Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 86

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 86
58 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Ég fæ hamingjukast á hverjum degi yfir því að eiga sæmilega heilbrigt líf, umvafinn skemmti- legum viðfangsefnum og helling af ást. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Ég myndi vilja vera sérfræðing- ur í atferli katta. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Að gefa út plötu er óheyrilega dýrt og stendur engan veginn undir sér. En ofboðslega gaman samt! Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Hæ, sæta! Ef þú byggir ekki á Seyðisfirði hvar myndirðu vilja búa? Ég flutti frá Reykjavík austur á Seyðisfjörð síðastliðið vor og nú bíð ég spenntur eftir að Norræna komi og sigli með mig enn lengra á vit ævintýranna. Ég held það væri stuð að setjast að í Bergen smástund. Stoppar ekki ferjan þar? Uppáhaldslistamaður allra tíma og af hverju? Matt Groening sem gerði full- orðnum kleift að horfa á teikni- myndir með börnunum sínum og hafa gaman af því. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Úti á landi með hlæjandi fólki. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Ég réði mig einhvern tíma í næturvinnu á skyndibitastað en mætti aldrei. Þessi vinna hefði farið með mig til vítis. Ég er ann- ars með lítið þol fyrir leiðinlegum vinnum og hef forðast þær með ágætum í gegnum árin. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Það þarf að hafa mikið fyrir því að ná mér út úr Seyðisfirði þessa dagana. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustar þú mest á í dag? Íslensk nýbylgja fyrr og síðar. Annars er ég búinn að vera með Belsen Was a Gas með Sex Pistols á heilanum í margar vikur og áhrifin leyna sér ekki. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- urðu fara og af hverju? 27 ár aftur í tímann og ná fram hefndum á skæðum prökkurum sem óðu uppi í Neðra-Breiðholt- inu á þeim tíma. Ég myndi svo snúa aftur með sleikjóinn sem þeir stálu af mér. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Gleði morgundagsins. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni hvað myndi það vera? Lottótölurnar síðasta laugardag. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Í gær þegar Berglind konan mín var eftirherma. Áttu þér einhverja leynda nautn? Ég fer nú ekkert sérstaklega leynt með mínar nautnir en reyni samt að bæla niður þær allra skæðustu. En ég sting til dæmis öllu steini léttara upp í eyrað á mér og klóra mér til blóðs á bak- inu með gaffli svo eitthvað sé nefnt. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Heimsljós er rosaleg saga og eltir mig hvert sem ég fer og svo fannst mér áhugavert að lesa Alk- asamfélagið um daginn. Þar er ekki allt sem sýnist. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Konunnar minnar. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Ég hunsa alla labbakúta og leið- indaseggi áður en þeir ganga of nærri mér. En það er nóg af þeim þarna úti. Jeminn eini! Uppáhaldsorðið þitt? Þremillinn. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Pallbíll. Hvaða einu lagi verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? Ég dey ekki sáttur nema ég sé búinn að koma saman Dire Straits „cover“ bandi þar sem ég fæ að vera Knopflerinn, beinstífur með svitabandið í Money for Nothing. Hvað verða þín frægu hinstu orð? Money for Nothing. Hvað er næst á dagskrá? Ætli ég verði ekki hérna glamr- andi á gítarinn þangað til ég læt renna í jólabaðið. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Svavar Pétur Eysteinsson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Grafískur hönnuður frá því um aldamót og tónlistarmaður frá því um fermingu. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI? Ég tók við af Presley árið 1977 ■ Á uppleið Jólaboð Nú byrjar gamanið af fullri alvöru og má búast við ómældu partí- standi næstu tvær vikur. Sérrí Ömmulegur drykkur alla hina mánuði ársins en er einhvern veginn svo notalega jólalegur. Veitingastaðurinn Segurmo á Boston Skemmtilega heiðarlegur matur, góð stemning og ekkert okur. Geimverur Kvikmyndin the Day the Earth Stood Still leiðir huga okkar frá kreppunni og að alvörumálum eins og árás á jörðina. Keanu Reeves er líka fullkominn í hlutverki fámáls geimbúa. Síðrokk Hljómsveitir eins og Mogvaí, Godspeed og Kimono hljóma vel í eyrum á tímum volæðis og tilvistar- kreppu. ■ Á niðurleið Litaðar sokka- buxur Nóg komið af flippuðum stelp- um í allri litadýrð regnbogans. Leggir eru einfaldlega fallegri í svörtu. Barir Ef maður heldur partí í staðinn heima hjá sér þá ræður maður tón- listinni, reyknum og fólkinu. Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Skræpóttar hettupeysur Grafískir hönnuðir og krúttflipparar takið til athugunar að þetta fyrirbæri er svo 2006. Dýr jólamatur Horfum framhjá hérum, akurhænum og fasönum um hátíðarnar og gæðum okkur frekar á hangikjöti og hamborgarhrygg. Ekki fá jólaofgnóttarsamviskubit. Alveg hvít eða alveg svört málverk Hlutverk listarinnar hlýtur að vera annað en þessi súrrógasjón fyrir … ekkert. Fæ hamingjukast á hverjum einasta degi Svavar Pétur Eysteinsson spilar og syngur ásamt Berglindi eiginkonu sinni og fleira góðu fólki í hljómsveitinni Skakkamanage. Nýja platan þeirra, All Over the Face, hefur fengið afbragðsgóða dóma. Anna Margrét Björnsson náði í skottið á Svavari á Seyðisfirði og tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu. Í HLAÐINU Á SEYÐISFIRÐI „Það versta sem sagt hefur verið við mig var: Hæ sæta!“ segir Svavar Pétur í Skakkamanage. LJÓSMYND / HELGI ÖRN PÉTURSSON MÆLISTIKAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.