Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 60
„Það skemmir ekki fyrir að vera trúaður þegar maður teiknar kirkju, en trúna sem verkfæri þarf ekki frekar en að vera kenn- ari til að teikna skóla. Hins vegar er gaman að teikna kirkju því þá rifjast upp barnatrúin og maður setur sig betur inn í helgisiðina, sem er skemmtilegt, enda kirkjan hús Guðs og safnaðar hans,“ segir Þórður Þorvaldsson, arkitekt hjá Arkþingi, sem ásamt samstarfs- konu sinni, Guðrúnu Ingvarsdótt- ur, vann samkeppni um nývígða og stórfallega Guðríðarkirkju í Graf- arholti. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég teikna kirkju. Sköpunargleðin fær virkilega að njóta sín því formið er frjálsara og ekki eins fastmótað og í hefðbundnara húsnæði. Kirkj- ur nútímans endurspegla samfé- lagið hverju sinni og eru oft lítið kirkjulegar í útliti enda orðnar hálfgerðar menningarmiðstöðvar með innbyggðum safnaðarheim- ilum og þurfa að mæta því fjöl- breytta kirkju- og safnaðarstarfi sem nútímamaðurinn krefst,“ segir Þórður, sem sótti innblástur í lífið sjálft; það sem hann fæst við í daglegu starfi og úr ferðalögum um heiminn. „Húsið á sér enga fyrirmynd, en svo lengi lærir sem lifir og í far- teskinu situr sitt lítið af hverju sem sést hér og þar. Guðríðarkirkja er alveg sjálfstæð fæðing og ein- stök að tvennu leyti því allt innan- stokks er íslensk hönnun og smíði, og í hvorum enda kirkjuskipsins eru garðar, sem okkur þykja mjög vel heppnaðir. Annar þeirra er lok- aður, hátíðlegur altarisgarður, en með honum fáum við þrívíða alt- aristöflu þar sem kross stendur í spegiltjörn í ósnertanlegum, guð- legum garði undir berum himni. Andinn er því mjög kirkjuleg- ur, hátíðlegur og friðsæll,“ segir Þórður sem fékk hönnuðinn Reyni Sýrusson til að hanna kirkjubekki Guðríðarkirkju, en þess má geta að fyrirtækið GÁ húsgögn tók að sér að bólstra stóla, grátur og brúðarstóla. „Þórður bað mig að teikna stól inn í kirkjuna og gaf mér fimm daga til starfans. Ég hellti mér því út í verkefnið og svaf lítið næstu daga, en kom þá með tvær tillögur að stólum sem þeim Þórði og Guð- rúnu leist vel á og bjó til nákvæma eftirlíkingu í smækkaðri útgáfu sem ég mætti með á fund prests og sóknarnefndar sem snarféllu fyrir stólnum líka,“ segir Reynir sem hannar flest sín verk í einveru undir þýðum ómum hljómlistar. „Stólarnir eru úr gegnheilu birki og í kassalaga formi, sem stenst betur tímans tönn en boga- dregnar línur. Þá má festa saman í bekki og í sama stíl hélt ég áfram að hanna inn í kirkjuna alla þá lausu hluti sem þurfti, eins og prédikunar- stól, skírnarfont, moldunarkassa og skóflu, sálmabókahillur, sálm- atöflu og fleiri hluti sem allir eru með sama handbragði.“ - þlg Í töfrum húss Guðs og safnaðar hans ● Nýjasta hús drottins vors er Guðríðarkirkja í Grafarholti. Kirkjan er látlaus og fögur og býr yfir sérstæðum sjarma með altaristöflu undir berum himni sem sýnir sjónarspil allra veðra. Kirkjan er íslensk smíð og hugverk frá grunni; hvort sem litið er til smáatriða innanhúss eða utan. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er sóknar- prestur Guðríðarkirkju. Birtan í Guðríðarkirkju er blátt áfram töfrandi og skapar hátíðlega jóla- stemningu með þessum fallega krans aðventunnar. Guðríðarkirkja. Hér má sjá fjólubláan bjarma altarisgarðsins lýsa upp veggi Guðríðarkirkju utan frá. MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið Sunnudag 10–20 Mánudag 10–22 Þorláksmessu 10–22 Aðfangadag 10–12 www.mirale.is OPIÐ í dag frá 10-22 40% afsláttur af þessum vinsælu kertastjökum TILBOÐ Verið velkomin í FÁKAFEN 9 ( við hliðina á ísbúðinni ) 20. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.