Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 106
78 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Þó að íslenskt hip-hop sé ekki fyrirferðarmikið í megin- straumnum eru menn að rappa og búa til flotta takta úti um allan bæ eins og þær tvær plötur sem hér eru til umfjöllunar sýna vel. Beatmakin Troopa er lista- mannsnafn Pan Thorarensen, en hann hefur verið að búa til hæg- genga og stemningsfulla ins- trúmental hip-hop tónlist í mörg ár og á að baki nokkrar plötur bæði einn og með dúóinu Stereo Hypnosis. Search For Peace er í anda sólóplötunnar Peaceful Thinkin sem kom út fyrir nokkr- um árum. Þó að tónlist Beatmak- in Troopa sæti ekki beint tíðind- um og minni töluvert á trip-hoppið sem var áberandi fyrir tíu árum eða svo þá stendur hún samt vel fyrir sínu. Troopa hefur góða tilfinningu fyrir grúvi og er flinkur að finna flott sánd til að vinna með. Ágæt plata sem rennur ljúft í gegn. Introbeats er DJ Intro úr For- gotten Lores. Tívolí Chillout er upptökustjóra-plata. Intro sér um taktana en fær svo alls konar rappara til að rappa yfir þá. Þetta er skrambi vel heppnuð plata. Án efa skemmtilegasta íslenska rappplatan í langan tíma. Takt- arnir eru frekar einfaldir, en mjög ferskir og flottir og rappar- arnir fara margir á kostum, enda eru margir af færustu röppurum landsins á plötunni. Dóri DNA og Danni Deluxxx úr 1985! eru þarna og Byrkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, 7berg, Bent o.fl. Það er fullt af flottum lögum á Tívolí Chillout, t.d. Lukka Lukka, Eins og..., Lúkurnar upp, Sjáðu og Borg Óttans. Besta lagið er samt Á vökunni sem Dóri DNA rappar. Algjört dúndur og Kæfan sem 1985! rappar í er litlu síðra. Sú sveit verður nú að fara að kýla á plötu, fjandinn hafi það. Á heildina litið er Tívolí Chill- out frábær íslensk hip-hop plata. Hún fær bestu meðmæli. Trausti Júlíusson SENA MEÐ LÍFSMARKI TÓNLIST Search for Peace Beatmakin Troopa ★★★ Önnur fín “chill”-plata frá Troopa. TÓNLIST Tívolí Chillout Introbeats ★★★★ Skemmtileg hip-hop plata með glás af flottum röppurum. „Heyra mátti öskur frá blóði drifnum Upton Park þegar Íslendingarnir tilkynntu að þeir hygðust selja West Ham.“ Svona hefst stór úttekt sem birtist í breska blaðinu The Sun. The Sun stillir þeim Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magn- ússyni upp í tíu manna byrjunar- liði l, sem hafi lagt fjárhag hins fornfræga knattspyrnufélags West Ham í rúst. Eins og kom fram í fjölmiðlum á fimmtudag hefur Eggert kært Björgólf fyrir að standa ekki við lokagreiðslu upp á 200 milljónir íslenskra eftir að hann var rekinn úr starfi stjórn- arformanns knattspyrnufélagsins. The Sun dregur þá báða til ábyrgð- ar fyrir „Hammers house of Hor- rors“ eins og það er orðað í blað- inu en það myndi útleggjast á íslensku sem hryllingsmynd Hamranna. En félagið er alla jafn- an kallað Hamrarnir á Bretlands- eyjum. „Ólíkt flestum hryllingsmynd- um er ekki bara einn vondur karl. Heldur eru þeir tíu. Tíu Drakúla greifar sem hafa mergsogið West Ham,“ skrifar blaðamaður The Sun. Þeir Björgólfur og Eggert eru þar efstir á blaði ásamt fyrr- um stjórnarformanninum Terry Brown og íranska kaupsýslumann- inum Kia Joorabchian. Blaðamað- urinn skautar yfir skrautlegan tíma Íslendinganna hjá Lundúna- liðinu. Segir að Eggert hafi eytt þvílíkum fjárhæðum í leikmenn að það hefði mátt halda að hann óttaðist að leikmannakaup kæm- ust brátt úr tísku. „Alan Curbish- ley var bara afhentur óútfylltur tékki og boðið að kaupa hvern þann leikmann sem hann vildi,“ skrifar blaðamaður The Sun. Eggert var síðan látinn víkja úr stóli stjórnarformannsins í sept- ember 2007 og Björgólfur tók við. Að sögn blaðamannsins kom það honum í opna skjöldu hversu mikl- um peningum Eggert hafði eytt. „En maður hlýtur að spyrja sig af hverju enginn úr stjórninni tók í taumana þegar menn sáu í hvað stefndi,“ skrifar blaðamaður The Sun og bætir því við að það eigi ekkert að koma Björgólfi sérstak- lega á óvart hversu illa til hafi tek- ist, hann hafi ágætis reynslu af slæmum fjárfestingum eins og ævintýrinu í kringum ferðaskrif- stofuna XL sem hafi þegar kostað West Ham fimm milljónir punda. The Sun leyfir sér að efast um að það gangi eitthvað vel að finna kaupanda, sá hinn sami þurfi að súpa seyðið af dómsmáli Carlos Tevez. freyrgigja@frettabladid.is The Sun vandar Íslendingum ekki kveðjurnar LÖGÐU WEST HAM Í RÚST Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon eru hluti af því tíu manna teymi sem lagði fjárhag West Ham í rúst að mati The Sun. NORDICPHOTOS/GETTY Hjónakornin fyrrverandi, Ma- donna og Guy Ritchie, höfðu til- kynnt börnum sínum að þau hygð- ust halda jólin saman. Svona rétt til að smáfólkið fengi eitthvað fyrir sinn snúð eftir að hafa upplifað erfiðan skilnað. Nú er það skipulag í lausu lofti eftir að enski leikstjór- inn neitaði Madonnu um að gista á gamla sveitasetrinu þeirra í Wilt- skíri. The Sun greinir frá málinu og segir að Guy hafi óttast að of margar minningar frá hveitibrauðsdögun- um myndu rifjast upp í kjölfarið. Blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Guy sé mjög mikið í mun að hafa börnin hjá sér yfir hátíðarn- ar. Madonna og Guy eiga soninn Rocco saman auk þess sem þau ættleiddu David Banda. Lourdes, dóttir Madonnu af fyrra sambandi, lítur jafnframt á Guy sem pabba sinn. „Guy þráir ekkert heitar en að eyða jóladegin- um með krökkunum og er reiðubú- inn til að gera nánast hvað sem er. Hann vill þó ekki eyða nóttinni undir sama þaki og Madonna, það myndi kalla fram sárar minning- ar,“ segir heimildarmaðurinn við The Sun. Að sögn blaðsins eru því öll jóla- plön í uppnámi en Guy mun hafa boðist til að fljúga til New York. Madonnu ku ekki hafa fallist á það og því eru hin gleðilegu jól nú í uppnámi hjá stjörnufjölskyld- unni. Jólaplönin í háaloft hjá Madonnu og Guy Í HÁTÍÐARSKAP Guy er mikill jólakarl og vill hafa börnin hjá sér á jóladag. Hann vill hins vegar ekki sofa undir sama þaki og eiginkonan fyrrverandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.