Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 98

Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 98
70 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Þetta er tvískipt vara; bók með 21 myndljóði og hljóðdiskur með 20 hljóðaljóðum. Einblínum á bókina. Skáldskapur hennar verður ekki skilinn frá myndunum, hvort styð- ur annað líkt og dægurlag dægur- lagatexta eða rímnalag rímna- stagl, áhrifin felast í heildinni, hvorugt má án hins vera án þess að missa mátt. Þetta er skáldskapur sem hafnar lýrík, skáldskapur sem efast um sígilda hæfni ljóðsins til að tjá sannleik síns tíma og leitar sér stuðnings í sjónáreiti, minnir (með öfugum formerkjum) á “konsept- ið” í myndlistinni sem þoldi ekki samanburðinn við ritlist og hugvit á sínum tíma og gekk í raðir óvin- arins í stað þess að sigra hann á eigin klassísu bragði (fórnaði ímyndunarafli og skyni fyrir skilning, rök og sögn). Hér er það textinn sem lúffar fyrir myndinni og rennur inní hana sjálfviljugur, krefur hana frjóvgunar í fullvissu þess (væntanlega) að afkvæmið endurspegli brenglaða póst-x- móderníska heimsmynd neytand- ans, glötuð gildi hennar og fallin goð, tómið og tittlingaskítinn í blöðum og máli manna. Þess vegna er tilgangslaust að “skrifa um” þessa bók – en sjálf- sagt að lesa hana og skoða; hún er bráðfyndin, háðsk og orðheppin, líka ósvífin og örvandi, orð í tíma töluð. Texti hennar (og sambúð við mynd) er þeirrar náttúru að hann frábiður sér “gagnrýni”, biðst undan “túlkun og greiningu”, krefst þess að mæla aðeins eigin tungu, sem er sjálfgefið af því hann getur ekki annað. En sér- kenni bókarinnar er skemmtileg þversögn (nema hvað): Ástæða þess hve “ljóðin” kveikja víðtæk- an og “fullvita” þanka er falin í takmörkun þeirra og “barnaskap”; krakkalegt tölvu-teiknimynda- yfirbragðið kveikir andstæðu sína í kolli lesandans (með aðstoð vís- ana og tákna) uns mannkynssagan sem og Íslandssagan opnast víða með nýjum (ó)kunnum (ó)hljóðum og (ó)rannsakanlegum (ó)vegum. Lúmskt “bragð” og virkar með vaxandi styrk. Þekkt er sú hugmynd að helsti afl- vaki skáldskaparþroska sé ó- og meðvitaður mislestur og vanskiln- ingur á skáldskap fyrri (stór)skálda. Sjónarmið þetta gefur skotleyfi á afbakanir og útúrsnúninga, hvetur framtíðar- skáldið til að gleypa strax alla veisluna í farangrinum og gera sér mat úr dritinu. Þetta er í tísku núna og ekki bara fyndið, hefur nokkuð hrífandi slagkraft í þess- ari bók. Það endurmat og sú afhjúpun sem þessu fylgir eru nefnilega bandingjar og tálbeita ljóðsins í byltingunni (sem ávallt býr í brjósti þess) og óumflýjan- legt vopn ungskáldsins gegn þjóð- hollum ósigrandi skólaljóðum með óþolandi sönglúðrablæstri og allt- of háum hólum. Skáldið okkar er hér í fylkingarbrjósti, baðar hetj- ur gærdagsins háði, býður þeim birginn og nauðgar þeim uppá nöturlegan (tilgangslausan) nútím- ann með framandi tungum. Aðför bókarinnar að viðteknum smekk og (meintri)úreltri ósk- hyggju smáborgarans/elítunnar felst líka í því að “lækna líkt með líku”, rifa saman slitinn skrokk með slitnum þræði, afhjúpa for- dóma með fordómum, hirta gula pressu með því að mála heiminn hlandgulan og siga óhljóðum á hávaða, bregða fæti fyrir höfuð- staf með öðrum verri. Þetta er tví- eggja aðför og svolítið pirrandi, reynir að stinga uppí þá eftirsóknarverðu málssókn (goð- sögn?) að ljóðið sé auðmjúkt og leiti þess ávallt að sigra hið harða með mýkt, þaggar niður í sögu- legu herópi þess gegn hávaða og stríðsfyrirsögnum sem fella þarf heilan skóg til að prenta á blað. En þá ber að hafa hugfast að bókin vantreystir ljóðum yfirhöfuð. Á hljóðdisknum er “illt eðli fas- ismans tvíundirstrikað og tíundað án afsláttar” einsog segir á kápu. Kröftugur seiður að vestan. *** Sigurður Hróarsson Ú á farsímann og fleiri hljóð BÓKMENNTIR Ú á fasismann – og fleiri ljóð. Eiríkur Örn Norðdahl Forlagið ★★★ Aðför að viðteknum smekk BÓKMENNTIR Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld og þýðandi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 20. desember ➜ Tónleikar Tvennir tónleikar verða í Langholtskirkju við Sólheima þar sem kór kirkjunnar ásamt Gradualekórnum flytja jólalög. Einsöngvarar með kórnum verða Eivör Pálsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bragi Bergþórsson. Fyrri tónleikarnir eru kl. 20. en þeir seinni kl. 23. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í Hátíðarsal Menntaskólans í Borgarnesi. Á efnisskránni verður nýtt efni í bland við eldra. Húsið opnar kl. 20. 21.00 Vinir Dóra verða með jólablús- gjörning á Rúbín í Öskjuhlíð (við hlið Keiluhallarinnar). Gestir tónleikanna eru Ragnheiður Gröndal og Davíð Þór Jónsson. 21.00 Kammerhópurinn Camerarctica verður með tónleika í Kópavogskirkju þar sem flutt verða verk eftir Mozart og Hoffmeister. 22.00 Bogomil Font verður með jóla- tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapp- arstíg, þar sem sérstakur gestur verður Sigríður Thorlacius. 23.00 Jólatónleikar Páls Óskars verða á Nasa við Austurvöll. Húsið opnar kl. 23. 23.30 Sprengjuhöll- in og Bob Justman verða með tónleika á skemmtistaðnum Kaffi Kúltúra við Hverfisgötu 18. 23.30 Tónleikar verða í tilefni af eins árs afmæli Jóns Jónssonar ehf. þar sem bandaríska tvíeykið Ratatat spilar á Broadway við Ármúla. FM Belfast hita upp. Húsið opnar kl. 23.30. 00.00 Stóns Tribute verður á Dillon Sportbar við Trönuhraun í Hafnarfirðin- um. Húsið opnar kl. 23. 00.00 Sálin spilar á Sjallanum við Geislagötu á Akyreyri. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Dr. Terry Gunnell þjóðfræðingur flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás. yrirlesturinn er á ensku. Aðgangur ókeypis. Þjóðminja- safnið við Suðurgötu. ➜ Síðustu Forvöð Jólakjólar, sýning á 14 jólakjólum sem jafn margir íslenskri hönnuðir létu sauma fyrir sýninguna, lýkur sunnudag- inn 21. des. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. ➜ Opið Hús Listamenn í Auðbrekku 6, Kópavogi, opna vinnustofur sína fyrir gestum og gangandi frá kl. 14-17. ➜ Markaðir Norðurport, markaður á Dalbraut 1 á Akureyri hefur verið opnaður þar sem boðið er upp á margskonar varning. Opið um helgina kl. 11-17. Fjarðarportið að Kaplahrauni 2 (hjá FH vellinum) í Hafnarfirði er opið lau.-þri. kl. 12-18. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Bjúgna- krækir til byggða. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður tutt- ugasti glugginn opnaður. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Gefum góðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson lau. 20/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 21/12 þrjár sýningar, uppselt Uppselt í desember! Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin Sýningar í janúar komnar í sölu Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Frumsýning 26. desember lau. 27/12 örfá sæti laus sun. 28/12 örfá sæti laus Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla www.leikhusid.is Kardemommubærinn Sértilboð á gjafakortum til áramóta. Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.