Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 85
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 77
Leikstjórinn Oliver Stone er með
enn eina forsetamyndina í
smíðum. Í þetta sinn hefur Hugo
Chavez, forseti Venesúela, orðið
fyrir valinu en um heimildarmynd
er að ræða sem verður tilbúin á
næsta ári.
Vinna við myndina hefur staðið
yfir í sex mánuði. „Hún fjallar um
Chavez og byltinguna í Suður-
Ameríku,“ sagði Stone. Myndin
segir meðal annars frá andstöð-
unni sem Chavez hefur orðið fyrir
í heimalandi sínu og erlendis,
sérstaklega frá Bandaríkjastjórn.
Á meðal annarra forseta sem
Stone hefur fjallað um í gegnum
tíðina eru hinir bandarísku John
F. Kennedy, Richard Nixon og
George W. Bush.
Gerir mynd
um Chavez
OLIVER STONE Enn ein forsetamyndin er
í smíðum hjá leikstjóranum.
MICHAEL JACKSON Fyrrum konungur
poppsins setur frægan glanshanska sinn
á uppboð í apríl.
Frægur glanshanski popparans
Michael Jackson verður settur á
uppboð í apríl á næsta ári. Jackson
birtist fyrst með hanskann árið
1983 í myndbandi sínu við lagið
Billie Jean. Eftir það fór í gang
tískubylgja sem ekki sér fyrir
endann á.
Á uppboðinu mun hinn fimmtugi
Jackson einnig bjóða upp stórt
hlið að Neverland-búgarði sínum
auk rúmlega tvö þúsund persónu-
legra muna. Hluti ágóðans rennur
til MusiCares, samtaka sem hjálpa
tónlistarmönnum sem eiga um
sárt að binda. Sjálfur hefur
Jackson átt við fjárhagsvanda að
etja og vonast til að uppboðið ráði
einhverja bót á honum.
Glanshanski
á uppboð
BON JOVI Þénuðu mest allra á þessu ári,
eða rúmar 210 milljónir dollara.
Hljómsveitin Bon Jovi frá New
Jersey græddi mest allra
flytjenda á tónleikaferð sinni á
þessu ári. Skaut hún þekktum
nöfnum á borð við Bruce Spring-
steen, Madonnu og The Police
öllum ref fyrir rass.
Bon Jovi þénaði rúmlega 210
milljónir dollara á Lost Highway-
tónleikaferð sinni um Norður-
Ameríku og Evrópu. Springsteen
var í öðru sæti með tæpar 205
milljónir og Madonna varð númer
þrjú með rúmar 160 milljónir.
Aðrir sem komust á topp tíu-
listann voru Celine Dion, Kenny
Chesney, Neil Diamond, Spice
Girls, The Eagles og Rascal
Flatts.
Bon Jovi
þénaði mest
Stríðsáraþema var í opnunarteiti
hárgreiðslustofunnar, leikhússins
og bíósins Barber Theater í gær-
kvöldi. Gestir mættu í klæðnaði
frá stríðsárunum og skemmtu sér
langt fram á nótt.
Georg Hólm, bassaleikari Sigur
Rósar, og kona hans, Svanhvít,
þeyttu skífum og nýtt stúlknaband
með leikkonuna Lilju Nótt Þórar-
insdóttur úr Reykjavík Rotterdam
innanborðs spilaði fyrir dansi. Dj
Lazer, öðru nafni Hairdoctor,
skemmti gestum einnig með skífu-
skanki.
Eins og komið hefur fram í
Fréttablaðinu reka Anna Sigríður
Pálsdóttir og Aron Bergmann
Magnússon þennan nýja stað sem
á eftir að setja skemmtilegan svip
á miðbæjarflóruna. Aron er sann-
færður um að staðurinn eigi eftir
að njóta vinsælda. „Fólk er farið
að fara út í svona minni hluti.
Þarna er meiri nærvera við fólkið
í staðinn fyrir þessi stóru bíó og
leikhús. Ég held að þetta sé
skemmtileg og kósí stemning í
skammdeginu,“ segir Aron en
Barber Theater er til húsa að
Hverfisgötu 37 þar sem hár-
greiðslustofan Gel var áður.
Á meðal væntanlegra sýninga í
leikhúsinu er einleikur sem Lilja
Nótt Þórarinsdóttir er með í undir-
búningi.
Bíóið tekur um þrjátíu manns
og þar verða aðallega sýndar
gamlar og áhugaverðar myndir.
„Við ætlum að sýna Chaplin, Har-
old Lloyd og áróðursmyndir frá
Bandaríkjunum. Þetta eru þær
myndir sem við erum búin að hafa
upp á og líka gamlar hryllings-
myndir,“ segir Aron. „Fólk getur
borgað sig inn til að sjá myndir í
framtíðinni. Við erum með póst-
lista og þeir sem koma í klippingu
og eiga leið framhjá setja sig á
listann og við sendum út hvenær
sýningar verða og annað.“ - fb
Stríðsáraþema í opnunarteiti
ARON BERGMANN MAGNÚSSON
Aron Bergmann Magnússon og Anna
Sigríður Pálsdóttir reka staðinn Barber
Theater á Hverfisgötunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI