Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 40

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 40
40 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Hvað varð um Von Trapp-börnin? Samkvæmt nýjustu tölum úr Kolaportinu er mest selda myndin í ár Sound of music: Á notuðum DVD-diskum. Júlía Margrét Alexandersdóttir leitaði uppi Liesl, Friedrich, Louisu, Kurt, Brigittu, Mörtu og Grettl og komst að því að þau hafa komið við á hinum ótrúlegustu stöðum; í Playboy, Neverlandi Michaels Jackson og í blómaskreyting- um McCains. Elst barnanna var stúlkan sem valhoppaði og tók lagið í garðskálanum með kærastan- um; Liesl Von Trapp. Leikkonuna Charmian Carr dreymdi hins vegar um allt annað en sviðsframa og var skráð í áheyrnarprufur fyrir myndina að sér forspurðri. Foreldrar hennar voru báðir leikarar svo að hún vissi að hlutverk í kvikmynd myndi gleðja þau meira en gott einkunnaspjald svo að hún lét til leiðast. Hvað kvikmyndir varðar lét Charmian því nægja að leika Liesl en hennar beið þó frami á öðru sviði þar sem hún kom á fót afar farsælli innanhússhönnunarstofu. Charmian rekur í dag arkitektastofuna sína en einn hennar þekktasti kúnni er sjálfur Michael Jackson og hefur hún hannað ýmis- legt í Neverlandi fyrir hann. Charmien kynntist fyrrum eiginmanni sínum, Jay Brent, meðan á kynningar- ferð fyrir kvikmyndina stóð árið 1967 og eignaðist með honum tvær dætur. Þau skildu eftir 24 ára hjónaband og býr hún nú með þremur labradorhundum. Hún eyðir frístundum sínum í garðinum eða fer á skíði, dansar eða hjólar og er víst enn jafn lipur og létt og hún var í Söngvaseið forðum daga. Hún hefur skrifað tvær bækur um þá lífsreynslu að leika Liesl; Forever Liesl og Letters to Liesl. ➜ LIESL VON TRAPP Debbie Turner var næstyngst barnanna, eða aðeins sex ára, þegar hún kom fram sem Marta litla. Ferill hennar hófst enn fyrr en ferill Angelu Cartwright en hún var aðeins sex mánaða þegar hún fór að birtast í auglýsingum. Þannig hafði hún um langt skeið á undan Söngvaseiði leikið í auglýsingum og þar af í yfir þrjátíu slíkum fyrir leikfangaframleiðandann Mattel. Hún hætti þó alveg að leika eftir að hafa skilað af sér hlutverki Mörtu og skellti sér þess í stað á skíði og varð atvinnumanneskja um skeið í skíðaíþróttinni. Þegar skíðaferlinum lauk lagði Debbie stund á innanhússhönn- un með blómaskreytingar sem aðalfag og þykir ansi lunkin í sínu fagi. Hennar frægustu skreytingar hingað til eru án efa þær sem hún hannaði fyrir John McCain á landsfundi Repúblikanaflokksins í ár. Debbie á fjórar dætur og býr í úthverfi Minniapolis í Minnesota. Þeir sem vilja kynna sér blóma- skreytingar Debbie Turner er bent á vefsíðuna debbieturneroriginals. com. ➜ MARTA VON TRAPP Duane Chase lék yngri Von Trapp-bróðurinn og sýndi lipra takta sem hinn hrekkjótti Kurt. Ólíkt Trapp-börn- unum dreymdi hann ekki um frægð og frama og hefur forðast sviðsljósið eftir fremsta megni. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í landafræði og lifir rólyndislífi í Seattle ásamt eiginkonu sinni þar sem hann dundar sér við að hanna tölvuforrit fyrir landa- fræðinga. Svo vel hefur honum gengið að halda sig til hlés að almenningur sem og fjölmiðlar vita lítið hvað drífur á daga hans. ➜ KURT VON TRAPP Kym Kareth, sem lék hina yngstu Gretl, langaði mikið að verða kvikmyndastjarna og reyndi fyrir sér sem slík í nokkur ár. Hún hafði þó ekki erindi sem erfiði og tók þess í stað ákvörðun um að feta hefðbundna mennta- veginn, lærði listasögu og mannfræði og flutti svo til Parísar þar sem hún starfaði sem fyrir- sæta um skeið. Draumurinn um leikkonuframann hefur þó ásótt hana alla tíð og hún hefur gert fjölda tilraunir til að eiga end- urkomu í bransann og fengið lítil hlutverk í sjónvarps- seríum til að mynda, svo sem Lost in Space og My three Sons. Í dag er hún einhleyp, á einn son og er um þessar mundir enn einu sinni að láta reyna á það hvort fólk hafi nokkuð virkilega gleymt henni sem Gretl. ➜ GRETL VON TRAPP 1 1 2 Elstur drengjanna var hinn fagurlimaði Friedrich von Trapp. Nicholas Hammond datt í lukku- pottinn þegar hann fékk hlutverkið því hans átrúnaðargoð í æsku var sjálf stjarna kvikmynd- arinnar; Julie Andrews. Ólíkt Liesle var hann staðráðinn í því að verða leikari og hafði reyndar fengið nokkur lítil hlutverk í sjónvarpi áður en hann sló í gegn í Söngvaseið. Leikaraferillinn varð þó heldur brösóttur eftir Alpadvölina og ætli toppurinn þar sé ekki þá helst sjónvarpsseríur um Spider Man sem sýndar voru á árunum 1977-79. Þegar ekkert gekk í Hollywood ákvað Hammond að flytjast til Ástralíu og býr þar nú, kvæntur en barnlaus, í Sydney og skrifar handrit að sjónvarpsmyndum. ➜ FRIEDRICH VON TRAPP 2 3 Heather Menzies fór með hlutverk hinnar fjörugu Louisa von Trapp. Heather var þrettán ára þegar hún fékk hlutverk Louisu en þá hafði hún getið sér góðs orðs fyrir frammistöðu sína í leikritinu My Three Sons. Segja má að lífsferill Louise sé hvað einna dramatískastur þeirra Trapp-syst- kina. Hún ákvað að veðja á leiklistina eins og Hammond og lék meira að segja aftur með Julie Andrews – í kvikmyndinni Hawaii. Eftir það byrjaði brasið. Fleiri spennandi rullur dúkkuðu ekki upp en þess í stað sat Heather fyrir nakin í tímaritinu Playboy árið 1973 og birtist á heilum fimm síðum fáklædd. Fljótlega eftir þá myndatöku skildi hún við fyrri eiginmann sinn, John Cluett, eða á sama ári og segir sagan að eiginmanninum hafi mislíkað uppátækið. Tveimur árum síðar kynntist Heather hinum geðþekka sjónvarpsleikara Robert Uric og dró sig þá smám saman í hlé og varð á skömmum tíma þriggja barna móðir. Urich dó hins vegar fyrir sex árum eftir 28 ára hjónaband og á sama tíma sigraðist Heather á leghálskrabbameini. Hún starfar nú við krabbameins- deild háskólans í Michigan en býr í Los Angeles ásamt krökkunum sínum. ➜ LOUISA VON TRAPP 3 4 4 5 Angela Cartwright hafði öðlast frægð löngu áður en Söngvaseiður kom inn í spilið og áður en hún varð fjögurra ára. Hún var orðin það sem kallast barnatískumódel þegar hún var aðeins þriggja ára og jafngömul lék hún dóttur Paul Newman´s í Somebody Up There Likes Me. Ári síðar var hún orðin heimsþekkt meðal tískuritstjóra og ljós- myndara í Bretlandi sem og Bandaríkjunum. Eftir að hafa marserað með Von Trapp-börnunum hélt hún áfram að leika um sinn, gekk vel og kom víða við. Má þar meðal annars nefna sjónvarps- þættina Lost in Space og Make Room for Daddy. Þó kom að því að Angela missti áhugann á leiklist og sneri sér, eins og fyrr- um fyrirsætum finnst gjarnan heppilegt, að ljósmyndun og starfar hún sem slíkur í Los Angeles í dag. Angela hefur verið gift í rúm þrjátíu ár og á tvö börn. Þess má geta að Angela er ein fyrsta kvikmyndastjarnan sem tók veraldarvefinn upp á sína arma og er með heimasíðuna angela-cartwright.com. ➜ BIRGITTA VON TRAPP 5 6 6 7 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.