Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 22
22 20. desember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E ftir bankahrunið hefur hiti dægurumræðunnar meir beinst að uppgjöri við það liðna en ákvörðunum um endurreisn efnahagslífsins. Að sama skapi hafa kröfur um mannabreytingar fremur byggst á hugmyndum um makleg málagjöld en sjónarmiðum um traust á því sem koma skal. Stóri vandinn er svo sá að þessi viðhorf verða ekki með öllu skilin í sundur. Mikilvægt er að allir þeir sæti réttlátri ábyrgð sem með stór- kostlegu gáleysi eða beinlínis vegna brota í stafi hafa átt þátt í því hvernig fór með bankana. Í sjálfu sér er merkilegt að full sam- staða skuli hafa tekist á Alþingi hvernig staðið skuli að rannsókn á þessum álitaefnum. Þetta á bæði við um hugsanlega refsiverða háttsemi og mat á dýpri orsökum þess sem gerðist. Þessari samstöðu hefur sannarlega ekki verið veitt verðug athygli. Með réttu hefur verið bent á ýmsa veikleika löggjafar- valdsins. Einingin um þessa málsmeðferð er hins vegar dæmi um styrkleika. Hitt viðfangsefnið er ekki síður snúið þegar að því kemur að ákveða að hve miklu leyti er nauðsynlegt að skipa nýjum mönnum til verka í þeim tilgangi að byggja upp sem mest traust á þeim miklu og erfiðu ákvörðunum sem ráða munu mestu um við- snúninginn í framtíðinni. Formenn beggja stjórnarflokkanna hafa ekki viljað útiloka að til breytinga geti komið á skipan ríkisstjórnarinnar. Væntanlega ber að skilja það svo að fyrir þeim vaki fyrst og fremst að skjóta nýjum stoðum undir það traust sem aðgerðaáætlun um framtíðina þarf að njóta. Ekki verður séð að rök standi til að fórna einum ráð- herra fremur en öðrum í refsingarskyni fyrir liðinn tíma. Ýmsir hafa beint spjótum sínum að viðskiptaráðherranum í umræðum um uppstokkun af þessu tagi. Hann er að vísu ekki með öllu laus við að hafa gefið umdeilanlegar yfirlýsingar. En í samanburði við aðra samflokksmenn sína hefur hann sýnt styrk í viðbrögðum við bankahruninu. Síðar meir á það örugglega eftir að teljast pólitískt afrek að halda bönkunum opnum þann örlagaríka dag sem fylgdi neyðarlögunum. Verði viðskiptaráðherranum fórnað er það af einhverjum öðrum ástæðum en þeim að hann sé ólíklegri en aðrir ráðherrar Samfylk- ingarinnar til að geta tekist á við endurreisnina. Af dómsmálaráð- herranum fer almennt það orð að hann hafi stýrt ráðuneyti sínu af röggsemi. Nú við fyrstu endurreisnarráðstafanir í ríkisfjármálum hefur hann alfarið vísað ábyrgð á ákvörðunum þar að lútandi á embættismenn sína og fjárveitingavaldið. Það lítur út eins og ósk um að aðrir komi og axli þunga þeirra mála sem bíða framundan. Af þessum tveimur dæmum má ráða að hugsanleg uppstokkun eða breyting á skipan manna í ríkisstjórn verður misauðveld fyrir formenn stjórnarflokkanna. Aðalatriðið er að slíkar ákvarðanir endurspegli ekki innanbúðar togstreitu í stjórnarflokkunum held- ur trúverðugleika gagnvart framtíðinni. Vandinn með trúverðugleika Seðlabankans snýr ekki aðallega að uppákomum síðustu vikna. Þar skiptir meira máli að í nokkur ár hafa hagsvið og bankastjórn haft ólíka framtíðarsýn á gjald- miðilinn. Bankastjórnin hefur ekki með rökum getað véfengt álit hagsviðsins. Þessi stjórnunarvandi er alkunnur bæði heima og erlendis. Augljóslega má taka á honum með tvenns konar hætti. En annan hvorn kostinn þarf ríkisstjórnin að taka. Vandinn við mannabreytingar: Traust ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR How do you like Iceland?“ Við gerum oft grín að okkur sjálf- um fyrir að spyrja útlendinga þessarar spurningar. Hún minnir okkur á unglinginn sem við einu sinni vorum. „Krakkar, hvernig finnst ykkur ég vera?“ er spurn- ingin sem brennur á vörum þess sem er ekki lengur barn en held- ur ekki orðinn fullorðinn. Þegar unglingurinn fullorðnast vex hann vanalega upp úr þessu óör- yggi. Það er þó fjarri því að vera óbrigðult. Ímyndarskýrslan svokallaða, sem var afrakstur sérstaks starfs- hóps á vegum forsætisráðherra sem hafði það hlutverk að „móta stefnu Íslands ... og leggja fram til- lögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands“ er lituð þessu óöryggi. Það var óöryggi í gervi oflæt- is hins unga sem flýtur áfram á bylgju velgengni. Nú þegar fjar- ar undan þessari velgengni reynir verulega á frelsið og kraftinn sem að dómi skýrsluhöfunda er einmitt kjarninn í ímynd Íslands. Einn helsti tilgangurinn með gerð ímyndarskýrslunnar var að taka saman þá þætti sem gætu gefið jákvæða ímynd af Íslandi: „Samhæfð markaðssetning allra hagsmunaaðila á einkennum og sérstöðu þjóðar er áhrifaríkasta leiðin til að hafa áhrif á ímynd lands.“ (Ímynd Íslands: styrkur, staða, stefna, bls. 12). Nú, þegar fjármálakerfi Íslands er hrunið – atburður sem væri nær að kalla hneykslið en hrun – sést glöggt hversu lítils ímyndarsköpun af þessu tagi má sín þegar á reynir. Ímynd okkar verður ekki til með því að ákveða hugmyndir sem svo eru markaðssettar og aðrar þjóðir gleypa hráar. Hún veltur á gerð- um okkar og verkum. Allt í einu stöndum við frammi fyrir því að sú jákvæða ímynd sem við vild- um skapa okkur var kaffærð af afleiðingum gerða okkar og því orði sem af þeim fór. Íslenska bankahneykslið er tilefni einnar stærstu fréttar ársins hjá Time. Við mætum ýmist vorkunn, samúð, háði eða meinfýsni þegar fjármála- hrunið ber á góma erlendis. Það sem okkur var dýrmætast, orðstír- inn, er laskað. Það sem máli skiptir núna er að við spyrjum okkur hreinskilnis- lega hvað okkur finnist um okkur sjálf. Ekki í markaðslegum til- gangi heldur til að leiða fram sann- leikann. Eins og er, erum við flest ósátt við okkur. Við áteljum okkur fyrir að hafa ekki getað veitt þeim öflum meira aðhald sem leiddu okkur út í spillingu og óreiðu í þeim mæli sem hér gerðist. Það var ekki auðvelt við aðstæður þar sem hefur ríkt þöggun, skoðana- kúgun og andvaraleysi. Fyrst og fremst erum við reið út í stjórn- völd sem þjónuðu peningamönn- um fremur en almenningi. Orðspor okkar veltur nú á því hvernig við gerum tildrög fjármálahneyksl- isins upp og hvernig við tökum á því. Þess vegna er t.d. ólíðandi að fólk sem græddi stórfé á inn- herjaviðskiptum skuli enn vera í lykilstöðum í fjármálakerfinu og í opinberri stjórnsýslu og að enn skuli útrásarvíkingar eiga fjöl- miðla. Fjárreiður allra stjórnmála- flokka, sem sýna hvaða fyrirtæki hafi stutt þá, ættu fyrir löngu að hafa verið gerðar opinberar. Hvers vegna er það ekki gert nú? Enn fremur þarf að gera rót- tækar stjórnskipulegar breyting- ar hér á landi. Ein tegund íslensku spillingarinnar á rætur að rekja til þess að stjórnvöld ráða embættis- menn eftir flokkslínum. Embætt- ismenn á að ráða af verðleikum einum saman og til þess að þeir verði ekki auðsveipir handlang- arar framkvæmdavaldsins verða þeir að geta haft sjálfstæðar skoð- anir. Næstu áratugi verður orðspor Íslands væntanlega órjúfanlega tengt hruninu. Það er hryggilegt en um leið felst í því stórt tæki- færi. Það verður nefnilega ekki síður horft til þess hvernig okkur muni takast að endurbyggja sam- félagið. Í því samhengi skiptir mestu máli að við spyrjum okkur sjálf hvers konar samfélag við vilj- um. „Do we like us?“ er spurn- ing þeirra sem eru vaxnir upp úr gelgjunni. Þess vegna þurfa Íslendingar að spyrja sig hvers konar samfélag þeir vilji láta í arf til næstu kynslóða. Við spurð- um okkur aldrei hvort við vildum verða bankasamfélag. Ef þeirrar spurningar hefði verið spurt þá er víst að einhverjir hefðu innt eftir því hvort við byggjum yfir nægri reynslu, þekkingu, siðferðisstyrk og hefðum til þess að breytast í það bankaveldi sem við urðum á örfáum árum. Nú þegar reynt verður að gera út á orkunýtingu á næstu árum verðum við að spyrja okkur hvort við viljum vera samfélag sem leggur heiminum til hráefni í áldósir, eins og Paul Hawken, bandarískur umhverfisfræðingur, benti á í fyrirlestri sem hann hélt hér nýlega. Eða viljum við heldur reyna að nýta orkuna með hætti sem er til fyrirmyndar á heims- vísu í stað þess að sóa henni í efni sem er allt of orkufrekt í fram- leiðslu. Ef við erum sátt við og stolt af því sem við gerum út á hér á landi þá öðlumst við þá sjálfs- virðingu sem er forsenda þess að aðrir virði okkur. Höfundur er heimspekingur og í sérfræðingaráði Framtíðarlandsins. Orðspor og sjálfsvirðing SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR Í DAG | Sjálfsmynd Íslendinga Gagnsæi og trúnaður Á Alþingi, fimmtudaginn 18. desem- ber, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra: „Það hefur ákveðinn leyndarhjúpur umleikið störf bæði skilanefnda og banka á síðustu vikum. Þar er við okkur sjálf að sakast. Við þurfum að bregðast við því og auka verulega upplýs- ingamiðlun bæði til almenn- ings og fjölmiðla um þessi störf og starfsemi.“ Í Morgunblaðinu, föstudaginn 19. desember, sagði Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Lands- bankans: „Við báðum kröfuhafana að skrifa undir yfirlýsingu um að upplýsingarnar væru í trúnaði. Við verðum að halda þann trúnað.“ Fer þetta saman? Undir stýri Í sparnaðartillögufarganinu öllu kemur hér ein. Ráðherra undir stýri! Um fimmtíu milljónir sparast vegna launa bílstjóranna og milljóna tugi mætti fá fyrir sjálfa bíl- ana. Þá peninga mætti nota í margt gagnlegt. Egill efstur Hér var um það skrifað fyrir nokkrum vikum að baráttan um nafnbótina Maður ársins, að mati hlustenda Rásar 2, stæði helst á milli Bjarna Harðarsonar, Egils Helgasonar og Harðar Torfasonar. Þetta var matið í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni þá. Í sama potti er nú rætt um að Egill sé svo gott sem kominn með þetta og þeir Bjarni og Hörður þurfi virkilega að spýta í lófana til að eiga möguleika. Dramatísk yfirlýsing Egils um eigið vonleysi og hugsanlegan landflótta er sögð hafa gert útslagið. Við henni fékk hann ótal hvatningar- skeyti um að herða upp hug- ann. Og annað eins af atkvæð- um í kjörinu góða. UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar um Framsóknarflokkinn Þjóðin býr nú við erfiðari kjör nú en oft áður og því miður hefur samdrátturinn líklega bitnað fyrst á þeim sem síst skyldi. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika verðum við að hafa hugfast að það er gott að búa á Íslandi. Við eigum ríkulegar auðlindir til sjávar og sveita og ef okkar farnast að nýta þær skynsamlega verða okkur allir vegir færir. Með samvinnu og samstilltu átaki munum við á ný snúa gæfunni okkar í hag. Efnahagsþrengingarnar sem nú ganga yfir geta verið upphafið að nýjum tímum, nýjum skrefum sem verða stigin þjóðinni til farsældar. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og áherslur og kröfur fólks geta verið mismunandi milli landshluta. Þess vegna verðum við á hverjum tíma að taka ákvarðanir sem tryggja það að lífsskilyrði og lífskjör séu sambæri- leg hvar sem er á landinu. Ef síðustu atburðir hafa kennt okkur eitthvað þá er það fyrst og fremst það að hin sjálfhverfa einstaklingshyggja er búin. Samvinna, samstillt átak er næst á dagskrá. Í samvinnuhugsjóninni felst að skapa umhverfi þar sem allir geta keppt innan sanngjarns ramma og útiloka einokun og fákeppni. Þannig munum við framsóknar- menn ávallt beita okkur fyrir því að atvinnulífið verði frjálst en að leikreglurnar séu skýrar og að þeirra sé gætt. Öflug fyrirtæki verða nefnilega að standa undir velferðarkerfi sem á að vera fyrir alla óháð búsetu, stöðu og efnahag. Aðeins þannig munum við búa til samfélag þar sem allir njóta grunnmannréttinda og hvernig sem ástatt er hjá fólki þá á enginn að þurfa að líða skort í landi sem er jafn ríkt af auðlindum og okkar. Með þetta að leiðarljósi munum við framsóknarmenn leggja okkur fram við að leggja grunn að farsælli framtíð þessa lands. Höfundur er í framboði til formanns Framsóknarflokksins. Samvinna og samstillt átak HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON bjorn@frettabladid.is Við bjóðum öllum börnum fæddum árið 2008 að þiggja 5.000 króna Framtíðarsjóð í jólagjöf frá Byr. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Jólagjöf Byrs 2008 Taktu fyrsta skrefið í næsta útibúi Byrs eða á byr.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.