Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 110
82 20. desember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Komst í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hélt uppteknum hætti á öðrum keppnisdegi Opna Suður- afríska meistaramótsins í golfi í gær og lék á 72 högg- um eða á pari vallarins. Birgir Leifur fór fyrri hringinn í fyrradag á einu höggi undir pari og er því samanlagt á einu höggi undir pari en það dugði honum til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann er í 64.-76. sæti af 155 kylfingum en mótið er liður í Evrópumótaröðinni og er hans þriðja mót eftir endur- komuna úr meiðslum. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrri tveimur mótunum. KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar settu á fimmtudagskvöldið enn eitt óvin- sælt met hjá félaginu í úrvals- deildinni á þessu tímabili, þegar liðið tapaði með 30 stigum fyrir Snæfelli í Ljónagryfjunni, 55-85. Þetta er stærsta tap Njarðvíkur á heimavelli í sögu félagsins í úrvalsdeild karla en gamla metið var frá því 28. október 2001 þegar liðið tapaði með 24 stigum á móti nágrönnunum í Keflavík. Fyrr í vetur hafði liðið tapað með 25 stigum fyrir FSu í Iðu á Selfossi í fyrstu umferð sem þá var stærsta tap liðsins í úrvals- deild og bætt það met með því að tapa með 55 stiga mun á móti KR í DHL-höllinni. Það tap var ekki aðeins langstærsta tap liðsins í úrvalsdeild heldur einnig stærsta tap liðsins á Íslandsmóti. Njarðvíkurliðið virðist mega illa við því þegar Logi Gunnars- son er að hitta illa fyrir utan þriggja stiga línuna en kappinn er með 40,1 prósent (18 af 44) þriggja stiganýtingu í sex sigur- leikjum liðsins en er síðan aðeins með 21,6 prósent (8 af 37) þriggja stiga nýtingu í tapleikjunm fimm. Hér munar 19,3 prósentum en Logi er auk þess að skora 8,8 stig- um meira í sigurleikjunum en í tapleikjunum. Það dugar heldur ekki mikið þótt Friðrik Stefánsson sé að skila sínu en hann er með 16,0 stig, 13,0 fráköst og 58 prósent skotnýtingu í þessum skellum á móti FSu, KR og Snæfelli. Njarðvíkingar hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum en stigatalan í þeim er samt - 40 stig þar sem töpin tvö á móti KR og Snæfelli hafa verið svo risastór og sigrarnir flestir naumir. Liðið er sem stendur í 6. sæti með jafn- mörg stig og Snæfell en miklu verri á innbyrðisviðureignum. - óój Njarðvíkurliðið hefur endurskrifað sögu sína í fyrstu ellefu leikjum sínum í vetur: Þriðja metið í stórum skellum VERÐUR AÐ VERA HEITUR Logi Gunnarsson þarf að hitta vel til að Njarðvík vinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Snæfellingar fóru illa með Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni á fimmtudagskvöldið og annar þjálfara liðsins, Hlynur Bær- ingsson, var líka mjög sáttur við liðið sem hefur nú unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum. „Við hittum rosalega vel í fyrri hálfleik, fengum mikið af opnum skotum og settum þau niður. Ég var mjög ánægður með hvað boltinn gekk vel á milli manna,“ sagði Hlynur sem er í nýju hlutverki sem spilandi þjálfari. „Það er að venjast að vera líka þjálfari og við erum sæmilega sáttir með það að fara með sex sigra og fimm töp inn í jólafríið. Það voru tveir heimaleikir á móti Keflavík og ÍR sem voru slakir hjá okkur og það er eftirsjá að hafa ekki klárað þá,“ segir Hlynur sem segir nýja hlutverkið vera krefjandi. „Það getur verið mjög erfitt að vera spilandi þjálfari og það er svo margt sem manni yfirsést þegar maður er sjálfur í einhverj- um barningi. Þetta er samt allt að koma til,“ segir Hlynur sem er í hópi stoðsendingahæstu leikmanna deildarinnar og hefur gefið 23 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum, eða 7,7 að meðaltali í leik. „Ég tek bara það sem mér gefst og er ekki að reyna að þröngva neinu. Skrokk- urinn er ekki í alveg nógu góðu standi og þá reyni ég bara að dreifa boltanum og ábyrgðinni,“ segir Hlynur og einn af þeim sem er að njóta góðs af sendingum hans er Jón Ólafur Jónsson sem hefur líklega aldrei spilað betur en í vetur. „Það er ótrúlegt hvað Nonni fær mörg opin skot því leik eftir leik er honum alltaf gefið skot af einhverjum ástæðum. Þá hikar maður ekkert við það að gefa á hann strax. Það eru ekkert sér- staklega margir sem spila betur en hann í vetur. Hann hittir mjög vel, hefur bætt hjá sér vörnina og er búinn að styrkja sig með lyftingum undanfarin ár,“ segir Hlynur ánægður með sinn mann. Hlynur segir Snæfell ætla sér að komast ofar á nýju ári. „Stefnan hjá okkur er, eins og hjá þessum liðum sem eru á eftir Grindavík og KR, að ná að komast í fjórða sætið og við vonumst til þess að það takist. Við erum sæmilega brattir eftir fyrri hlutann miðað við allt og allt og ég held að þetta batni bara hjá okkur,“ sagði Hlynur að lokum. HLYNUR BÆRINGSSON HJÁ SNÆFELLI: MEÐ 7,7 STOÐSENDINGAR AÐ MEÐALTALI Í SÍÐUSTU ÞREMUR LEIKJUM Reyni að dreifa boltanum og ábyrgðinni DÝFINGAR Fyrsta árlega jólamótið í dýfingum verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur sunnudag- inn 21. desember. Keppt er í opnum flokkum karla og kvenna. Í karlaflokki eru fjögur stökk, þrjú stökk af eins metra bretti úr mismunandi flokkum og eitt stökk af þriggja metra bretti úr handstöðu. Í kvennaflokki eru þrjú stökk af eins metra bretti úr mismunandi flokki. Keppendur skrá sig með tölvuskeyti á jonas@hugmot.is en þeir þurfa að tilkynna stökkin fyrir mótið og aðstoð við grein- ingu stökka er í boði af hálfu dýfinganefndar. Mótið verður dæmt af íslenskum dýfingadóm- urum og er dómgæsla á mótinu liður í dómaranámskeiði. - óój Jólamót í Sundhöllinni: Keppt í dýfing- um á sunnudag N1-deild karla í handbolta Víkingur-Fram 25-26 (11-13) Mörk Víkings: Sverrir Hermansson 9/3, Einar Örn Guðmundsson 6, Hreiðar Haraldsson 4, Þröstur Þráinsson 3, Davíð Georgsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1. Mörk Fram: Halldór Jóhann Sigfússon 9/4, Rúnar Kárason 8, Guðjón Finnur Drengsson 3, Haraldur Þorvarðarson 2, Brjánn Guðni Bjarnason 1, Andri Berg Haraldsson 1, Magnús Einarsson 1, Jóhann Gunnar Einarsson 1. STAÐAN Í DEILDINNI Fram 11 7 2 2 307-292 16 Valur 11 6 3 2 307-263 15 Haukar 11 7 0 4 319-287 14 HK 11 5 2 4 292-299 12 Akureyri 11 6 0 5 288-299 12 FH 11 5 2 4 322-322 12 Stjarnan 11 2 2 7 274-295 6 Víkingur 11 0 1 10 282-334 1 Iceland Express karla Grindavík-ÍR 92-78 (48-41) Stig Grindavíkur: Guðlaugur Eyjólfsson 20, Páll Axel Vilbergsson 16, Brenton Birmingham 15, Páll Kristinsson 12, Þorleifur Ólafsson 10, Arnar Freyr Jónsson 9 (12 stoðs.), Björn Brynjólfsson 6, Helgi Jónas Guðfinnsson 4. Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 28, Sveinbjörn Claessen 11, Ómar Sævarsson 10 (10 frák.), Steinar Arason 9, Ólafur Ingvason 9, Ólafur Þórisson 6, Eiríkur Önundars. 3, Davíð Fritzson 2. Tindastóll-Breiðablik 79-83 (32-31) Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 23, Ísak Einars son 11 (9 stoðs.), Helgi Rafn Viggósson 10, Axel Kárason 9, Friðrik Hreinsson 9, Soren Flæng 6, Óli Barðdal 5, Hreinn Birgisson 3, Halldór Halldórsson 3. Stig Breiðabliks: Kristján Rúnar Sigurðsson 32, Nemanja Sovic 25, Halldór Halldórsson 12, Rúnar Ingi Erlingsson 8, Loftur Þór Einarsson 3, Daníel Guðmundsson 3. Skallagrímur-Keflavík 52-97 (28-44) Stigahæstir: Landon Quick 17 (9 frák.), Igor Beljanski 13 - Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24, Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (11 frák.), Þröstur Jóhannsson 12. STAÐAN Í DEILDINNI KR 11 11 0 1093-793 22 Grindavík 11 10 1 1076-903 20 Keflavík 11 7 4 948-834 14 Tindastóll 11 6 5 874-899 12 Snæfell 11 6 5 883-805 12 Njarðvík 11 6 5 865-938 12 Breiðablik 11 5 6 885-950 10 ÍR 11 5 6 888-872 10 Þór Ak. 11 4 7 879-970 8 Stjarnan 11 3 8 914-946 6 FSu 11 3 8 936-955 6 Skallagrímur 11 0 11 649-1043 0 ÚRLSITIN Í GÆR HANDBOLTI Framarar verða í toppsæti N1-deildar karla um hátíðirnar eftir eins marks sigur, 26-25, á botnliði Víkinga í Víkinni í gær. Leikurinn var æsispenn- andi en Framara voru þó lengst- um skrefinu á undan. Með þessum úrslitum er ljóst að Fram mætir HK í undanúrslitum deildarbikarsins á milli jóla og nýárs og að í hinum leiknum mætast Valur og Haukar. - óój N1-deild karla í gærkvöldi: Fram á toppn- um um jólin ÁTTA MÖRK Rúnar Kárason skoraði 8 mörk gegn Víkingi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNKÖRFUBOLTI Fyrir leikinn voru Grindvíkingar með 18 stig í 2. sæti deildarinnar, en þeir hafa einungis tapað gegn ósigruðu liði KR. Breiðhyltingar hafa verið að fikra sig upp töfluna eftir erfiða byrjun. Þeir töpuðu fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en eftir það hafa þeir unnið sjö leiki í röð í deild og bikar og leikurinn var því ágætis prófraun fyrir þá gegn sterku liði Grindavíkur. ÍR-ingar féllu hins vegar á próf- inu því heimamenn höfðu nokkuð þægilegan sigur, 92-78, og fylgja KR sem skugginn við topp deild- arinnar. „Fyrir utan fyrsta leikhluta var ég ánægður með vörnina og heilt yfir var þetta nokkuð fín frammi- staða, ég er mjög sáttur,“ sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur að leik loknum. „Þegar við skiptum yfir í svæðis- vörn þá hikstuðu þeir í sókninni og við fengum trúna á okkar leik. Síðan spiluðum við fína maður á mann vörn allan seinni hálfleikinn og þetta var góður sigur,“ bætti Friðrik við. ÍR-liðið hóf leikinn af krafti og ætlaði greinilega að selja sig dýrt. Þeir héldu hættulegustu skot- mönnum Grindavíkur í skefjum með öflugum varnarleik og spil- uðu svo skynsamlega í sókninni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 23-25. Þegar staðan var orðin 35- 27 fyrir ÍR tók Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur leikhlé. Hann las aðeins yfir sínum mönn- um, gerði breytingar í vörninni og það hafði góð áhrif því þeir skor- uðu 21 stig gegn 7 það sem eftir lifði leikhlutans og staðan 48-41 í hálfleik. Grindvíkingar hófu þriðja leik- hluta af svipuðum krafti og þeir enduðu fyrri hálfleikinn. Þeir juku muninn jafnt og þétt og Guðlaug- ur Eyjólfsson var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna, en hann setti niður öll fjögur þriggja stiga skot í leikhlutanum. ÍR náði ekki að minnka muninn í síðasta leikhlut- anum og Grindvíkingar höfðu að lokum góðan sigur. Þetta var síðasti leikur liðanna í fyrri umferð deildar- innar og Frið- rik var sáttur við hlut Grindvík- inga: „Við erum með tíu sigra og eitt tap gegn sterku liði KR þannig að ég get ekki verið annað en sáttur. Við verðum bara að halda áfram að vinna í okkar málum og gera betur í næsta leik. Við höfum trú á því að við getum náð langt í vetur,“ sagði Frið- rik að lokum. Breiðablik hélt áfram góðu gengi sínu á útivelli þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á Tindastól á Króknum í gær. Með sigr- inum komust nýliðarnir upp í 7. sætið en þetta var annar útisigur liðsins í röð og sá þriðji í fjórum leikj- um. Keflavík tryggði sér síðan þriðja sæti yfir jólin með 45 stiga sigri í Borg- arnesi. -sjj Getum náð langt í vetur Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur eftir að hans menn enduðu sjö leikja sigurgöngu ÍR með 14 stiga sigri í Grindavík í gær. Guðlaugur Eyjólfs- son var sjóðheitur í leiknum og setti niður 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. HEITUR Guðlaugur Eyjólfsson hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum í sigri Grinda- víkur á ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.