Ragnheiður en þetta er svolítill misskilningur. Það er nefnilega fátt blátt við Ragnheiði Gröndal. Hún er með fína rödd og er eflaust frá- bær brúðkaupssöngkona en á bágt með að tjá til dæmis sorg, því þetta er allt svo sætt og ljúft sem kemur út úr henni. Undantekningarnar eru hið ágæta Won‘t You Come on Home, ljúf Mazzy Star ballaða eftir Ragnheiði sjálfa, og fyrrnefnt Teen- agers, dramatískasta lag plötunnar, sem hún flytur af innlifun og þar sem hún leikur sér með röddina. Hún mætti endilega gera meira slíkt í framtíð- inni. En platan hljómar annars notalega og er afar vand- lega gerð. Þar hjálpa til þeir Guð- mundur Pétursson og Guðmundur Kristinn Jónsson og hálfir Hjálm- ar spila undir. Ekki hægt að kvarta undan því. Klemens Ólafur Þrastarson Brúðkaupssöngkonan góða TÓNLIST Bella & her Black Coffee Ragnheiður Gröndal ★★★ Ragnheiður stendur sig vel við að syngja lög eftir aðra en mætti beita sig meiri sjálfsgagnrýni í eigin lögum. Bella er fín oní aðdáendur hennar, en aðrir ættu að tékka á Emilíönu Torrini. Popparinn Chris Brown hefur verið kjörinn tónlistarmaður ársins í Bandaríkjunum af tímaritinu Billboard. Hann segir að kjörið hafi komið sér mjög á óvart. „Ég hef átt gott ár en samt er ég dálítið óöruggur út af þessu. Mér finnst ótrúlegt að ég sé að fá verðlaun yfirhöfuð,“ sagði hann. Heiðurinn hefði ekkert endilega átt að koma honum á óvart því hann vann sömu verðlaun fyrir tveimur árum. Hinn átján ára Brown hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs í ár fyrir lögin With You og Forever. Einnig vann hann þrenn verðlaun á bandarísku tónlistarverðlauna- hátíðinni í síðasta mánuði, þar á meðal sem tónlistarmaður ársins. Billboard valdi Brown

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.