Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 1

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 20. desember 2008 — 348. tölublað — 8. árgangur dagar til jóla4 Opið til 22 EFNAHAGSMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) segir fram- kvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var við- haldið með snaraukinni einka- neyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafn- vægi í þjóðarbúskap og gerði fjár- málakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ „Já, þarna segir að framkvæmd- ir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetning- arnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sam- bandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn- arinnar átti ekki að fara í fram- kvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á hús- næðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálf- sögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjald- eyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfest- ingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólgu- skrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækk- andi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is AGS segir virkjanir orsök ofþenslunnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir virkjanaframkvæmdir vera upphaf þenslu- tímans á Íslandi. Fyrrverandi iðnaðarráðherra segir þetta vera mikla einföldun. ÉL VESTAN TIL Í FYRSTU Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt en þó norðaustan 5-10 á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Víða él á vestur- helmingi landins annars þurrt og bjart með köflum. Áfram frost. VEÐUR 4 -4 -6 -8 -5 1 UTANRÍKISMÁL Benedikt XVI. páfi óskar íslenskum stjórnmálamönn- um „visku og framsýni“ við að ráða fram úr fjármálakreppunni. Páfi lét þessi orð falla er Elín Flygen- ring, sem nýlega tók við sem fasta- fulltrúi Íslands við Evrópuráðið í Strassborg, afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagn- vart Páfagarði á fimmtudag. Páfi sagðist þess fullviss að íslenska þjóðin, sem væri þekkt fyrir seiglu sína og hugrekki, muni standa af sér þessa erfiðleikatíma og öðlist efnahagslegan stöðug- leika á ný. Til þess sé þörf á skyn- sömum og ábyrgum ákvörðunum, sem byggi á siðrænum gildum. Benedikt XVI. lagði áherslu á, að Páfagarður fylgdist áhyggjufullur með þeim þrautum sem fólk og heilu þjóðríkin gengju nú í gegnum af völdum alþjóðlegu fjármála- kreppunnar. Hann fylgdist vel með þeim tillögum sem fram kæmu um leiðir til að koma á stöðugleika á ný í fjármálakerfi bæði einstakra landa og alþjóðlega. „Ég bið fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á pólitískum og efna- hagslegum ákvörðunum láti visku, framsýni og almannaheill ráða för,“ sagði páfi. - aa Benedikt XVI páfi lýsti yfir áhyggjum sínum vegna kreppunnar: Páfi biður fyrir Íslendingum Mein name ist Derrick Horst Tappert lék Oberinspektor Stephan Derrick, lögreglumanninn réttvísa sem tryggði glæpamönnum í München makleg málagjöld, í nærri aldarfjórðung.38 VANTAR VERK- SMIÐJUR Á ÍSLANDI Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður talar um hand- verk, verksmiðjuvit og vísanir í fortíðina. VIÐTAL 32 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008 ● HÖNNUNHöggmyndir og húsakynni úr ís ● INNLITÆvintýraland Dóru Kjartansdóttur ● GUÐRÍÐARKIRKJABlátt áfram töfrandi Gengið frá ð Á ils.is getur þú: FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG EFNAHAGSMÁL Eignir Landsbanka hafa rýrnað um helming, miðað við áætlun skilanefndar gamla bankans. Skilanefndin vill freista þess að fá um 1.000 milljarða fyrir eignir bankans eftir nokkur ár. Að auki komu 1.300 milljarðar frá ríkinu inn í nýja bankann eftir yfirtöku. Eignir bankans voru hins vegar metnar á 4.500 milljarða fyrir hrun bankanna. Eignirnar voru að mestu útistandandi lán. - kóþ, ikh / sjá síðu 4 Formaður skilanefndar: Landsbankinn helmingi minni LJÓSIN LAÐA Nemendur og starfsfólk Ísaksskóla luku haustönninni með jólaballi í gær. Síðan tók við langþráð frí. Síðasti kennslu- dagur var í skólum víðast hvar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN MENNING Til stendur að setja upp sýningu á abstrakt-málverkum í Feneyjum á næstunni. Málverkin eru eftir Cholla, hest frá Nevada í Bandaríkjunum. Þau hafa selst á hundruð þúsunda króna. Cholla hóf ferilinn fyrir fjórum árum þegar eigandi hans var að mála girðingu. „Hann virtist mjög áhugasamur um það sem ég var að gera. Maðurinn stakk upp á því að ég léti hann hafa pensil,“ segir Renee Chambers. Síðan hefur Cholla ekki hætt að mála. Talsmaður Guidecca-listasafns- ins í Feneyjum segist fyrst hafa séð málverk eftir Cholla í vor, og hafi þá alls ekki áttað sig á að það væri eftir hest. - sh Hross sýnir verk í Feneyjum: Abstrakt-verk hests slá í gegn LISTAHESTUR Cholla málar á striga sem stillt er upp á trönur í girðingu hans. Hann unir sér vel við sköpunina. FRÉTTABLAÐIÐ / AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.