Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 80

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 80
höftunum verður aflétt. Sérfræð- ingar eru þó sammála um það að verði þeim aflétt strax muni þeir erlendu fjárfestar sem geta, flest- ir losa sig við krónurnar sínar þar sem traust þeirra á krónunni og íslenska fjármálakerfinu geti varla verið minna en það er í dag. Eflaust muni einhverjir íslenskir fjárfestar fara sömu leið. Hvað sem gerist er það afleitur kostur að hafa gjaldeyrishöft hér í langan tíma, segir Gylfi Magnús- son. Hann segist raunar setja spurningarmerki við það hvort rétt hafi verið að setja gjaldeyris- höftin til að byrja með. Kannski er viðráðanlegt að koma fé þessara erlendu fjárfesta úr landi án þess að gengi krónunn- ar hrynji, en stjórnvöld vilja greinilega að hægt verði að koma hagkerfinu á lappirnar aftur áður en höftunum verður aflétt, segir Gylfi. Það ráðrúm sem stjórnvöld og Seðlabankinn hafa fengið með því að setja gjaldeyrishöftin verða þau að nota til að efla trú á íslenskt efnahagslíf og fjármálakerfi. En bara sú staðreynd að sett hafi verið gjaldeyrishöft mun fylgja Íslandi eftir lengi, segir Gylfi. Skellurinn kemur einhvern tíma Undir það tekur Jón Bjarki Bent- son, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Hann segir mikinn skaða hafa verið unninn með því að banna fjárfestum að fara með peninga sína eins og þeim sýnist, það hafi skaðað ímynd Íslands verulega. Eins og staðan sé núna sé erfitt að sjá annað en að krónan muni þurfa að taka verulegan skell á einhverjum tímapunkti þegar fé erlendra fjárfesta hverf- ur frá landinu. Sérfræðingar eru sammála um að byggja þurfi upp trúverðug- leika áður en höftin verði afnum- in. Stjórnvöld verði að setja fram trúverðuga langtímasýn á gjald- eyrismál, hvort sem framtíðar- sýnin verði fljótandi króna, mynt- ráð, eða upptaka erlendrar myntar í stað krónunnar. Í dag hefur eng- inn hugmynd um hvað tekur við. Þorvarður Tjörvi hjá Seðla- bankanum segir vissulega mikil- vægt að byggja upp traust á fjár- málakerfinu og gjaldmiðlinum. Það megi gera með því að koma fram með trúverðuga efnahags- áætlun og skýra framtíðarsýn, sem geti verið með eða án íslensku krónunnar. Í klemmu milli trausts og hafta Seðlabankinn kannar einnig hvernig hentugast sé að létta þrýstinginn vegna erlendu fjár- festanna, og hvernig hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftunum. Stjórnvöld og Seðlabankinn eru í raun í talsverðri klemmu. Erfitt er að byggja upp traust á meðan gjaldeyrishöft eru til staðar og illmögulegt að afnema höftin nema traust hafi skapast. Þannig þarf að feta einhvern þröngan meðalveg að því að byggja upp traustið, en Þorvarð- ur Tjörvi segir ekki hægt að greina frá því hvaða aðferðum verði beitt til þess á komandi vikum og mánuðum. Jákvæður vöruskiptajöfnuður næstu miss- erin mun þó efla mótspyrnu geng- is krónunnar gegn mögulegu útflæði fjármagns en trúverðug stefna skiptir mestu segir Þor- varður Tjörvi. Jón Bjarki segir að greining Glitnis reikni ekki með því að mikill þrýstingur skapist á gengi krónunnar vegna jöklabréfanna. Þrýstingurinn muni frekar koma vegna ríkisskuldabréfa og inni- stæðna erlendra fjárfesta hér á landi. Jöklabréfin voru notuð til að fjármagna viðskiptabankana sem nú eru komnir í umsjá skila- nefnda og í raun í þrot. Erlendir útgefendur bankanna létu íslensku bankana fá krónur í skiptum fyrir evrur, og áttu að fá krónurnar til baka þegar jökla- bréfin væru innleyst. Þar sem bankarnir eru komnir í þrot bætast kröfur erlendu útgef- endanna á langan lista yfir kröfur kröfuhafa í þrotabú þeirra. Þar sem erlendu útgefendurnir seldu kröfurnar áfram þurfa þeir að kaupa krónur til að standa við skuldbindingar sínar við þá sem keyptu krónurnar. Á móti þurfa þeir ekki að borga íslensku bönk- unum til baka þær evrur sem þeir fengu í skiptum fyrir krónurnar. Krónur inn og krónur út Ástæðan fyrir því að jöklabréfin munu ekki hafa mikil áhrif á gengi krónunnar er sú að þó þeir sem keyptu kröfurnar af erlendu útgefendunum vilji selja krón- urnar þegar þeir geta, þurfa útgefendurnir að kaupa krónur til að standa við sínar skuldbinding- ar. Áhrifin á gengi krónunnar verða því lítil, segir Jón Bjarki. Ekki er björninn unninn þótt það verði raunin, enda eiga erlendir fjárfestar á bilinu 300 til 400 milljarða hér á landi sem gætu horfið undraskjótt þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin á ný. 52 20. desember 2008 LAUGARDAGUR 60 40 20 0 -20 -40 -60 -80 -100 2006 2007 2008 2009 2010 20112005 400 300 200 100 0 STAÐA JÖKLABRÉFA Í BYRJUN HVERS MÁNAÐAR STAÐA JÖKLABRÉFA Útgáfa Innlausn M ill ja rð ar k ró na Eignir erlendra aðila í íslenskum krónum Verg lands- framleiðsla 2007 Áætlaðar tekjur ríkis- sjóðs 2009 150 150 243,6 1.293 395,8 Jöklabréf Innistæður í bönkum Ríkis- skulda- bréf M ill ja rð ar k ró na M ill ja rð ar k ró na 2006 2007 20082005 ➜ JÖKLABRÉF Í HNOTSKURN FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þýski fjárfestinga- bankinn KFW 78 42 33 22 15,9 15,9 7 19,8 Radobank Nederland Evrópski fjárfest- ingabankinn Ameríski þróunarbankinn Alþjóðabankinn R&D Toyota Rentenbank Aðrir M ill ja rð ar k ró na ÚTGEFENDUR SEM ÁTTU JÖKLABRÉF Í BYRJUN DESEMBER 2008 Útgefendur jöklabréfa eru einkum erlendir fjárfestingabankar, sem gefa út skuldabréf í fjölmörgum myntum í gegnum milli- gönguaðila. Fyrir nokkru tók Seðlabankinn saman þjóðerni þeirra sem gefið höfðu út jöklabréf. Stærstur hluti útgefenda kom frá Sviss eða Lichtenstein, rúmur þriðjungur. Þýskir fjárfestar áttu um fimmtung til viðbótar, og Ítalía litlu minna. Aðrir útgefendur komu meðal annars frá Benelúxlöndunum, Bret- landi og Bandaríkjunum. MEIRIHLUTI FRÁ SVISS OG ÞÝSKALANDI Jöklabréfin gerðu íslensku bönkun- um kleift að fjármagna sig með örlít- ið ódýrari hætti en þeir hefðu annars getað. Afleiðingarnar voru hins vegar alvarlegar fyrir fjármálakerfið og þess vegna landsmenn alla. Þetta var ekki séríslenskt fyrirbæri, enda bréf svipuð jöklabréfum gefin út í öðrum löndum þar sem vextir voru háir. En áhrif jöklabréfanna og annarra lána í erlendri mynt sem flæddu inn í landið voru alvarleg fyrir fjármálakerfið. Seðlabankanum er uppálagt að halda verðbólgu um 2,5 prósent, sem bankanum hefur svo gott sem aldrei tekist frá því verðbólgu- markmið voru tekin upp vorið 2001. Bankinn hefur ýmsar leiðir til að halda verðbólgu niðri, en ein sú öflugasta átti að vera hækkun stýrivaxta. Erlend lán íslenskra fyrirtækja veiktu verulega áhrif stýrivaxta Seðlabankans, þar sem þeir hafa að mestu áhrif á óverðtryggð innlend skammtímalán. Stýrivextirnir bíta því ekki á erlend lán sem fyrirtæki og einstaklingar tóku. Þegar eftirspurn eftir lánum jókst stanslaust þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir hefðu viðvörun- arbjöllur átt að hringja í Seðlabank- anum, segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Hann segir að lánsfjárbólan hafi orðið að nokkurs konar vítahring. Augljóst hafi verið að miklar líkur hafi verið á að þessi bóla myndi springa, með hræðilegum afleiðing- um. Ójafnvægið á fjármálamarkað- inum hafi aukist hratt, en stjórnvöld hafi ekki brugðist við eins og þau hefðu getað gert. Jón Bjarki segir að í því árferði hefði Seðlabankinn átt að selja krónur og styrkja með því gjaldeyris- varasjóð sinn, eins og fjölmargir aðilar hafi ítrekað bent á. Hefði Seðlabankinn farið að þeim ráðum hefði bankinn staðið gegn hækkun krónunnar, en sérfræðing- ar virðast sammála um að gengi krónunnar hafi verið allt of sterkt á tímabili. Jón Bjarki segir það klárlega mistök hjá bankanum að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður. Lánsfjárbóla í vítahring en viðbrögðin engin FRAMHALD AF SÍÐU 50 1400 1300 1200 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Taflan sýnir hvenær jöklabréfin eru gefin út, og hversu mikið er gefið út í hverjum mánuði. Fyrir neðan strik sést hvenær jöklabréfin eru á gjalddaga, og hversu háar upp- hæðir komast á gjalddaga í hverjum mánuði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.