Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 104

Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 104
76 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Söngkona Black Eyed Piece, Fergie, hyggst ganga í það heilaga með leikaranum Josh Duhamel í næsta mánuði, að sögn vefsíðunnar Access Hollywood. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og hefur nú ákveðið dagsetningu fyrir stóra daginn. Fergie hefur rætt um hversu mikið hana langi að eignast fjölskyldu og nú virðist stóri dagurinn innan seilingar. Access Hollywood segist hafa heimildir fyrir því að vígslan fari fram í Suður-Kaliforníu helgina 9.-11. janúar. Fergie í hjónaband Bandaríska leikkonan með skandinavíska eftirnafnið, Scarlett Johansson, hefur útilokað barneignir í nánustu framtíð. Hún segist einfald- lega ekki hafa tíma til þess. Scarlett og leikarinn Ryan Reynolds gengu í það heilaga í september á þessu ári en börn virðast ekki á næsta leiti. „Ég er 24 ára gömul, ég á enn mikið eftir ógert og hef nægan tíma til að spá í börn,“ sagði Scarlett í samtali við Entertainment Tonight. Scarlett útilokar hins vegar ekki að verða mamma einn daginn. „Einhvern tímann, en ég er ekki tilbúin fyrir það núna.“ Engin börn hjá Scarlett Rafræna rokksveitin Ratatat frá Bandaríkjunum spilar á Broad- way í kvöld á tónleikum sem eru skipulagðir af Jóni Jónssyni ehf., sem heldur upp á eins árs afmælið sitt um þessar mundir. Ratatat hefur áður spilað hér á landi á Iceland Airwaves- hátíðinni við góðar undirtektir. Hróður sveitarinnar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur hún meðal annars spilað með Björk Guðmundsdóttur. FM Belfast og Sexy Lazer koma einnig fram á tónleikunum, sem hefjast klukkan 23.30. Rafrænt rokk og ról RATATAT Spilar á Broadway í kvöld. Slúðurblöð væru fátækleg ef Parisar Hilton og hennar yfirlýs- inga nyti ekki við. Hinn 27 ára hótelerfingi hefur nú upplýst heimsbyggðina um að hún hafi alltaf vitað að hún yrði fræg ljóska. „Ég var elsta barnabarnið og amma mín var alveg viss um að ég yrði næsta Marilyn Monroe eða Grace Kelly. Hún hélt þessu statt og stöðugt fram alla mína æsku. Og svo var alltaf verið að taka myndir af mér,“ útskýrir Paris. Hilton líkt við Monroe Slökkviliðsmenn á höfuð- borgarsvæðinu útbjuggu dagatal með myndum af fjórtán fáklæddum slökkvi- liðsmönnum og selja í fjár- öflunarskyni. „Við erum slökkviliðsmenn á höf- uðborgarsvæðinu sem förum þessa fjáröflunarleið í stað þess að fara í fyrirtæki að biðja um peninga,“ segir Krist- mundur Carter slökkviliðs- maður. Hann er einn þeirra fjórtán slökkviliðs- manna sem prýða dagatal slökkvi- liðsmanna. „Við gerð- um þetta í fyrsta skipti fyrir tveimur árum og það tókst afbragðsvel.“ Slökkviliðsmenn- irnir eru að afla fjár til þess að fara á heimsleika lög- reglu- og slökkvi- liðsmanna, sem verða haldnir í Vancouver í Kan- ada í júlí á næsta ári. Þangað fara 32 slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, auk lög- reglumanna. „Þar er keppt í 64 keppnisgrein- um, bæði greinum sem tengjast slökkviþættinum og líka í íþróttum,“ segir Kristmundur. Slökkviliðsmennirnir létu prenta þrjú þúsund eintök af dagatalinu, og Kristmundur segir að vel hafi gengið að selja það. „Það hefur gengið rosalega vel og döm- urnar taka vel í þetta. Við erum aðallega að selja þetta í Smáranum og á bás í Kringlunni, frá fjögur til tíu fram að jólum. Við erum sprækir og otum þessu svolítið að fólki.“ thorunn@frettabladid.is Slökkviliðið fækkar fötum DAGATALSMYNDIRNAR Fjórtán slökkviliðs- menn prýða myndir fyrir mánuðina tólf. Það er bráðatæknirinn Sveinbjörn Ber- entsson sem tók myndirnar í dagatalið. KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS KYNNIR ÚTSKRIFTARVERK NEMENDA Brautskráningarverk nemenda af kvikmyndabraut verða sýnd í dag í Bæjarbíói Hafnarfirði kl. 13:00. Allir velkomnir! EINELTI Sameiginlegt verkefni Hvað geta foreldar gert þegar börnin lenda í einelti? Leikstjórn og hljóðvinnsla: Haukur H. Þorsteinsson. Lýsing og aðstoð við kvikmyndatöku: Gunnar Gunnarsson. Leikmynd: Jón Andri Guðmundsson. Handrit: Einar Kárason. Aðstoðarframleiðandi: Jóhann Ottesen Þórisson. Aðstoðarleikstjórn og klipping: Gunnar B. Guðbjörnsson. Leikarar: Páll Pálsson, Lára Sveinsdóttir, Ágúst Elí Ásgeirsson, Pétur Einarsson, Ellert A. Ingimundarson, Jakob van Oofterhout. ANGORA Jón Andri Guðmundsson Sumt fóLk ætti ekki að búa til bíó. BIÐSTOFAN Jóhann Ottesen Þórisson Hvað gerir maður sem finnur sér fyrst lífsförunaut þegar hann er dáinn? HIMINNINN ER AÐ HRYNJA... Gunnar B. Guðbjörnsson Skyggnst inn í heim Ólafs Arnalds á tónleikaferðalagi hans um Bretland. KERAMIK Haukur H. Þorsteinsson Fólk skilur stundum ekki hvað okkur er kærkomið og hvað ekki. Og hverjum er ekki sama? LJÓSMYNDARINN Gunnar Gunnarsson Áhugaljósmyndari kemur í lítið þorp þar sem fleira en ljós og skuggi festast á filmu hans... SLUGS Sindri Eldon Tvö tónlistarmyndbönd með afar óvinsælli hljómsveit. Fyrir misskilning komst annað þeirra í spilun í sjónvarpi. www.kvikmyndaskoli.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.