Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 94

Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 94
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is KAFFIVÉLAR –MATVINNSLUVÉLAR – POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR – ELDHÚSÁHÖLD fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR Kammerhópurinn Camerarcti- ca heldur sína árlegu kertaljós- atónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og voru fyrstu tónleikarnir í gærkvöldi. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í sextán ár en hann skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettu- leikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari ásamt góðum gestum, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara og Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóð- færum Mozarts „bassetthornið”. Tónleikarnir verða sem hér segir: Kópavogskirkju í kvöld, Garðakirkju annað kvöld, og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru klukku- stundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Mozart við kertaljós TÓNLIST Camerarctica Kl. 20.00 Fjórir tenórar, Jóhann Friðgeir, Snorri Wium, Garðar Thor Cortes og Gissur Páll Gissurarson halda seinni tónleika sína í Íslensku óperunni í kvöld. Þeir bjóða til sín gestum og eru á efnisskrá perlur, bæði sönglög, aríur og jólalög. Uppselt var á fyrri tónleikana og er sala fyrir kvöldið langt komin. Þeir munu síðan koma fram á svölum Gamla Málarahússins á Þorláksmessukvöld eins og hefð er komin á. Í gær voru veitt árleg verð- laun úr Dungals-sjóði sem Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir stofnuðu til minningar um Margréti og Baldvin Dungal kaupmann. Sjóðurinn hefur árlega styrkt unga myndlistar- menn til dáða með fjárhæð. Að þessu sinni ákvað dómnefndin að veita þrjá styrki, tvo að upphæð kr. 300.000: Ragnari Jónassyni, Sirru (Sigrúnu Sigurðardóttur) og Bjarka Bragasyni sem fær 500.000 í styrk. Öll eru þau útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og sóttu sér framhaldsnám til erlendra og inn- lendra stofnana; Ragnar við Glas- cow School of Arts, Sirra við Háskóla Íslands, og Bjarki hóf í haust nám við Cal Arts í Los Angel- es. Ragnar er ekki málari í hefð- bundnum skilningi. Nær er að segja að hann vinni með eiginleika mál- verks. Hann vinnur jöfnum hönd- um með tvívíð og þrívíð verk. Útkoman eru litskrúðug efniskennd verk oft án striga eða undirlags sem tengja sig beint við sýningar- rýmið. Með sérstæðum litum og formum nær hann að skapa heim sem hefur skírskotun til litagleði popplistar sjöunda áratugarins. Sirra skapar innsetningar þar sem hún tengir saman ólík efni eins og veggmálverk, spegla, gler, ljós, og vídeómyndir. Mörg verka henn- ar setja valda ljósgjafa og tvívíða hluti í þrívíða nálgun þar sem verk- ið sjálft, umhverfi þess og rými mynda eina heild. Hún sækir efni- við sinn meðal annars í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Með myndvörpum og speglum býr hún til hreyfingu í inn- setningum sínum sem framkalla sjónhverfingu, einhvers konar afl- vaka sem hrífur áhorfandann með sér á vit upplifunar. Úr öllu þessu tekst henni að skapa persónulegan myndheim. Á þeim stutta tíma sem leið frá því Bjarki útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands þar til hann hóf fram- haldsnám í Bandaríkjunum tók hann þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis, nú síðast Listahátíð í sumar. Hann kenndi og hélt fyrir- lestra við Listaháskóla Íslands, Listaháskólann í Bergen og í Vil- níus. Árið 2005 bjó hann einnig og vann að myndlist í Berlín. Með náminu vinnur Bjarki að sýningar- verkefnum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann hyggur á vinnustofudvöl í Kaliforníu og Finnlandi á næsta ári. Í myndlist sinni skoðar Bjarki samhengi og tengsl ólíkra hluta. Hann segir: „Ég skoða umhverfi mitt í gegnum myndlist, en að móta umhverfi innan þess er mikilvægara. Ég vinn í mörgum mismunandi miðlum, en bakgrunnur minn er í arkitektúr og teikningu. Í nýjustu verkum mínum og verkefnum sem eru í gangi í augnablikinu er ég að skoða þýð- ingu, tungumál og allt það sem mis- skilst og hvernig það öðlast sjálfs- stætt rými.“ Afhending styrkjanna fór fram í gær í Listasafni Reykjavíkur þang- að sem þessir listamenn eiga vafa- lítið eftir að leita með verk sín til sýninga. pbb@frettabladid.is VEITT ÚR DUNGALSSJÓÐI MYNDLIST Frá verðlaunafhendingunni í gær MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.