Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 16
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR BAUGSMÁL Rannsóknin á skatta- málum Baugsmálsins brýtur gegn reglum um hæfilegan málshraða, auk þess sem þegar hafa verið gefnar út tvær ákærur í málinu, segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Verjandi Jóns Ásgeirs krafðist þess í byrjun nóvember að rann- sókn málsins yrði dæmd ólögmæt. Það sama gerðu verjendur Krist- ínar Jóhannesdóttur og Stefáns Hilmarssonar. Krafa verjanda Stefáns var felld niður þar sem í ljós kom að hann var ekki ákærð- ur í málinu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gestur segir ákæruvaldið fallið á tíma í málinu, sem hófst með hús- leit í höfuðstöðvum Baugs Group 28. ágúst 2002. Augljóslega er um þriðju ákæruna í sama málinu að ræða, segir Gestur. Rannsókn á meintum skattalagabrotum hafi klárlega hafist á sama tíma og rannsókn á öðrum hlutum Baugsmálsins. Gögn úr húsleitinni árið 2002 séu til að mynda notuð í öllum hlutum máls- ins. Gestur vísar einnig í dóm Hæsta- réttar þar sem Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri var dæmdur vanhæfur. Þar komi skýrt fram að mál sem rekja megi til húsleitarinnar, og rannsökuð voru sem eitt mál í byrjun, teljist enn sama málið. Gestur gerir einnig athuga- semdir við hæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efna- hagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, til að sækja málið. Vísar Gestur til þess að Helgi Magnús hafi á sínum tíma verið virkur í rannsókn á Baugsmálinu. Hann hafi stjórnað húsleitinni hjá Baugi, og verið vitni ákæruvaldsins. Jón Ásgeir, Kristín og fleiri voru ákærð í hinu upphaflega Baugs- máli sumarið 2005. Þeim ákærum var vísað frá dómi, en Jón Ásgeir var endurákærður ásamt fleirum. „Það er ekki verið að ákæra fyrir sömu sakargiftirnar aftur,“ segir Helgi Magnús. Hann segir málið fráleitt það sama og þegar hefur verið ákært og dæmt í. Rétt sé að rannsóknin eigi að hluta sömu rætur, og að sömu sak- borningar séu í málunum. Þó sé málið augljóslega ekki það sama, enda aðrar sakargiftir og önnur málsatvik. Helgi hafnar því alfarið að hann sé vanhæfur til að sækja málið, eins og Gestur heldur fram. Það sé dómara í málinu að taka afstöðu til þessarar kröfu. Dómari ákvað í gær að málflutn- ingur um kröfu verjanda Jóns Ásgeirs verði flutt 8. janúar, og 12. janúar verði fjallað um kröfur verjanda Kristínar. Þingfesta á ákæru á hendur þeim og fleirum 20. janúar. brjann@frettabladid.is Ósammála um hvort nýtt mál sé að ræða Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir ákæruvaldið fallið á tíma og krefst þess að rannsókn á skattamálum Baugsmanna verði dæmd ólögmæt. Sækjandi segir um nýtt mál að ræða þar sem séu sömu sakborningar og í Baugsmálinu. Í DÓMSAL Gestur Jónsson (til vinstri) verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir saksóknara í málinu vanhæfan þar sem hann hafi meðal annars leitt húsleit í höfuð- stöðvum Baugs Group árið 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PALESTÍNA, AP Hamas-samtökin lýstu því formlega yfir í gær að vopnahléi þeirra á Gazaströnd væri lokið. Ísra- elar segja formlegt samkomulag um vopnahlé aldrei hafa verið í gildi, en lýstu þó áhuga sínum á að samkomu- laginu yrði haldið áfram. Það voru Egyptar sem höfðu milli- göngu um að Hamas-samtökin og Ísraelar gerðu með sér óformlegt vopnahléssamkomulag fyrir hálfu ári. Allan þennan tíma hafa Ísraelar haldið íbúum á Gazasvæðinu í ein- angrun, sem sjaldnast fékkst rofin til að koma þangað brýnustu nauð- synjum með þeim afleiðingum að neyðin þar hefur vaxið dag frá degi. Ísraelar hafa auk þess sent herlið sitt hvað eftir annað til árása inn á þéttbýlt Gazasvæðið og haldið áfram að elta uppi liðsmenn Hamas á Vesturbakkanum. Hamas-samtökin segja allt þetta vera gróf brot á vopnahlésskilyrðum og því sé ekki réttlætanlegt að framlengja vopna- hléið. Strax í gær var nokkrum heimatilbúnum flugskeytum skotið yfir landamærin frá Gazaströnd til Ísraels, en ekki ollu þau neinu tjóni. Ísraelsher segir einnig að skotið hafi verið á ísraelska hermenn frá Gaza- strönd, en enginn hafi þar heldur orðið fyrir tjóni. Á miðvikudag og fimmtudag var einnig skotið heimatilbúnum flug- skeytum frá Gazasvæðinu til Ísra- els, og á fimmtudag gerði ísraelski herinn tvisvar árás á grunaða árás- armenn á Gazasvæðinu. - gb Hamas segja vopnahléi á Gazaströnd lokið: Ísraelar uppfylltu ekki skilyrðiin ÍSRAELSKT EFTIRLIT Ísraelskir hermenn og skriðdreki við landamæri Gazasvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Húfur og vettlingar 1.990kr.Verð frá í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 -2 1 7 4 Hátíðlegir um jól in Aukinn árangur með fjölhæfum æfi ngafélaga. Frábært tæki fyrir fjölþrautarfólk, hlaup, hjólreiðar, fjallgöngur o.m.fl . Fyrir íþróttafólk með markmið. Magnað útivistartæki með lita- og snertiskjá. Stútfullt af eiginleikum, hágæða GPS móttakari, hæðarmælir (baro), rafeinda-áttaviti o.m.fl . Eitt vinsælasta og mest selda Garmin bílatæki í heimi. Breiður skjár og skýr rödd leiða þig alla leið. P IP A R • S ÍA • 8 23 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.