Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 96

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 96
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borg- arinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 millj- óna króna lækkun framlaga borg- arinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi en framlag borgarinnar var áætlað 431 millj- ón. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri hafði þetta um niður- skurðinn að segja í gær: „Eðli málsins samkvæmt er nær 50 milljóna króna niðurskurður á fjárframlögum til leikhúss mikið áfall. Staðan í samfélaginu er hins vegar þannig að við litum svo á að við gætum ekki skorast undan þegar Reykjavíkurborg bar fram ósk um viðræður um frávik frá gildandi samningi. Borgarleikhús- ið er hluti af samfélaginu og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar á erfiðum tímum. Aðsókn undanfar- ið hefur verið sú mesta í sögu félagsins og af þeim sökum erum við betur í stakk búin að taka á okkur svona skell án þess að það komi niður á leikárinu. .“ Þrátt fyrir niðurskurðinn hefur Borgleikhúsið svigrúm til þess að halda starfsemi sinni óbreyttri vegna þeirrar miklu velgengni sem leikhúsið hefur átt að fagna undanfarna mánuði. Nauðsynlegt er að aðlaga starfsemi og skipulag breyttum tímabundnum aðstæð- um en ekki verður gripið til þess ráðs að fella niður eða fresta verk- efnum. Áætlun leikársins stendur því óhögguð. Aldrei hafa fleiri gestir sótt leikhúsið en undan- farna mánuði og mikil sala er á sýningar fram undan. Áskriftar- kortasala leikhússins ellefufald- aðist í haust og meira en tvöfalt fleiri jólagjafakort hafa verið seld en áður. Tilkynnt var um niðurskurð á framlögum borgarinnar á fundi með starfsfólki á fimmtudag. Niðurskurðurinn er augljóslega mikið högg fyrir rekstur leikhúss- ins og ljóst að það mun taka á starfsfólk að mæta honum. Líta stjórn og stjórnendur svo á að það sé skylda leikhússins að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð. Starfs- fólk var ánægt með ákvörðun stjórnar leikhússins og sýndi beiðni borgaryfirvalda fullan skilning. Samstarf Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur á sér ríf- lega aldarlanga sögu og tíma- bundnar breytingar á samkomu- laginu hafa engin áhrif á það góða samstarf í 111 ár. Rekstrarframlag borgarinnar til leikhússins á næsta ári verður því um 370 milljónir króna sem er vel undir 45 prósent- um af heildartekjum leikhússins sem þykir afar lágt opinbert fram- lag miðað við sambærileg leikhús af þessari stærð hérlendis og erlendis. Lítið má því út af bera með aðsókn að verkefnum. Eftir ítarlega skoðun á fjárhag leikhússins, þarf ekki að skera niður verkefni yfirstandandi leik- árs eða fresta sýningum. Sýna þarf mikla ráðdeild í rekstri leik- hússins. „Í engu verður hvikað frá kröfum um listrænan metnað,“ segir Magnús. Mögulegt er að halda óbreyttri starfsemi vegna þess góða árangurs sem þegar hefur náðst í miðasölu og sölu áskriftarkorta. Hinn 1. desember höfðu yfir 80.000 gestir sótt leik- húsið heim sem er meira en nokkru sinni í sögu þess og áskriftarkorta- sala hússins ellefufaldaðist milli ára og varð þar með sú mesta í íslensku leikhúsi fyrr og síðar. Verkefnin fram undan eru ólík: Rústað (Blasted) eftir Söru Kane, eitt af umdeildustu leikskáldum seinnni tíma, verður frumsýnt 30. janúar. Pétur Jóhann Sigfússon undirbýr einleik sinn, Sannleik- ann. Leikrit Friederichs Dürren- matt, Milljarðamærin snýr aftur, stóð upphaflega til að frumsýna í desember en sökum gríðarlegrar aðsóknar á Fló á skinni og Fólkið í blokkinni var ákveðið að færa sýningartíma verksins. Frumsýn- ing er 27. febrúar. Undirbúningur fyrir Söngvaseið hefur staðið í allan vetur og skemmst er að minnast þess að fjögur þúsund börn freistuðu gæfunnar í áheyrn- arprufum. Önnur verkefni sem frumsýnd verða á leikárinu eru Harry og Heimir, Rachel Corrie og Ökutímar. Þegar hafa verið sýndar yfir 50 uppseldar sýning- ar á Fólkinu í blokkinni og yfir 120 uppseldar sýningar á Fló á skinni, sunnan og norðan heiða. Sýningar á báðum þessum verk- um halda áfram á næstu mánuð- um og virðist velgengni þeirra gefa Leikfélagi Reykjavíkur styrk til að taka þessum niður- skurði. pbb@frettabladid.is Niðurskurður á borgarstyrk LEIKLIST Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri er hvergi banginn þrátt fyrir harkalegan niðurskurð til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Sun: 12-16 Opið: Mán-Föst: 10-18 Lau: 11-16 : 2-16 Leynast Atomic skíði í þínum jólapakka? Bakpokar og gönguskór Í miklu úrvali Hitabrúsar 1L á 3.495 0,75L á 2.995 0,5L á 2.495 Göngustafapar frá 5,995.- GEFÐU HLÝJA JÓLAGJÖF ALPARNIR Íslensku F a x a f e n i 8 • 1 0 8 R e y k j a v í k • S í m i 5 3 4 2 7 2 7 • e - m a i l : a l p a r n i r @ a l p a r n i r . i s • w w w . a l p a r n i r . i s Mikið úrval af útivistar-, kulda-, skíða- og snjóbrettafatnaði á konur, karla, unglinga og börn með 20% afsl. Frá bæ r jóla tilb oð í des em ber skíðapakkar með 20% afsl. HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.