Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 8

Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 8
8 20. desember 2008 LAUGARDAGUR MENNTUN Háskólaráð fer fram á aukafjár- veitingu til Háskóla Íslands (HÍ) vegna niðurskurðar á fjárveitingu til skólans og aukinnar ásóknar nemenda. Í ályktun ráðsins frá því í fyrradag segir að HÍ hafi brugðist við kalli stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir umsóknum um nám á vormisseri 2009 til þess að bregðast við auknu atvinnuleysi sem hlýst af fjármála- kreppunni. HÍ rýmkaði umsóknarfrestinn, opnaði fyrir umsóknir í fögum þar sem venjulega er ekki bætt við nemendum á miðju skólaári og nú hafa alls 1.630 umsókn- ir borist. Á sama tíma hefur fjárveiting ríkisins til skólans verið skorin niður um tæpan milljarð sem eru tíu prósent af áætlaðri fjárveitingu. „Við erum í verulega alvarlegri klemmu,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskól- ans. „Annars vegar stöndum við frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að segja nei við fólk sem er atvinnulaust og gerir verulegar væntingar til þess að komast í háskólanám eða þá að segja já og taka þá áhættu að það bitni á gæðum námsins.“ Spurð hvort HÍ geti leyft sér að minnka kröfur sínar um gæði segir hún, „það kemur hreinlega ekki til greina“. Dregist hefur að svara umsækjendum vegna þessa en Kristín segist vongóð um að fjárlagafrumvarp liggi fyrir á mánudag en þá kemur háskólaráð saman. Hún segist ekki vilja segja til um það hversu há fjárveitingin þurfi að vera eða hversu mörgum HÍ geti tekið við fáist aukafjárveit- ingin ekki. - jse Háskólaráð fer fram á aukafjárveitingu til að standa við samfélagslega ábyrgð: Háskólinn í verulega alvarlegri klemmu KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Rektorinn stendur frammi fyrir því, við þau kjör sem háskólinn býr nú við, að þurfa annaðhvort að hafna vongóðum umsækjendum eða eiga á hættu að gæði námsins minnki. BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa ákveðið að veita Detroit-bílarisunum þremur, GM, Chrysler og Forda, alls 17,4 millj- arða dala í skammtíma-neyðar- lán, gegn því að fyrirtækin og starfsfólk þeirra taki á sig umtalsverðar fórnir. „Að leyfa bílafyrirtækjunum að fara í þrot væri ekki ábyrgt,“ sagði Bush forseti í ávarpi um málið í gær. Gjaldþrot þessara stóru fyrirtækja, sem störf millj- óna manna eru háð, myndi að sögn Bush veita „vinnandi Banda- ríkjamönnum stærra högg en hægt er að sætta sig við“. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að GM og Chrysler, sem standa verst, yrði veittur aðgang- ur að 13,4 milljörðum dala strax núna í desember og í janúar. GM fær 9,4 milljarða og Chrysler fjóra milljarða. Forsvarsmenn Ford hafa sagt fyrirtækið geta komist af án tafarlausra neyðar- lána, en fari hin tvö í þrot gæti það dregið Ford með í fallinu. Bush sagði björgunaraðgerð- irnar útheimta fórnir af hálfu fyr- irtækjanna sem væri í samræmi við það sem útlistað var í frum- varpinu um slíkar aðgerðir sem strandaði í öldungadeild þingsins fyrir viku. Fyrirtækjunum sem þiggja fjárhagsaðstoðina er gert að sýna fram á það innan þriggja mánaða að þau geti komist út úr fjárhagskröggunum upp á eigin spýtur. Ef slíkar áætlanir liggja ekki fyrir áður en marsmánuður er úti mun fyrirtækjunum vera gert að endurgreiða neyðarlánin, sem þau myndu augljóslega eiga mjög erfitt með að gera. „Tíminn til að taka harkalegar ákvarðanir til að koma rekstrin- um á réttan kjöl er núna; annars er eini valkosturinn gjaldþrot,“ sagði Bush. „Bílafyrirtækin og verkalýðsfélögin verða að skilja hvað er í húfi og taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynleg- ar til umbóta.“ Aðgerðapakki Bush-stjórnar- innar er þannig úr garði gerður að hann leysir úr brýnasta skammtímavanda bandarísku bílaframleiðendanna, en skilur langtímalausn málsins eftir til úrlausnar fyrir arftakann. Bar- ack Obama og ný ríkisstjórn hans tekur við völdum 20. janúar. Vegna eftirspurnarhruns eru bílaframleiðendur víðar um heim í kröggum. Á yfirstandandi fjár- hagsári mun Toyota skila halla af rekstri bílaframleiðslu sinnar, í fyrsta sinn síðan fyrirtækið hóf að birta slíkar tölur árið 1941. audunn@frettabladid.is Bílarisar fá neyðarlán sem krefjast fórna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að veita bandarísku bílaframleiðendunum sem verst standa, GM og Chrysler, milljarða dala í neyðarlán fram í mars gegn því að þau grípi til róttækra ráðstafana til að koma rekstrinum á réttan kjöl. MIKIÐ Í HÚFI Detroit-búi gengur hjá veggjakrots-ópi eftir hjálp. Milljónir starfa kynnu að tapast vestra verði bílarisarnir GM, Chrysler og Ford gjaldþrota. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvað eru heildarkröfurnar háar í þrotabú Samsonar? 2. Hvar er dýrast að kaupa jólabækurnar? 3. Hver var dæmdur fyrir að ráðast á dómara? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 90 DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt í ríkissjóð, eða sæta 14 daga fangelsi, fyrir illa með- ferð á hrossi. Atvikið átti sér stað á hlaði við bæinn Vatnsenda við Elliðavatn í Kópavogi, í apríl 2007. Upphaf málsins var að Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýra- læknir í Gullbringu- og Kjósar- umdæmis, kærði athæfið eftir að Kompás sýndi myndir af mannin- um slá hrossið ítrekað með píski og höndum af afli í höfuð og í hægri síðu. Hann sparkaði svo með hægra hné fast í kvið hross- ins. Lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins tilkynnti nokkru síðar að málið hefði verið fellt niður. Því vildi héraðsdýralæknirinn ekki una og krafðist rökstuðn- ings fyrir niðurfellingunni. Hann skaut síðan ákvörðun lögreglu- stjóra til ríkissaksóknara, sem lagði fyrir lögreglu að taka málið til áframhaldandi rannsóknar. Dýralæknir, sem var dóm- kvaddur matsmaður, sagði svo, eftir að hafa skoðað myndband af atvikinu, að þessi hegðun hesta- mannsins ætti ekkert skylt við tamningu. Niðurstaða hans var því að maðurinn hefði farið illa með hestinn, hrekkt hann og meitt. - jss MYNDBANDIÐ Meðferð mannsins á hestinum náðist á myndband. Karlmaður dæmdur í 200 þúsund króna sekt: Fékk sekt fyrir illa meðferð á hrossi A T A R N A Sverrir er kominn á geisladisk Yndislega heillandi geisladiskur með grípandi góðum lögum og bráðskemmtilegum smellnum textum eftir Sverri Norland. Kassagítarinn og munnharpan góða eru vitaskuld á sínum stað, og auk þess þriggja manna úrvalshljómsveit og snjall bakraddaflokkur. Nú færðu á einum diski lögin, sem Sverrir hefur undanfarið verið að flytja út um allt við frábærar undirtektir, svo sem Heimsins elsta ungfrú, Manni/kona, Eplasöngur, Það var til orð, Þarf þitt þel og Hol djúpsvört nótt. Diskur handa öllum, sem hafa gaman af vandaðri tónlist og unna góðri textagerð á móðurmálinu eina og sanna. Handa allri fjölskyldunni og öllum vinum nær og fjær. Fæst í öllum helstu plötu- og bókaverslunum. Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.