Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 62

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 62
 heimili&hönnun FJÁRSJÓÐIR DÓRU Litlir hlutir og skrautmunir hér og þar, frá ýmsum heimshornum, prýða híbýli Dóru og fjöl- skyldu hennar. Enda er húsmóðirin forfallinn safnari í sér. Úti við sæinn á Seltjarnarnesi býr Dóra Kjartansdóttir Welding ásamt fjölskyldu sinni og tveim- ur myndarlegum hundum. Heim- ilið er hlýlegt og persónulegt og einkennist af fallegum smáatrið- um. „Ég hef verið smáhlutasjúk frá því ég man eftir mér og segir ein frænka mín að þetta sé ætt- gengt. Við erum alveg glingur- sjúkar,“ segir Dóra og hlær. „Fólk gerir grín að mér þegar ég kaupi kertastjaka eða eitthvað og spyr hvort ég ætli núna að setja þetta utan á húsið, ég er bara lögð í ein- elti með þetta,“ segir hún kímin. „Ég lauma oft inn hlutum og síðan tekur maðurinn minn kannski eftir þeim eftir tvo mánuði.“ Dóra segist alltaf geta fundið stað fyrir nýja hluti og eru jólin því hennar tími. „Ég tími ekki að setja gamla dótið niður eða geyma neitt þannig að ég treð jóladótinu með. Ég hef gaman af að blanda saman og er mjög hrif- in af gömlum hlutum. Síðan elska ég kerti og glingur þannig að frá því tekur að rökkva í ágúst og fram að jólum er algjörlega minn tími.“ Svo skemmtilega vill til að húsið sem Dóra býr í núna var draumahúsið hennar og hafði hún lengi rennt til þess hýru auga. „Sumir hafa grínast með að þetta sé svona eins og The Secret. Fyrir átján árum bjó ég í Vesturbæn- um og alltaf þegar ég fékk mér göngutúr með frumburðinn gekk ég framhjá þessu húsi og hugsaði með sjálfri mér að hérna skyldi ég einhvern tíma búa,“ segir Dóra með blik í augum og segist þakka Guði fyrir það á hverjum degi að búa í þessu yndislega húsi þegar hún heyrir öldugjálfrið. - hs Með gimsteina draumahúsi vi Hjá Dóru kennir ýmissa grasa og er mikil vinna að þurrka af öllu skrautinu. Dóra er mikil hundakona og endur- speglast það í innanstokksmunum. Dóra hefur sankað að sér fallegu jóla- skrauti erlendis frá og var stór hluti þess keyptur í Boston. Fjölskylduhornið er á skattholi þar sem kertum er stillt inn á milli. Mikil birta flæðir um stofuna í gegnum stóra glugga og er mikil lofthæð. Skúturnar í efstu gluggunum voru keyptar í Dóminíkanska lýðveldinu og kallast á við umhverfi hússins sem er við sjóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heimili Dóru Kjartansdóttur Welding er líkt og ævintýra- land, uppfullt af litlum fjársjóðum og kynjaverum. Dóra er mikill safnari í sér og elskar glingur og smáhluti auk þess sem heimilishundarnir eiga sinn heiðurssess á heimilinu. Jólalegt er um að litast hjá Dóru jólabarni. 20. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.