Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 100

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 100
72 20. desember 2008 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson AFRÍSKUR KJÓLL VERSLUNIN SÆVAR KARL SNYRTIVÖRUR Nú hefst tímabil jólaboðanna og næg tækifæri fyrir konur að taka fram sparikjóla og fallega hæla. Svarti liturinn er alltaf klassískur en í vetur eru gamaldags blúndur áberandi sem og gegnsætt siffon og neta- og blúndusokkabuxur. Himinháir hælaskór sáust hvar- vetna á tískupöllum og oft með þykkum botni. Slíkir skór eru bæði fallegir við fína kjóla en eru líka skemmtilegir við sokkabuxur og víða peysu þegar maður vill ekki vera of uppstrílaður. Nú er líka um að gera að seilast í rauða varalitinn og punta sig í skammdeginu. - amb BLÚNDUR OG HÆLAR: Glamúr og þokki yfir hátíðarnar Á þessum árstíma sakna ég þess alltaf ógurlega að vinna ekki í fatabúð. Minnist áranna með söknuði þegar ég hjálpaði þjóðinni að dressa sig upp. Það fylgir því ákveðin útrás að kveðja glaðan kúnna með falleg föt í poka. Að vinna á Þorláksmessu fannst mér líka ótrúlega gaman, þá fylltist búðin af örvæntingarfullum eiginmönn- um sem höfðu sirka 24 tíma í að bjarga jólunum með gjöfum til eiginkvennanna. Þegar ég spurði herramennina hvernig eiginkon- urnar litu út var svarið alltaf á svipaða leið „Hún er ótrúlega svipuð þér“ og svo var maður mældur út. Það eru þó ein jólin sem toppa allt. Á Þorláks- messukvöld heimsóttu þrír vinir verslunina. Þeir voru nýkomnir úr skötuveislu og höfðu eflaust þurft að marinera sig vel í ákavíti til að koma fisknum niður. Hressleikinn hreinlega draup af þeim þegar þeir tilkynntu mér hátt og skýrt að þeir væru allir í sömu erindagjörðum: Að leita að gjöf handa eiginkonunum. Þeir þurftu þó ekki að hugsa sig tvisar um þegar þeir rákust á loðnar sebrabuxur frá hinu sívinsæla vörumerki Tark. Á augabragði ákváðu þeir að gefa eiginkonunum þremur það sama og létu það fljóta með að þær hefðu hvort sem er vanið sig á það að skila öllu sem þeim væri gefið. Mestu máli skipti að gjöfin væri ekki of ódýr og aumingjaleg. Þeir hugsuðu sér líka gott til glóðarinnar þegar eiginkonurnar færu að hringja sín á milli og myndu komast að gríninu sem fylgdi loðnu sebrabuxunum. Þó svo að það sé hægt að selja örvæntingarfullum eiginmanni 27 stykki af sömu skyrtunni reyndi ég þó alltaf að vera heiðarleg þótt ég væri á söluprósentum. Ég verð þó að játa að ég var reyndar með pínu samviskubit þegar herramennirnir þrír löbbuðu út með loðnu sebrabrækurnar því þær voru ekki alveg það klæðilegasta sem hægt var að eignast. Ég huggaði mig við það að þeir hefðu algerlega tekið þessa ákvörðun sjálfir. Eftir jólin beið ég spennt að sjá hvort dömurnar mættu til að skila buxunum en þær létu á sér standa svo ég geri ekki ráð fyrir öðru en þær hafi bara verið alsælar með jólagjafavalið. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess þó ekki að hafa nokkurn tímann mætt konu í þessum buxum en kannski hafa þær bara farið allar út á land … Sebrabuxurnar > TÍSKUTEIKNINGASÝNING Um helgina opnar skemmtileg sýning á tísku- teikningum Hildar Yeoman í versluninni Thelmu Design að Garðastræti 2. Myndirnar eru af fyrir- sætum klæddum fatnaði frá hönnuðum eins og Rodarte, Chloe og Soniu Rykiel. Myndirnar eru teiknaðar og málaðar á efni og svo er saumað út í þær. SEXÍ Himinháir svartir hælar frá Rodarte. BLÚNDUR Gullfallegur hnésíður blúndukjóll frá Prada. GRAFÍSKT Frumleg- ur kjóll úr ferhyrndu neti frá MiuMiu. SLAUFA Ómót- stæðilegir hælaskór frá Prada. GOTH Sexí og frum- legur kjóll úr leðri og siffoni frá Rodarte. FÁGUN Kyn- þokkafull- ur svartur samfest- ingur frá MiuMiu. ÆVINTÝRA- LEGUR Fín- legur kjóll úr blúndum og neti við grófar neta- sokkabuxur frá Rodarte. gullsmiðjan.is Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 silfur sjávar íslensk hönnun og handverk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.